20.1.2009 | 19:13
I can get no satisfaction.
Ofangreint er nafn á stöku í tilefni af aðgerðum, sem ráðgerðar voru á Suðurland vegna fjárnáms 370 manna:
Óttinn vex nú út af margri skuldinni
og menn gráta í kór
því lítinn kall í lúðrasveitarbúningi
langar að verða stór.
P.S. Þriðja hendingin í þessari stöku eru fengin að láni úr orðasarpi Sigurjóns Jónssonar hagyrðings fyrir austan og vona ég að hann sé sáttur við það.
Athugasemdir
Lítill er sýslumanns lúður,
löglegt þó allt hans klúður,
en snaróður er sá snúður,
í sveitinni nú lemur á rúður.
Þorsteinn Briem, 20.1.2009 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.