Ekki ósvipað og í heimsstyrjöldinni.

Bæði Bretar og Þjóðverjar dreifðu flugmiðum yfir lönd hvorir annarra þar sem almenningur var varaður við afleiðingum þess að sýna mótþróa. Hvorug þjóðin lét þessar hótanir, eins og þessi skilaboð voru í raun, beygja sig.

Þjóðverjar beittu loftárásum í borgarastyrjöldinni á Spáni, samanber illræmd árás á Guernica og héldu að loftárásirnar í orrustunni um Bretland myndu knýja Breta til uppgjafar. Viðbrögð bresku þjóðarinnar urðu þveröfug.

Þjóðverjar notuðu hernaðarárásina "Bestrafung" eða Refsingu til þess að leggja Belgrad í rúst í apríl 1941 en gátu aldrei knúið þjóðina til uppgjafar því að skæruliðar héldu velli í fjalllendi landsinsog börðust allt til stríðsloka.

Hinar margfalt verri loftárásir bandamanna á Þýskaland breyttu ekki því að þar var barist löngu eftir að ósigur var óumflýjanlegur.

Eina dæmi þess að loftárásir hafi knúið þjóð til uppgjafar eru loftárásir Bandaríkjamanna á Japan frá maí til ágúst 1945, þegar þeir lögðu meirihluta bygginga í borgum Japans í rúst og beittu auk þess tvívegis kjarnorkusprengjum.

Aldrei hefur þó komið til þess almenningur hafi risið upp og kastað stjórnvöldum frá völdum. Ólíklegt er að almenningur á Gasa komi í veg fyrir starfsemi Hamas. Ástæðan er sú að fólkið lifir hvort eð er við óbærilegar aðstæður neyðar, skorts og vonleysis og finnst það ekki hafa neinu að tapa lengur.

Aukið mannfall óbreytra borgara, kvenna og barna á Gasa eykur aðeins á viðbjóðinn í þessum hernaðaraðgerðum Ísraelsmanna.


mbl.is Ísraelar vara við árásum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ísraelar eru að reyna að vara saklaust fólk á Gaza við því að þeir ætli að láta til skarar skríða gagnvart hryðjuverkasamtökunum Hamas.  Þeir eru að segja þeim að forða sér frá ákveðnum stöðum og húsum.  Hamasliðar eru núna að smala börnum og saklausum inn á "targetsvæði" Ísraela svo að þeir geti sýnt heiminum nógu mörg lík og fengið þannig samúð heimsins og enn meira hatur á Ísraelum. 

Stefnuskrá ofstækismannanna í Hamas er að gjöreyða Ísraelsríki og öllum gyðingum. Þeir skjóta stöðugt á bæi þeirra.  Þeir vilja engin vopnahlé, enga friðarsamninga og enga málamiðlun.  Þeir virða engin vopnahlé, enga friðarsamninga og engar málamiðlanir.

Hvað eiga Ísraelsmenn að gera til að verja sig???

Ég tek það fram að þetta fær allt saman mjög mikið á mig.  Ég græt yfir saklausa fólkinu á Gaza sem þarf að búa við þetta núna. 

Hvað myndum við gera ef það væru stórhættuleg hryðjuverkasamtök með það í sinni stefnuskrá að útrýma íslensku þjóðinni?   Ísraelsmenn ganga hart fram í að verja sig vegna þess að það eru bara rúm 60 ár síðan síðast var reynt að útrýma þeim.

Hvað myndi Breski eða Bandaríski herinn gera(eða hvaða her sem er) ef á þá væri ráðist eins og Hamas ræðst að Ísrael?

Heiðrún (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 22:29

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mér skilst að einn Ísraelsmaður hafi verið drepinn í eldflaugaárásum Hamas-manna. Það á því eftir að verða seinlegt verk fyrir þá að "útrýma" Ísraelsmönnum með sama áframhaldi.

Innan Hamas-samtakanna eru vafalaust menn sem vilja valda sem mestum usla og koma sem mestu illu til leiðar. Þeir vita að Bush er á síðasta snúningi og því auðveldara og öruggara að egna Ísraelsmenn nú en eftir að Obama tekur við, hvort sem það verður nú til að breyta einhverju um stefnu Bandaríkjamanna eða ekki.

En mannfallið af völdum viðbragða Ísraelsmanna við annars fordæmanlegum árásum Hamas er svo langt umfram tilefnið að við það á alþjóðasamfélagið ekki að una né heldur það að Ísraelsmönnum haldist uppi að brjóta alþjóðasamþykktir enn og áfram, 41 ári eftir að samþykktirnar voru gerðar.

Ég hef áður bloggað um það að héðan af verður Ísraelsríki ekki afmáð þótt til þess hafi verið stofnað með því að sakbitnar þjóðir Evrópu og Ameríku létu það bitna á saklausu fólki utan álfunnar sem rangt hafði verið gert gagnvart Gyðingum.

En Ísraelsmenn munu því miður aldrei geta náð fram friði nema að numin sé í burtu orsök ófriðar, sem er það ástand sem Palestínumenn verða að búa við.

Ómar Ragnarsson, 10.1.2009 kl. 22:49

3 identicon

Það hefur kannski einn ísraeli verið drepinn undanfarna daga af Hamasliðum en eins og þú veist er búið að sprengja upp ófáa strætisvagna, skóla, diskótek og fleira þar sem saklaus börn og fullorðnir hafa dáið Ísraelsmegin.  Auk þess er leiðinlegt að búa við stöðuga ógn.  Það voru eldflaugar að koma á hverjum degi frá Hamasliðum meðan það átti að vera svokallað vopnahlé.

Ég vona að Bandaríkjamenn standi áfram með Ísrael því að án þeirra stuðnings í gegnum árin væri löngu búið að eyða Ísrael.  Ég vona að Hamasliðar og fleiri herskáir palestínumenn fari að virða vopnahlé og samninga vegna síns eigin fólks og vegna Ísraels.  Þá fyrst geta Ísraelsmenn skilað hernaðarlega mikilvægu landi og þá fyrst er hægt að sjá frið. 

Ég er á móti stríði og mig hryllir við því sem ísraelar eru að gera á Gaza.  En vá hvað íslenskir fjölmiðlar og íslendingar almennt misskilja þessa deilu og þessi átök.

Heiðrún (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 23:39

4 identicon

það er nú ekki beint auðvelt f. ísraelsmenn að komast hjá því að drepa börn þarna, þarna eru ca. 50% undir 15 ára aldri og mjög þéttbýlt, þannig að allt tal um að hamas sé að stilla börnum e-s staðar er mjög hæpið. Jafnvel þó að ísraelsmenn noti "precision bombing" þá hitta þeir auðvitað á þá staði sem þeir skjóta á en málið er að þeir vita auðvitað ekkert nákvæmlega hver er hvað. Voru ekki einhver tilmæli frá ísraelsher um að fólk ætti að fara frá heimilum sínum út af sprengingum þeirra, hvaða rugl er það, hvert á fólk að fara í stærsta fangelsi undir berum himni í heimi.

Staðan núna. Er hún ekki frekar ójöfn. Held að það þýði lítið að hrópa um heimagerðar skotflaugar hamas þegar staðan er ekki jafnari en þetta: 

Ísrael: 13  Gaza: 831

ari (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 04:21

5 Smámynd: Elías Stefáns.

Vil benda á mjög upplýsandi kort sem eru birt á blogginu hjá Jóni Ragnari:

http://prakkarinn.blog.is/blog/prakkarinn/

Þar sést vel að ísraelsmönnum hefur gengið þokkalega að ,,verja" sitt landsvæði. Heiðrún ætti að skoða þessi kort, einnig útskýra aðeins nánar í hverju misskilningur landsmanna er fólginn.

Elías Stefáns., 12.1.2009 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband