Arfur frá frummanninum.

Það að ríkir menn seiði til sín konur og heilli þær er eitt elsta fyrirbrigðið í mannlegu eðli og á rætur að rekja allt aftur til frummanna, apa og dýra samkvæmt rannsókn fyrir 20 árum, sem leiddi í ljós að ástæða þess að hermenn heilla konur er sú að í eðli konunnar sé tilhneiging til að halla sér að karlmönnum með vald til að verja þær og börnin.

Aldur skipti minna máli. Byssa og hermannabúningur sé tákn um vald. Svipað gildir þá væntanlega um ríka menn og fræga.

Auk þess sé þetta ráðstöfun náttúrunnar til að tryggja að þeir, sem skari fram úr, auki frekar kyn sitt en aðrir.

Enn ein rannsóknin hefur leitt í svipað í ljós, sem sé að karlar sem njóta velgengni séu ákafari í ástamálum og kynlífi en aðrir.

Svo aftur sé vikið að fyrstnefndu rannsókninn,i sem var aðalgrein Time hér um árið, útskýrði hún "gráa fiðringinn" hjá karlmönnum. Karlmaðurin sækist nefnilega eftir konu sem er ung og hraust og því líklegri til að ala af sér hraust börn og annast þau en eldri konur.


mbl.is Ríkir menn betri í rúminu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

jæja já :)  

Óskar Þorkelsson, 19.1.2009 kl. 19:35

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Moðhausaflokki misklíð,
í miðjumoð fæddur Davíð,
eyrnastór Birkir og óblíð,
hún Eygló ekkert smáfríð.

Þorsteinn Briem, 19.1.2009 kl. 19:37

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hjá Ragnari kúrði hún Ranka,
því ríflegan hlut átti í banka,
oft hrikalega hjá honum fékk,
háan Landsbankagúmmítékk.

Þorsteinn Briem, 19.1.2009 kl. 20:35

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvað svo sem gæti verið til í þessu, þá held ég persónulega að það snúist þá e.t.v. meira um völd þegar öllu er á botninn hvolft. En völd er hinsvegar gjarnan hægt að kaupa fyrir peninga, að vissu marki. Ætli sá gamli hafi ekki bara hitt naglann á hausinn:

  "Power is the ultimate aphrodisiac." - Henry Kissinger

Guðmundur Ásgeirsson, 19.1.2009 kl. 21:51

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég átti raunar við það hugtakið vald. Peningar skapa vald í hugum manna, og það sem skapar þessi völd geta verið eignir, áhrif, vopn, velgengni, fylgismenn, líkamsburðir. Sá karlmaður sem hefur eitt eða fleira af þessu til að bera fellur undir skilgreininguna.

Ómar Ragnarsson, 19.1.2009 kl. 23:25

6 identicon

Því er oft haldið fram að eitt bæti annað upp. Það er vísindalega sannað að fólk með litla greind allt að því enga greind hafi mikinn áhuga á kynlífi. Má því segja að gáfur dragi úr löngun til þess að vera bólfimur er ekki nóg að afhenda búnt af seðlum við útidyrnar ef óvelkominn vilji riðjast inn heldur dugir ekki það vald eitt heldur þarf einstaklingurinn að vera ákveðið heimskur. Nú er illt að velja. Þeir bólfimustu minna mig alltaf á myndina sem prýddi umslag Leonard Cohen en þar er maður á hnjánum fyrir framan konu og spennir greipar og segir,, Gerðu það fyrir mig,gerðu það fyrir mig að leyfa mér að sofa hjá þér''Ég segi að betra er minna ef fórnirnar eru slíkar.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 23:49

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lá þar með sinn litla vin,
lauslega hann gaf í skyn,
komast nú vildi í kvenkyn,
karlinn er þar enn Baldvin.

Þorsteinn Briem, 20.1.2009 kl. 00:07

8 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

"""""Auk þess sé þetta ráðstöfun náttúrunnar til að tryggja að þeir, sem skari fram úr, auki frekar kyn sitt en aðrir"""""

"Að skara fram úr" er að mínu mati EKKI að eiga mikið af peningum.  EN, eins og einhver sagði:  Það er ekki hægt að kaupa hamingjuna fyrir peninga, en þeir gera óhamingjuna vissulega léttbærari :)

Katrín Linda Óskarsdóttir, 20.1.2009 kl. 00:48

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kveðst ei fyrir karlrembusvín,
kviðina vill mjúka og smágrín,
undur heit kemur upp í til mín,
hún undirleit og feimin Katrín.

Þorsteinn Briem, 20.1.2009 kl. 01:53

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er undantekningin sem sannar regluna.... er fátækur, í skítugum hlýrabol og með bjórvömb.

Ég sá athugasemd á öðru bloggi um þessa frétt: "Vita þeir ekki að kynlíf er samvinnuverkefni...."

Þá smíðaði ég eftirfarandi hugleiðingu:

  • Framsóknarmaðurinn: Fullnæging er samvinnuverkefni
  • Sjálfstæðismaðurinn:  Ég fullnægi minni konu hjálparlaust, einn og óstuddur. Fullnæging fæst best með einkaframtaki!
  • Samfylkingingarkonan: Jafnt skal yfir báða ganga. Ef ég fæ ekki fullnægingu, þá fær hann ekki fullnægingu!
  • Vinstri grænn: Sérhver fullnæging skal sköffuð af ríkinu. Sérstök fullnægingareftirlitsnefnd úthlutar þeim.
  • Frjálslyndir: Fullnægingarkvóta skal útdeild til dreifðra byggða. Fullnæging skal vera óframseljanleg.

 Ómar, hvernig er þetta hjá Íslandshreyfingunni?

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.1.2009 kl. 01:55

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Annars segir Samfylkingarkonan sennilega frekar; Jafnt skal yfir alla ganga. Ef ég fæ ekki fullnægingu, þá fær engin fullnægingu!

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.1.2009 kl. 01:58

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómars flokkur er þarfaþing,
þrusu þar stuð og full sving,
þar sitja allir saman í hring,
sjálfbær ætíð þar fullnæging ...

og heitir nú Íslandshreyfing.

Þorsteinn Briem, 20.1.2009 kl. 02:21

13 identicon

Sæll Ómar ! Ég man enn þann dag þegar þú komst á þínum " Prinz " og sóttir Helgu, þú tókst hana frá okkur, tókst hana frá Patró. en það er að sjálfsögðu löngu fyrirgefið, enda vitum við það að þú hefur farið mjög vel með hana, annað væri landráð. Ekki varstu ríkur eða frægur þegar þú stalst Helgu frá okkur, en farðu alltaf vel með hana því við eigum hana líka. Fréttamaðurinn, dóttir þín, sagði um daginn að hún væri Reykvingur í húð og hár, í Guðanna bænum leiðréttu þennan misskilning og gerðu henni skiljanlegt að hún sé komin af galdramönnum og sauðaþjófum eins og ég. Og að hún sé VESTFIRÐINGUR eins og við

Kristján Arnar Helgason (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 02:23

14 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ég hélt reyndar að þetta væru gömul vísindi... og sannindi....

Eiður Ragnarsson, 20.1.2009 kl. 02:53

15 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Nr. 9:

Svínin sætu vil ég víst. Sjaldan sem að annað býðst. Fótakul, frost og hrím, fuðrar upp hjá Steina Brím (ie).

Katrín Linda Óskarsdóttir, 20.1.2009 kl. 03:06

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Er karlinn Ómar kom á Patró,
kvenkostur æði mikill þar bjó,
lítinn fékk þar laglega Helga,
loksins þar Prinz að umfelga.

Þorsteinn Briem, 20.1.2009 kl. 03:12

17 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ég held að þetta dæmi sanni fyllyrðingar Ómars. 

"He ruled from 1672 to 1727 succeeding his half-brother Moulay Al-Rashid who died after a fall from his horse. The then twenty-six year old Moulay Ismail inherited a country weakened by internal tribal wars and royal successions. The Alaouite sultan is said to be the father of 888 children through a harem of 500 women."

"

Moulay Ismail is also known as a fearsome ruler.[4] Moulay Ismail used at least 25,000 slaves for the construction of his capital.[citation needed] His Christian slaves were often used as bargaining counters with the European powers, selling them back their captured subjects for inflated sums or for rich gifts. Most of his slaves were obtained by Barbary pirates in raids on Western Europe.[5] Over 16,000 men from sub-Saharan Africa served in his elite Black Guard. By the time of Ismail's death, the guard had grown tenfold, the largest in Moroccan history."

http://en.wikipedia.org/wiki/Ismail_Ibn_Sharif

Hörður Þórðarson, 20.1.2009 kl. 03:37

18 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hættulegt umræðuefni

:)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 20.1.2009 kl. 08:17

19 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Ómari er gjarnt að kalla tímann til vitnis um ágæti skoðana sinna. Fyrst var það auðvitað baráttan um málstað náttúrunnar og atburðirnir við Kárahnjúka, síðan kynni af stjórnmálamönnum um miðja síðustu öld, hagstjórn Roosevelts, þá Fjölnismenn og rómantíkerar 19. aldar og að síðustu átök Breta og nýlendubúa í Norður Ameríku á 18. öld. Nú hefur hann sem sagt kallað fornöldina til vitnis og sér til hjálpar í vangaveltum um kynlífið og eftirvæntingin vex.

Hvar ber hann niður næst? Á Júratímabilinu?

Sigurbjörn Sveinsson, 20.1.2009 kl. 09:48

20 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hörður Þórðarson (#17), það sem þú lýsir er hópnauðgun þrælahaldara og hryðjuverkahöfðingja. Súltaninn þinn telst því ekki til ríkra manna, og það varla til manna.

Annars er þetta aðeins að hluta til rétt hjá sultan Ómari. Konu heillast kannski af aurum, stórum byssum, medalíum og jakkasettum - halda karlmenn, en þær heillast mest af fyndnum og greindum mönnum - ekki satt Ómar? Þeir lifa frekar af en þeir sem alltaf eru með sexhleypuna uppi og buxurnar niðri.

Katrín Linda, segir þetta eiginlega fyrir kynsystur sínar.

kveðjur

Vilhjálmur "fátæki"

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.1.2009 kl. 10:25

21 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Íslandshreyfingin: Fullnæging skal fram fengin, hrein og ómenguð og án allra hjálpartækja

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.1.2009 kl. 10:44

22 identicon

Nátturuval á varla við mannkynið lengur, það er amk orðið verulega afskræmt... svo eru ríkir menn ekki endilega framúrskarandi efni til undaneldis, amk ekki þeir íslensku sem lifðu á lygum um eigið ágæti

Talandi um þetta, ég tel einmitt að guð sé svona tilbúinn alpha male, þegar mannkynið fékk meiri vitsmuni þá urðu valdhafar að búa til alpha male sem var yfir gagnrýni hafin... og svo umboðsmenn í kringum hann :)

DoctorE (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 10:48

23 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Kjartan Pétur telur umræðuefnið hættulegt og Sigurbjörn Sveinsson finnst kannski fráleitt að leita fanga til frummannsins þegar kafa skal ofan í hegðun nútímamannsins.

Ég er nú bara að vitna í nokkrar rannsóknir vísindamanna sem Guðmundur J. hefði á sínum tíma áreiðanalega spaugað með, sem sé það, að stundum þurfi dýrar og viðamiklar kannanir og vísindarannsóknir til að varpa ljósi á það sem lengi hafi legið í augum uppi.

Ómar Ragnarsson, 20.1.2009 kl. 11:11

24 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Afsakið innsláttarvillu, - auðvitað á að standa í efstu línu síðustu athugasemdnar: "...og Sigurbirni Sveinssyni..."

Ómar Ragnarsson, 20.1.2009 kl. 11:12

25 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Jæja! Til allrar guðs lukku var það Jakinn en ekki Júratíminn.

Sigurbjörn Sveinsson, 20.1.2009 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband