Ólgusjór aðstæðna.

Oft hafa stjórnmálamenn notað það sem afsökun fyrir því að ekki sé hægt að hrófla við hlutunum að það fari á svig við lög, - "lögin leyfa það ekki", segja þeir. Þá tala þeir um lögin, sem þeir settu sjálfir, eins og einhver náttúrulögmál sett af Guði almáttugum.

Þannig er það auðvitað ekki. Komi í ljós að lögin sem þeir settu séu til trafala, eiga þeir auðvitað að breyta þeim, - til þess voru þeir kjörnir.

Einnig verður að líta til tilgangs laganna. Tilgangurinn með því ákvæði stjórnarskrár að ekki megi lækka laun forseta er sá að vernda hann fyrir hugsanlegu ofríki annarra sviða ríkisvaldsins. Engin lög banna það beinlínis að forseti hafi um það frumkvæði sjálfur að lækka laun sín og er það vel að núverandi forseti geri það.

Auk þess þarf að vera samræmi milli launa forsetans og annarra æðstu embættismanna. Fyrst rætt er um forsetann flaug mér í hug athyglisverður og skondugur samanburður.

Í athugasemd við aðra bloggfærslu rifjaði ég upp frægan þátt um bankana sem Ólafur stýrði og var svo magnaður, að ég valdi hann sérstaklega í 30 ára afmælisþætti Sjónvarpsins sem dæmi um fersk og beitt efnistök í þrumuþætti af því tagi sem vekur mikið umtal.

Í þættinum stillti Ólafur bankastjórunum upp í röð og notaði myndavélina til að sýna að því er virtist endalausar gluggaraðir í bankahöllunum. Meðal þeirra voru bankarnir á Laugavegi 77 og við Hlemmtorg. Þetta átti að sýna pólitískt bruðl og gagnrýnar spurningar Ólafs komu bankastjórunum í sjaldgæfa varnarstöðu.

En tíminn leið og margt breyttist.

Hætt er við að í dag þætti mörgum lítið koma til þessara "bankahalla" miðað við ósköpin sem hafa þotið upp á undanförnum árum þegar Ólafur, vegna stöðu sinnar, taldi sér skylt að mæra þessa "glæsilegu uppbyggingu, útrás og framtak." Við siglum um ólgusjó breyttra aðstæðna og það væri hægt að skemmta sér yfir því að birta myndir af núverandi bankahöllum og þeim sem voru hér fyrir 38 árum.


mbl.is Laun forseta verða lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki má gleyma þætti Ólafs í máli Ávöxtunar sf. og verðbréfasjóða þeirra. Þar sem hann kom af stað runi á sjóðina úr ræðustóli á Alþingi. Þetta varð síðan til þess að í ljós kom að eigendur Ávöxtunar höfðu verið að spila með fjármuni verðbréfasjóðsins. Stjórnendur fóru á Kvíabryggju.

Hvernig má það vera að hann gat komið auga á þennan titlingaskít sem Ávöxtunarmálið var, en verið algjörlega grunlaus gagnvart stærsta þjófnaði Íslandssögunnar sem var framinn af mönnum sem hann umgekkst í fínimannapartíum dags daglega?

Henrý Þór (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 14:13

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Ef ég man rétt var Ólafur líka fjármálaráðherrann sem kyrrsetti "þjóðarþotuna" þegar Arnarflug komst í þrot fyrir 19 árum eða svo.

Haraldur Hansson, 16.1.2009 kl. 14:50

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Forseti Kína fór alla leið upp í Breiðholt að kynna sér kjör þeirra sem litlar hafa tekjur i íslensku þjóðfélagi. Trúlega eintóm sýndarmennska en hvenær heimsótti forseti Íslands slíkt fólk hérlendis? Hvenær gúffaði hann síðast í sig sladda (steinbít) á Vestfjörðum, þar sem hann ólst upp, og sladdinn stóð út úr eyrunum á honum frá morgni til kvelds?

Eru þurrkaðir þorskhausar á borðum á Bessastöðum, lýsi, kæstur hákarl, hrogn og gellur? Ekki nú aldeilis! Þar raða presidentinn, gyðingurinn og gestir allir í sig steiktu lambaketi og sá fyrstnefndi mærir sveitina sem aldrei fyrr. Gapir um "matvælaöryggi" hér, þegar við eigum eina af stærstu matarkistum heimsins og þeirri guðsvoluðu þjóð sem byggir þetta útsker myndi aldrei takast að torga því fiskmeti öllu.

Presidentinn fær á hinn bóginn frítt að éta í sínum ranni, ítem hans ektafrú, en gyðingar eru nú ekki hrifnir af grísum.

Þorsteinn Briem, 16.1.2009 kl. 15:14

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég segi eins og Gunnar Sigurðsson segir svo oft á hinum frábæru mótmælafundum: "Verum kurteis" og málefnaleg jafnframt því að vera hress og skemmtileg hér á blogginu eins og Steini Briem er svo oft.

Ég verð að leiðrétta einhliða lýsingu á mataræði á Bessastöðum því að frásögnjm í blöðum má sjá að þar er yfirleitt íslenskur matur á borðum svo sem fiskur og skyr. Lambakjöt er talinn íslenskur matur eftir því sem ég best veit.

Í eina skiptið sem ég hef verið þar í matarboði var þar skyr og fiskur á borðum.

Ómar Ragnarsson, 16.1.2009 kl. 22:19

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fyrst karlinn getur graðgað í sig fiski ætti hann ekki að vera að rugla um "matvælaöryggi".

Þorsteinn Briem, 16.1.2009 kl. 22:30

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Ragnar Grímsson:

  • "Það er skýrasta dæmið um vanþróun íslenskra stjórnmála og drottnun óðapólitíkurinnar á Íslandi að í hásæti ríkisstjórnarinnar skuli sitja valdasjúkur Tumi Þumall."
Um Bjarna Benediktsson í Tímanum 11. janúar 1968.

Þorsteinn Briem, 16.1.2009 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband