Vafasamt upphaf aðgerða.

Ég var staddur í hinum mjóa sundi bak við þinghúsið þar sem piparúða var fyrst beitt og tók af því myndir sem ég vonast til að geta sýnt. Ég stóð skáhallt utan á girðingunni að garðinum, hélt mér í stólpa með hægri hendi en tók kvikmynd með þeirri vinstri með því að beina vélinni eins hátt á loft og ég gat.

Þessi staður er ólíkur alþingisgarðinum að því leyti að hann hlýtur ótvírætt að falla undir hugtakið almannafæri. Þangað liggur inn framhald af gangstéttinni við húsið og ég tel mig og aðra sem ég þekkti þarna og hafa aldrei beitt ofbeldi af neinu tagi, hafa verið í fullum rétti til að standa þarna.

Ef lögreglan hefur talið það óæskilegt að mótmælendur færu inn þetta sund hefði hún átt að loka því fyrirfram. Það var ekki gert og þá virðist hafa verið tekin sú ákvörðun að senda lið þarna inn, kannski vegna þess hve nálægt fólk var þá komið glerklædda tengiganginum milli húsanna.

Sveit brynjaðra lögreglumanna kom því og það var ekki meira "ofbeldi" hjá mótmælendum en það að þeir komust greiðlega inn í botn sundins og mynduðu þar varnargarð.

Þá gerðist það að smám saman að mannþröngin, en þó einkum fremsti hluti hennar, þrýsti lögreglumannahópnum smám saman inn í botn sundsins.

Hugsanlega hefur lögreglumönnum talið sér ógnað, því að einn þeirra sem virtist vera yfirmaður, ræddi eitthvað við þá sem ekki heyrðist vegna hávaðans.

Af sjónarhóli lögreglumanna hefur þeim kannski verið svipað í brjósti og dýri eða hnefaleikara, sem hefur verið króaður af úti í horni.

En síðan virtist sem sú vitneskja breiddist út eftir sundinu að aukin hætta væri á gasárás því fólk byrjaði að færa sig út úr sundinu og lögreglumannahópurinn gat gengið áfram og tekið sér sömu stöðu og í upphafi.

Á mynd minni sést það vel að fólk var orðið tiltölulega dreift í sundinu og hélt uppi höndunum til merkis um að það ætlaði sér ekki að sækja fram.

Satt að segja hélt ég að þarna væri komin pattstaða sem kallaði ekki á notkun piparúða. En sóttu lögreglumenn skyndilega fram og beittu úðanum af miklu afli, úðuðu á myndatökumenn og hvað sem fyrir varð.

Þetta fannst mér ákaflega misráðin aðgerð vegna þess að lögreglan var með jafnlanga víglínu fremst í sundinu og hún hafði haft innst í því.

Ég tek fram að lögreglumenn eru bara þverskurður af þjóðfélaginu og langflestir þeirra sýna yfirvegun og stillingu við erfiðar aðstæður.

En þeim er enginn greiði gerður með því að gerð séu mistök á borð við þau sem sjást á mynd minni án þess að þau séu krufin til mergjar.

Myndskeiðið sem ég hef undir höndum sýnir hvernig beiting piparúðans hófst. Upphaf slíkra aðgerða, einkum þegar hún er misráðin, reitir fólk mjög til reiði og gerir ástandi verra.

Á það hefur skort að kryfja svona atburði til mergjar. Þingnefnd kallaði til sig talsmenn aðila frá átökunum við Rauðavatn í fyrra og notaði að því leyti rannsóknaraðferðir 19. aldar við að kanna þau í stað þess að nota fjölda kvikmynda sem teknar voru af atburðum með tækni 21. aldar.

Fyrir


mbl.is Kveikt í rusli við þinghúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Enda naut ég þess að standa á bakvið hann og flauta í takt við trommuleikinn. Hugmyndin að hávaðamótmælum var frábær.

Næst ætti mannfjöldinn að setjast niður í kringum þinghúsið og slá taktinn sitjandi og sjá til hvort þeir beita piparúðanum eins og þeir gerðu í byrjuninni á látunum í dag.

Aðeins myndatökumenn mættu standa og taka myndir og hefðu miklu betri aðstöðu til þess en gáfust í dag.

Ómar Ragnarsson, 20.1.2009 kl. 20:29

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég spái áframhaldandi mótmælum á morgunn !  Ég mæti strax eftir vinnu.. kl 1600

Óskar Þorkelsson, 20.1.2009 kl. 20:29

3 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Góð hugmyndin um sitjandi mótmæli, lögreglan hugsar sig kannski frekar tvisvar um áður en hún beitir sitjandi fólk ofbeldi.

Georg P Sveinbjörnsson, 20.1.2009 kl. 20:38

4 identicon

Ég spái því nú að þetta haldi áfram langt fram á nótt, ég held að það séu allir enn fastir þarna inni nema Geir H. Harde & einhver kerling sem ég man því miður ekki hvað heitir.

Það var einhver raftur með bjór í hendi og bálköst í annari sem startaði þessu báli.

Því miður var mjög mikið um fávitaskap þarna eins og einhverjir á þrítugsaldri að kasta steinum

Andri Ólafs (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 20:40

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessum myndum verður þú að koma á framfæri sem fyrst!

Guðmundur Ásgeirsson, 20.1.2009 kl. 20:40

6 identicon

Vill taka það fram að þetta var um kvöldið sem þetta steinkast var, ég sá ekkert steinkast um hádegisleitið

Andri Ólafs (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 20:42

7 Smámynd: Heidi Strand

Rétt lýsing hjá þér, Ómar, ég varð vitni að þessu öllu.
Stóð með mina kúabjöllu og komst naumlega frá piparúðanum.

Heidi Strand, 20.1.2009 kl. 20:44

8 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Það er gott að þú varst þarna Ómar. Allir þurfa að njóta sannmælis, lögreglan jafnt og mótmælendur. Það er spurning hvort lögreglan sé ekki bara óþörf við svona mótmæli. Mér sýnist þetta fólk ekki líklegt til stóræða nema því sé gefið tilefni til. Látum á það reyna.

Sigurbjörn Sveinsson, 20.1.2009 kl. 20:45

9 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ómar, ég hélt að þú hefðir ekki sloppið við úðann?

Ævar Rafn Kjartansson, 20.1.2009 kl. 20:50

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sjálfur var eg þarna með skilti: Mjóu bökin bera nóg! Var einnig að taka nokkrar myndir og mátti prýsa mig sælan að hafa ekki fengið þennan óþverra framan í mig. Lögreglumennirnir beittu þessu gasvopni sínu allt of frjálslega og án þess að vara nokkurn við. Stefán Eiríksson sagði í Kastljósi að rúða hefði brotnað og það hafi verið tilefnið til þessarar útrásar. Þetta kemur ekki heim ogsaman við fréttir en þar kemur hvergi fram að rúður hafi brotnað öðru nær: tekið er sérstaklega fram að engin rúða hafi brotnað!

Svona er þetta. En mér fannst fróðlegt að ræða við eldri lögreglumennina, þeim þótti þessi staða öllvandræðaleg. Margir þeirra eru í sömu sporum og við, eru að sligast undan skuldum og vandræðum sem braskaranir ollu. Þeir eru bara í vinnunni og vilja gjarnan komast sem friðsamlegast frá þessu. En það er Víkingasveitin sem þarf kannski að aga og þjálfa betur, sérstaklega undir þessum kringumstæðum. Þeir voru ekki í þeirri aðstöðu að vera ógnað af neinu tagi. Eina atvikið í þá átt var að húfa eins lögregluþjónsins var fiskuð af honum og fleygt inn í hópinn sem sennilega einhver hirti. Var þetta raunverulega tilefnið? Einn húfuræfill kostar kannski 500 kall og það er ekki réttlætanlegt að koma tugum manns í hættu vegna þessa varhugaverða piparúða. Í framhaldi af þessu hófust handtökur, kannski voru þær óþarfar því ekki á að magna deilu meir en hún er þegar orðin.

En vonandi áttar þessi guðs volaða ríkisstjórn sig á staðreyndum málsins, hún þarf að gera eitthvað en allrabest væri að hún segði af sér og væri fljót að því! Meðan ólgan eykst og hún getur vart annað en aukist, þá er ríkisstjórnin ekki að efla heldur traustið á aðgerðaleysi sínu.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 20.1.2009 kl. 21:32

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eins og ég lýsti hékk ég á hægri hendinni utan á veggnum. Þegar piparúðaútrásin hófst varð ég að sleppa takinu og stökkva niður og við það beindist myndvélarlinsan niður í jörðina eins og vel sést á myndinni.

Síðan var bara að forða sér. Piparúðanum virðist oft vera beint stjórnlítið eins og marka má af því að myndatökumenn voru "gasaðir" og sést hafa myndir af því hvernig sprautað er gasi þegar ráðist er aftan að fólki á flótta.

Ómar Ragnarsson, 20.1.2009 kl. 21:35

12 identicon

Og hvar eru svo myndirnar Ómar?

Þórður Möller (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 22:20

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er með þær hjá mér og bíð eftir því hvort þær verði notaðar í sjónvarpi þannig að af þeim fáist not sem heimild. Ef það verður ekki finn ég leið til að sýna þær.

Ómar Ragnarsson, 20.1.2009 kl. 23:00

14 Smámynd: Ólafur Tryggvason

Ég rölti þarna við þar sem ég vinn í nágrenninu, stóð álegndar og fylgdist með.

Mér er það óskiljanlegt hvað þarna var stór hópur fólks sem beitti sér sérstaklega gegn lögreglunni, ég tek það fram að ég var þarna fyrst á ferðinni um kl 14:00. hótunum og óhróðri úðað yfir lögreglumenn og þeir grýttir nánast hverju því lauslega sem á vegi varð.

Fyrst þegar ég kom á svæði fannst mér þessi mótmæli mögnuð þar sem allur þessi fjöldi var með ýmiskonar ´"hávaðatól" sem greinilega komu málstaðnum kröftuglega á framfæri. En inn á milli var stór hópur fólks sem greinilega var bara á svæðinu til að stofna til illinda og sá hópur var greinileg mun stærri þegar ég átti leið hjá aftur seinnipart dags.

Af hverju sætta þessir góðu mótmælendur sig við það að næsti maður gangi fram með ofbeldi? Ef þú ræðst gegn lögreglu með ofbeldi á hún engan annan kost en að taka á ástandinu með hörku. Þetta er ekkert flókið.

Ólafur Tryggvason, 20.1.2009 kl. 23:15

15 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ég talaði við einn lögregluþjón sem ég þekki og hef áður sagt að Geir Jón sé ein af hetjum mótmælanna en þessi lögregluþjónn sagði mér ýmislegt. Höfum á hreinu þrátt fyrir að sumar aðgerðir þeirra hafi verið umdeilanlegar að þeir starfa fyrir ríkisvaldið. Eru skuldbundnir til að verja þennan viðbjóð sem við viljum losa okkur við. En gerum aldrei lögregluna að andliti þess sem við erum að mótmæla. Við erum að mótmæla vanhæfri ríkisstjórn. Ekki lögreglu landsins. Lögreglan er partur af okkur. Ef hún gengur ekki til liðs við okkur eigum við að sýna henni samúð. Ekki ráðast á hana. Þetta er sama fólkið og við. Jafn gjaldþrota. Jafn ráðvillt. Komum ráðleysisherrunum frá en látum löggugreyin í fri'i.

Ævar Rafn Kjartansson, 20.1.2009 kl. 23:16

16 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Hótanir og óhróður" eru særandi en geta ekki talist ofbeldi sem beita þurfi piparúða gegn. Á þeim tíma og við þær aðstæður sem ég tók myndirnar fyrrgreindu var ekki farið að brjóta neinar rúður, mannfjöldinn í sundinu hafði aflétt þrýstingi og færst til baka og orðið gott bil á milli manna, lögreglan var komin í upphafsstöðu sína þar eins og ég greini frá hér að ofan.

Ég get ekki dæmt um það sem fram fór annars staðar eftir þennan atburð, allra síst þegar leið á daginn því ég fór snemma af vettvangi.

VIsa til orða minna um lögreglumenn almennt sem hluta af okkur og mætustu menn sem eiga að sinna ákveðnum skyldum fyrir okkur.

Set hins vegar spurningarmerki við aðgerðir víkingasveitarmanna í sundinu sem hleyptu illu blóði í marga sem þar voru, og urðu upphaf aukinnar hörku og æsings.

Ómar Ragnarsson, 20.1.2009 kl. 23:47

17 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég var að koma af Austurvelli, lágmark 2000 manns þarna rétt fyrir miðnætti og gífurleg og góð stemning. Þetta mun standa framundir morgunn :)

Byltingin er hafinn

Óskar Þorkelsson, 21.1.2009 kl. 00:05

18 identicon

Sæll Ómar. Ég var þarna á svipuðum stað og þú varst þegar ósköpin dundu yfir, algerlega óþarfi hjá lögrelgunni að fara með þessu offorsi

Atli Jóhann Guðbjörnsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 00:12

19 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ekki var ég á Austurvelli og það litla sem ég sá af þessu vara af myndum á Mbl.is.  Mér finnst fólk vera að skeita skapi sínu í of ríkum mæli á Lögreglunni, þau eru jú bara mannleg rétt eins og við og það þarf sterk beim til að þola skyárásir og svívirðingar í marga klukkutíma. 

Eins og mannlegt er þá brestur einhverjum þolinmæðin og þeir beita þeim meðölum sem þeir hafa, þó að það sé kanski ekki rétt, þá er það bara einfaldlega það sem gerist. 

Á myndbandi sem að ég sá einnig á Mbl.is voru mótmælendur að ögra lögreglumönnum með látbragði og orðum, en ekki brugðust þeir við þar, því sennilega var það í byrjun þessara láta sem að sú ögrun átti sér stað.

Setjum okkur í spor þessara manna sem þarna eru að vinna sína vínnu sem þier voru ráðnir til að vinna.

Mótmælendur öskrandi og ögrandi fyrir framan okkur slettandi skyri og einhverju öðru á okkur, þetta gengur fínt fyrstu klukkustundirnar við látum þetta sem vind um eyru þjóta, en svo kemur að því að einhverjum brestur þolinmæðin, hann kanski gerir ekki neitt annað en að ýta rólega við viðkomandi mótmælanda sem fellur við.

Þá springur púðurtunnan og allt verður kolvitlaust, æstir mótmælendur og niðurlægðir lögreglumenn lenda í hár saman og beita þeim meðölum sem þeir eiga, piparúða og grjóti.

Þegar mótmæli eru á annan veg en sitjandi íkyrrþei eða með öðrum slíkum aðferðum þá endar þetta bara á einn veg, því miður....

Eiður Ragnarsson, 21.1.2009 kl. 05:35

20 Smámynd: Offari

Þakka þér fyrir þáttökuna kæri Ómar.  Vonandi verður björgunaraðgerðum haldið áfram.

Offari, 21.1.2009 kl. 08:47

21 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst miður að sjá þegar lögreglan beitir eiturefnunum jafnfrjalslega og sjá mátti af myndum. Einnig finnst mér ekki rétt að niðurlægja lögreglumenn með því að kasta einhverju að þeim, hvort sem er skyr, bananahýði eða grjót.

Við verðum að gera okkur grein fyrir því að lögreglumenn eru fólk eins og við. Þeir eiga margir hverjir í sömu sporum og flest okkar, eiga í erfiðleikum vegna aukinnar dýrtíðar, hárra okurvaxta Seðlabankans og jafnvel eignamissis vegna þess að sparifé hefur rýrnað mjög mikið hvort sem er á einhverjum hávaxtareikningum eða hlutabréfum. Eina sem lögreglumenn þurfa sennilega ekki að óttast umfram aðra er atvinnuleysi ef ólgan heldur áfram.

Við þurfum nýtt Ísland,nýtt lýðveldi og nýja nútímalega stjórnarskrá í stað þess gamla. Kannski við ættum að hefja nú þegar undirskriftasöfnun þarsem við hvetjum ríkisstjórnina að rjúfa þing og efna til nýrra þingkosninga ekki síðar en um Hvítasunnu. Og auðvitað höldum við áfram mótmælum en í guðanna bænum skulum við vera friðsöm þó nauðsynlegt sé að sýna að með okkur býr einnig annað eðli að vilja sýna að við getum verið grimm eins og villidýr rétt eins og „Víkingasveitin“.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 21.1.2009 kl. 10:07

22 Smámynd: Hlédís

aHvað veit sófafólkið um ástæðuna fyrir skömmum á plast-lögguna piparúðandi?   Það óeirðalið kom með dólgshætti inn í Alþingisgarðinn um kl. 13:30 og  ruddi, t d, fólki um koll - aftan frá, að óvörum. - Undirrituð naut þess heiðurs að vera eitt af fyrst "fórnarlömbum" þessar vígvæddu garpa! Ekki þeim að þakka að runni tók af fallið.  Viðurkenni að ég reiddist og lét viðkomandi óeirðamann bæði finna það og heyra! Allt of margir þessara plastvörðu mann höguðu sér dólgslega og ullu reiði viðstaddra þarna strax í upphafi. Það er engin tilviljun að plastmenn fengu á sig ýmsar slettur í orði og verki, meðan fólk rabbaði við almenna lögreglufólkið sem engar slettur fékk á sig þá 4 klt. sem ég var þarna.       Eftir að grænt ljós var gefið á kylfu-notkun og viðvaningarnir fóru að "berja mann og annan" gjarnan í höfuðið,  valdandi, m.a., beinbrotum, var varla von á hljóðlátri stillingu "hins almenna borgara" á staðnum. Eða hvað finnst ykkur?

Hlédís, 21.1.2009 kl. 13:04

23 identicon

hér er önnur nákvæm frásögn

http://pallih.tumblr.com/

ari (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband