Táknrænasta aðgerðin ?

Hugmynd Mývetninga varðandi gullkálfinn var frábær. Hún vísaði beint í hin sígildu sannindi Gamla Testamentisins sem aldrei falla úr gildi þótt ótrúlegt megi virðast, svo mjög sem við teljum að mannkyninu hafi farið fram.

Kannski slá Akureyringar gullkálfinn úr tunnunni á öskudaginn ? Eða að félagar í náttúruverndarsamtökum grýti skóm sínum í álkálfinn ?


mbl.is Mótmælt við Mývatn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Ómar.

Tók nú þátt í táknrænum mótmælum á Austurvelli í dag þar sem ég mótmælti þöggun um kvótakerfi sjávarútvegs með sjóhatt og límband fyrir munninum.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.1.2009 kl. 00:28

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Mývatn er enginn í molli,
en margt er þar samt í volli,
með gullkálfi býr hann Golli,
sá gasalega held ég skrolli.

Þorsteinn Briem, 18.1.2009 kl. 00:32

3 Smámynd: Hörður B Hjartarson

 Gullkálfurinn - var þetta ekki Bush ? Eða Konni ?

Hörður B Hjartarson, 18.1.2009 kl. 01:44

4 identicon

Sæll Ómar. Mannkyninu / manneskjunni hefur nefnilega ekkert farið fram.

Kv. úr Húnaþingi, Valdemar Ásgeirsson.

Valdemar (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 03:02

5 Smámynd: Offari

Það eru til margar fornar setningar sem enn eru gildar.   "Sá ykkar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum" Var sagt fyrir tæpum tvöþúsund árum og gildir enn.

Offari, 18.1.2009 kl. 10:07

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já þetta var flott og táknrænt. Gullkálfurinn fékk sömu útreið og Bush fékk í Írak...

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.1.2009 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband