Flæktur í fortíð flokksins.

Það kann vel að vera að Páll Magnússon hafi viljað umbreyta Framsóknarflokknum og haft langmesta pólitíska reynslu af frambjóðendum og kunnugur innviðum Framsóknarflokksins. En á hinn bóginn er hann mest flæktur af frambjóðendunum í fortíð flokksins.

Hann hefur verið innsti koppur í búri hjá ráðamönnunum sem komu flokknum þangað sem hann er kominn nú samanber starf hans sem aðstoðarmaður ráðherra. Um stóriðju- og virkjanastefnu hans þurfti ekki að efast sem fólst í því að hleypa hér af stað þenslunni í bland við ábyrgðarlausa lýðskrumsstefnu í húsnæðislánum.

Af þessum sökum var Páll greinilega síst líklegur til þess af frambjóðendum að standa fyrir þeirri uppstokkun hjá Framsóknarflokknum sem fulltrúar á flokksþinginu vildu.

Niðurstaðan kemur raunar á óvart miðað við blinda þjónkun Framsóknarmanna hingað til við hið gamla flokkseigendavald en kannski ekki svo mikið á óvart miðað við straumana í þjóðfélaginu.


mbl.is Páll: Niðurstaðan kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fyrri hluti þessa pistils þíns er nákvæmlega það sem ég ætlaði að segja í bloggfærslu við þessa frétt og geri því þau orð að mínum. Seinni hlutinn hjá þér, um stóriðju og virkjunarstefnuna er ég algerlega ósammála þér. Það eru aðallega VG og þú og þín samtök sem eru á þeirri skoðun. Hugsandi fólk sem vill þjóðinni vel í þeim þrengingum sem framundan eru, á ekki samleið með ykkur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.1.2009 kl. 15:32

2 identicon

Það var gaman rétt í þessu að lesa um þetta formannskjör það hefur verið mikil skjálffti í talingarmönnunum og ef maður fer á visi.is má sjá frétt um það að Sigmundur hafi verið kjörinn formaður en mynd af Höskuldi er undir svo þetta hefur verið stór skjálfti.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ 

B.N. (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 15:41

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Stóriðju og virkjanastefnan myndaði grundvöll þeirrar skammsýnisstefnu græðgi og ofríkis gagnvart komandi kynslóðum sem réði ferð á flestum sviðum þjóðlífsins síðustu árin. Það er ekki hægt að greina þarna á milli að mínu viti.

Ómar Ragnarsson, 18.1.2009 kl. 15:43

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lítið Kópavogs líflaust fóstur,
larfurinn Framsóknarpóstur,
en barnanna ritarinn bestur,
var betri til reiðar en hestur.

Þorsteinn Briem, 18.1.2009 kl. 15:52

5 identicon

Og hvernig hugsar nú hugsandi fólk. Man ekki betur en að sjálfur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu í nýlegri skýrslu að skuldsöfnum og þensla hefjist einkum með Kárahnjúkavirkjun. Merkilegt hvað óvinir náttúrunnar hér á landi sjá ekkert nema álbræðslur í hverjum landsfjórðungi. Ál, ál, ál og aftur ál, annars bíður okkar ekkert nema dauðinn!

Og vinsamlegast hlífið mér við fjallagrasaútspilinu því það er orðið alveg ferlega lúið.

Helgi (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 15:52

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er það málefnalegt að kalla fólk sem vill nýta á skynsaman hátt náttúruauðlindir landsins "óvini náttúrunnar"? Og stóriðja er ekki bara ál.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.1.2009 kl. 16:27

7 identicon

Gunnar hefur þú ekkert lært á atburðum síðustu mánaða?

Hversu hrokafullur þarf maður að vera til að stara á rústirnar og segja við sjálfan sig helv. gott hjá okkur hugsandi fólki! Þú slærð um þig  orðum eins og "skynsaman hátt" "skynsamt fólk" o.s.fr. þó svo að staðreyndirnar blasi við. Ef þið eruð hinir skynsömu má ég þá biðja um smá heimsku. Það er einfalt að hafa endaskipti á orðum-alveg geðveikt gott ekki satt!!

Jón Baldur Hlíðberg (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 17:24

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það verður gaman að sjá hvernig VG höndlar ríkisstjórn eftir næstu kosningar. Það mun taka 30-40 ár að fólk láti blekkjast aftur af þeim hugsunarhætti sem þar ríkir. Eða svo segir sagan a.m.k.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.1.2009 kl. 17:28

9 Smámynd: Kristján Logason

Spillingar öflin eru hrædd. Nú skýst fram á sjónarsviðið hver bloggarinn á fætur öðrum og reynir eftir fremsta megni (á undur heimskann hátt) að sannfæra væntanlega kjósendur um að þeir sem hér réðu ríkjum hefðu haft rét fyrir sér. Meira að segja alþjóða gjaldeyrissjóðurinn sér hversu illa við höfum farið með náttúruauðæfi þessa lands og ekki kalla þeir allt ömmu sína í þeim efnum.

Og svo til að hnykkja á því hversu heimurinn getur orðið vondur velja þeir a hnýta í VG eins og hægt er með gamalkunnri tuggu. Nú er mál að linni. Það getur ekkert orðið verra heldur en ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokk innanborðs. Það sanna dæmin.

Menn eru hins vegar svo hræddir um valdastöðu sína að allt skal reynt svo ekki sannist að allir aðrir en Sjálfstæðisflokkur eru betur til þess fallnir að stjórna landinu.

Megi svo verða

Kristján Logason, 18.1.2009 kl. 17:58

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég get ekki séð neina skynsemi í því að gera heimsundrið Gjástykki að iðnaðarsvæði fyrir ígildi sjö starfa í verksmiðju í 70 kílómetra fjarlægð í stað þess að nýta okkur reynslu fólks í Yellowstone og víðar sem býr til margfalt fleiri störf á staðnum vegna verðmætanna sem felast í einstæðri, ósnortinni náttúru.

Ómar Ragnarsson, 18.1.2009 kl. 18:00

11 identicon

Ég er einn af þessum  stóriðjusinnum og skammast mín ekki fyrir það.

Ég er líka náttúruverndarsinni og tel að það sé alveg hægt að virkja og

reisa álver í sátt við náttúruna.Sjáið t.d Úlfljótsvatn sem varð til að stórum hluta

vegna virkjunar.Viljum við hleypa úr því.Öllt þessi græðgisvæðing byrjaði löngu áður en

ákvörðun um kárahnjúkavirkjun og álver á reyðarfirði hófst.Hvar varst þú Ómar þegar

sægreyfarnir svokölluðu lhófu að leggja landsbyggðina í rúst?

Björn Birgisson (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 18:07

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er enginn að tala um að hleypa úr Úlfljótsvatnni, enda var vatnið til fyrir virkjun. Viirkjanirnar í Soginu eru sjálfbærar og hreinar, - þar myndast ekkert aurset sem fyllir upp heilan dal eins og við Kárahnjúka, hvað þá að ám sé veitt úr farvegum sínum, sköpuð vandamál leirstorma og gróðureyðingar, eyðilögð einstæð náttúruverðmæti og þurrkaðir upp tugir fossa, nokkrir þeirra á hæð við Gullfoss.

Ómar Ragnarsson, 18.1.2009 kl. 18:22

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þú spyrð hvar ég hafi verið í upphafi kvótamálsins. Það skal ég segja þér. Þá var ég fréttamaður hjá Sjónvarpinu og fó meðal annars í Kaffivagninum 1986 og talaði við sjómann sem fyrstu manna kvað upp úr með skaðsemi kvótakerfisins hvað snerti brottkast.

Viðtalið kom óstytt í þættinum "Á líðandi stundu" og einnig í styttri útgáfu í fréttum.

Það var tímamótaviðtal í þessu máli, rétt eins og brottkastmyndir Magnúsar Þórs 15 árum síðar en í millitíðinni var ekki hægt að staðfesta neitt um þetta stóra mál því að afleiðingar þess að kjafta frá blöstu strax við 1986. Sá sem talaði við mig þá var rekinn morguninn eftir.

Ég miðlaði upplýsingum og mismunandi skoðunun um kvótamálið ásamt mörgum öðrum kollegum mínum en vegna þess að ég var sá eini sem kafaði ofan í virkjanamálin og sýndi myndir frá virkjanasvæðum vakti það meiri athygli.

Ómar Ragnarsson, 18.1.2009 kl. 21:27

14 identicon

besta að ferðin til að mæla brottkast er að mæla stofnstærð fýlsins hann lyfir á brottkasti

bpm (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband