Sumir eru jafnari en aðrir.

Í hreinustu útgáfum kommúnisans og kapítalismans, blóðrauðum annars vegar og heiðbláum hins vegar, er grunntónninn: Allir skulu vera jafnir.

Í kommúnismanum kom fljótlega í ljós að "alræði öreiganna" fólst í alræði nýrrar yfirstéttar flokkseigendanna og alræði eins manns á endanum. Þessi nómenklatúra fitnaði á forréttindum sínum á sama tíma og milljónum mannslífa var fórnað og þjóðin lifði við kúgun.

Þeir sem voru jafnari en aðrir brunuðu á sérsmíðuðum limmum eftir sérstökum akreinum og lifðu í vellystingum í stórum sumarhúsum. Þeir gátu höndlað með verðmæti þjóðarinnar að vild sinni.

Í hinum helbláa kapítalisma heitir það að allir hafi jöfn tækifæri til að láta ameríska drauminn rætast. Allt á að fara best þegar hver einstaklingur tekur áhættuna af gerðum sínum og stendur eða fellur með ákvörðunum sínum.

En sumir hafa reynst jafnari en aðrir. Nú kemur í ljós að sumir þurftu ekki að taka neina áhættu og þegar hætta steðjaði að gátu þeir fundið út úr því leið sem færði þeim aukin auðæfi. Þeir gátu spilað þannig úr spilum sínum að annað hvort stórgræddu þeir eða veltu öllu tapinu yfir á aðra.

Vilhjálmur Bjarnason kallaði þetta "bankarán innan frá" í Kastljósi í gærkvöldi.

Flugstjórinn á Airbus þotunni sem nauðlenti á Hudson-ánni fór síðastur frá borði. Í hans sporum hefðu hinir ósnertanlegu íslensku fjármálasnillingar skotið sér strax út í fallhlíf og látið hina um borð um að taka á sig skellinn.


mbl.is Milljarðalán án áhættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Mikið get ég varið samála þér núna. Fagurgalar komunismans og kapitalismans voru eyðilagðir með valdagræðgini.  Þaverða því miður alltaf til niðurrifs menn sem leita sér að smugum til að græða og ná völdum. Ég get ekki séð að til sé leið til að stöðva græðgispestina. Vonandi finnur Islensk erfagreining græðgisgenið í okkur og þar með lækningu við þessum skaðlega galla á mannskepnunni.

Offari, 20.1.2009 kl. 11:19

2 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Vel mælt Ómar.

Sem sjálfstæðismaður til margra ára hef ég horft á eftir flokknum mínum til annars sólkerfis. Á meðan sat ég eftir með vasaklút,veifandi með hugsjónina eina eftir. 

Enda ástandið farið að minna á kommúnisma í sinni brengluðustu og verstu mynd.

Ragnar Þór Ingólfsson, 20.1.2009 kl. 11:51

3 Smámynd: Hjalti Tómasson

Ég held Ómar, að það sem þú ert að lýsa hér sé ekkert annað en eðli mannskepnunnar.

Það er í eðli okkar að skara eld að eigin köku þ.e. búa eins vel í haginn fyrir okkur sjálf og okkur er framast unnt. Þar skiptir engu máli hvað kerfið heitir sem við búum við.

Við þurfum ekkert að vera hissa eða hneyksluð á því þó fólk, sem til þess hefur aðstöðu, noti sér hana. Leiðin til að koma í veg fyrir þetta er að taka þetta eðli okkar með í reikninginn þegar leikreglurnar eru settar. Það er kannski til of mikils ætlast að það fólk sem er á valdastóli hverju sinni taki frumkvæði í að setja reglur sem hindra það í að ota sínum tota og þetta er líklega ástæðan fyrir því að þeir sem upphugsuðu lýðræðið á sínum tíma lögðu svo mikla áherslu á aðskilnað löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds.

Á það skortir hér á landi ( og kannski víðar ) og þar með sitjum við í súpunni, ábyrgðarlausa ríkisstjórn, áhrifalaust alþingi og einræði ( fyrirgefið, ég ætlaði að segja ráðherraræði ) sem virðist hvergi þurfa að standa ábyrgt gjörða sinna

Hjalti Tómasson, 20.1.2009 kl. 12:52

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kommi með stórt kapítal,
í Kína hann á ekkert val,
skarfurinn hylla þar skal,
og skíta í sitt Haardegral.

Þorsteinn Briem, 20.1.2009 kl. 15:19

5 identicon

Reykjavík Síðdegis spyr: 

Ef gengið yrði til alþingiskosninga nú, hvaða flokk myndirðu kjósa?

Framsóknarflokkinn
Frjálslynda flokkinn
Samfylkinguna
Sjálfstæðisflokkinn
Vinstri græna
Óákveðin(n)
Skila auðu

Á visir.is er skoðunarkönnun á vegum Bylgjunar.

Ómar afhverju er ekki Íslandshreyfingin með þar á bæ eru þeir að reyna að vernda gömlu fjórflokkanna? Ef svo er afhverju?

Vita þeir kannski ekki á Bylgjunni að kjósendur munu ekki láta fjölmiðlanna ráða för og leyfa þeim að stýra umræðunni í næstu kosningum þegar Nýja Ísland verður hafið yfir það gamla?

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ 

B.N. (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 16:46

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undanfarna áratugi hefur skríll með dólgshætti og glæpum "stjórnað" landinu.

Þorsteinn Briem, 20.1.2009 kl. 17:02

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála þér í þetta sinn Ómar

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.1.2009 kl. 17:05

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Baldvin, - þetta er ekki í fyrsta sinn sem þöggun er í gangi gagnvart Íslandshreyfingunni. Í fjölmiðlum um daginn var sérstaklega sagt frá því að frjálslyndir hefðu aukið fylgi sitt upp í 4% en því leynt að Íslandshreyfingin fékk sama fylgi.

Í "kynningarbæklingi" um kosningarnar 2007 sleppti DV Íslandshreyfingunni, rétt eins og hún væri ekki í framboði.

Ómar Ragnarsson, 20.1.2009 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband