Athyglisverð samtök í uppsiglingu.

Hagsmunasamtök heimilanna verða stofnuð í stofu 101 í Háskólanum í Reykjavík næstkomandi fimmtudagskvöld, - enn eitt dæmið um grasrótarsamtök utan þings sem sprottið hafa upp að undanförnu til að knýja á um nauðsynlegar umbætur og breytingar í íslensku samfélagi.

Íslandshreyfingin - lifandi land er grasrótarhreyfing utan þings sem finnur til mikillar samkenndar með þessum nýju samtökum og hagsmunir íslenskra heimila og fyrirtækja sem nú horfa fram á ástæður, sem verður að takast á við, eru stóra málið fyrir almenning um þessar mundir.

Í síðustu ályktun stjórnar Íslandshreyfingarinnar er ákall um tafarlausar aðgerðir áður en holskeflan skelli yfir. Það sem stjórnvöld hafa gert er alltof lítið og því þarf að mynda þrýsting á frekari aðgerðir með því að grasrótarsamtökin fari af krafti ofan í málin og taki foyrstuna um mótun aðgerða ef hin seinvirku stjórnvöld halda áfram að draga lappirnar.

Allar þessar hreyfingar eiga það sameiginlegt að berjast gegn þeirri skammsýni, skammgróðasjónarmiðum og tillitsleysi gagnvart komandi kynslóðum sem vaðið hefur uppi.

Íslandshreyfingin tók þetta upp fyrir kosningarnar 2007 sem baráttu fyrir siðbót í þessu efni.

Það hefur verið syndgað á ótal sviðum að þessu leyti, og til langs tíma litið verður tjónið mest hvað snertir eyðileggingu náttúruverðmæta landsins, því að það tjón verður aldrei hægt að bæta um þúsundir ára.

Nú eru uppi áform um enn frekari og skefjalausari ásókn en nokkru sinni fyrr og því aldrei brýnna en að standa vaktina um mestu verðmæti landsins en nú, bæði auðlindir og mannauð.

P.S. Er búinn þótt seint sé að leiðrétta villu sem var í upphaflega blogginu varðandi fundarstaðinn sem er Háskólinn í Reykjavík en ekki Háskóli Íslands.


mbl.is Fyrirtæki hanga í snöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Úrdráttur úr grein eftir undirritaðan sem birtist í Morgunblaðinu 19.nóvember 2006:

                                       Þar sem daglaunin duga

,,Útflutningsgreinarnar hér heima eiga sér þó málsbætur hvað varðar getu til að borga mannsæmandi laun því vaxtastigið sem fyrirtækin búa við í samkeppninni um markaði erlendis er hér miklu hærri en í Danmörku. Sem dæmi eru stýrivextir hjá Seðlabankanum 14 % en 3,5% í Danmörku. Þetta fyrirkomulag leiðir af sér að á Íslandi er betra að geyma aurana sína á bankabók og liggja síðan rólegur á meltunni og bíða afrakstursins heldur en að taka þátt í uppbyggingu samfélagsins t.d. með því að fara út í fyrirtækjarekstur. Hér er fjármagstekjuskatturinn aðeins 10%. Þetta alíslenska kerfi er hannað fyrir þá efnuðu, fyrst og fremst og hina útvöldu þ.m.t. útrásarmenn. Þetta leiðir svo sjálfkrafa til atvinnuleysis í samfélaginu og heldur skuldurum í ánauð hárra vaxta og verðtryggingar. Í Danmörku eru fjármagnstekjur hins vegar meðhöndlaðar eins og hverjar aðrar launatekjur og takið eftir að þar er engin verðtrygging eins og við þekkjum hana og enginn skilur. Viðskiptahallinn hér á landi í dag styður þessa kenningu mína en hann er um 300% af landsframleiðlu.''

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 22:34

2 identicon

 Úrdráttur úr grein eftir undirritaðan sem birtist í Morgunblaðinu 19.nóvember 2006:

                                       Þar sem daglaunin duga

,,Eins og áður segir er skattprósentan 41% í Danmörku almennt séð á meðan tekjurnar fara ekki yfir 3.079,800 kr. á ári.Eftir það bættist við milliskatturinn 6% á tekjur upp að 3.696,920 kr. en þá tekur við topskatturinn 15% þar á eftir. Tekjuskattsprósentu er hægt að fá lækkaða með nýju skattkorti í Danmörku ef um meiriháttar breytingu er að ræða á högum skattgreiðanda. Til dæmis, er vaxtafrádáttur vegna íbúðakaupa og dagvistun barns gefur 46% í frádrátt.  Meðlag er líka frádráttarbært, 3488 kr.á mán. svo tekjuskattprósentan getur hæglega breyst úr 41% og lækkað niður í 30% sé mikið af frádráttarliðum eins og hjá barnafjöldskyldum.Á Íslandi er eitt skattþrep sem viðheldur þeim mikla ójöfnuði sem hér er við lýði.''

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

P.S. Spekingarnir hér á landi segja það of flókið að hafa fleiri en eitt skattþrep og undir þessa speki taka verkalýðsforkálfarnir sem eru með þetta allt að 1700 hundruð þúsund íslenskar krónur á mánuði undir með aðgerðarleysi sínu.

Þegar greinin ,,Þar sem daglaunin duga'' birtist í Morgunblaðinu 19.nóv.2006 kostaði dönsk króna hér á landi um 11.60 íslenskar krónur en í dag er sú danska kominn í 23.80 íslenskar. Þökk sé hinum fáu útvöldu!!!!!!

B.N. (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 23:06

3 identicon

Ómar nú er lag, Íslandshreyfingin getur vel verði valkostur. 

Nú er bara að róa að því marki. Það er öllum ljóst að flokkur eins og þessi með óspjallað orðspor á fyrir sér framtíð.

Ekkert síður en það sem fyrir er á þingi, öflun fólks og öflug funaherferð er málið.

Það er ekki eftir neinu að bíða.

Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 00:30

4 identicon

Það leiðréttist hér með að stofnfundur Hagsmunasamtaka heimilanna verður haldinn í sal 101 í Háskólanum í Reykjavík en ekki HÍ.

Hagsmunasamtök heimilanna – http://www.heimilin.is

Opinn vinnufundur #3
13. janúar 2009 kl. 20.00 í Borgartúni 3

Stofnfundur
15. janúar 2009 kl. 20.00 í sal 101 í Háskólanum í Reykjavík

Unnið er að stofnun hagsmunasamtaka heimilanna í ljósi þess efnhagsástands sem ríkir og stöðu heimilanna í landinu. Ljóst er að engin samtök hafa tekið að sér að gæta hagsmuna heimilanna í landinu á sama tíma og samtök eru til fyrir ýmsa aðra hagsmunahópa og samtakamáttur þeirra í kröfum til stjórnvalda og fjármálafyrirtækja því til staðar, s.s. eins og fjármagnseigendur, launþega, atvinnurekendur.

Undirbúningsnefnd samtakanna hefur ákveðið að boða til opinna vinnufunda og leitast við að virkja fólk til þátttöku í mótun áherslna og tilgangs samtakanna. Tilgangur vinnufundanna er að skilgreina betur þær áherslur sem lagðar verða til grundvallar starfsemi samtakanna, svo sem hlutverk, markmið, nafn, lög og meginkröfur og að ræða stjórnarmyndun samtakanna.

Á stofnfundi er áformað að fara yfir niðurstöður vinnufundanna, þær lagðar fram til samþykktar og stjórn samtakanna kosin. Undirbúningsnefnd bindur vonir við að stofnfundurinn verði mjög fjölmennur og þátttakendur taki virkan þátt í að móta megináherslur samtakanna og að hann veki verðskuldaða athygli.

Samtökin munu starfa sjálfstætt og án afskipta annara hagsmunaaðila eða stjórnmálaflokka. Öllum er velkomið að leggja málstaðnum lið og eru allir áhugasamir hvattir til að hafa samband eða mæta á fundina.

F.h. undirbúningsnefndar
Arney Einarsdóttir // arney@hrm.is
Ásta Rut Jónasdóttir // astry74@hotmail.com
Ólafur Garðarsson // oli@ikon.is
Vésteinn Gauti Hauksson // vesteinn@spara.is
Þorvaldur Þorvaldsson // vivaldi@simnet.is
Þórður B. Sigurðsson // thordur.bjorn@simnet.is

Þórður B. Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband