20.1.2009 | 21:04
Hinn frægi fundur kratanna 1979.
Í september 1979 virtist ekkert vera á seyði sem benti til stjórnarslita einmitt þá. Þingsetning nálgaðist og fólk beið eftir því í rólegheitum að það tæki til starfa. Sumarið hafði verið mjög tíðindalítið á stjórnmálasviðinu og ríkt logn miðað við óróasumarið árið áður.
Að vísu bárust af því fregnir að erfitt væri að koma fjárlögum saman en það var svo sem ekkert óvenjulegt við það.
Aðalágreiningsmál stjórnarflokkanna leysti Ólafur Jóhannesson með Ólafslögunum svonefndu nær hálfu ári fyrr og miðað við það upplausnarástand sem ríkt hafði meðal ríkisstjórnarflokkanna fram að því var ástandið í september blítt og bjart í skammrii sögu þessarar stjórnar.
Þegar Ólafur leysti úr hnútnum á útmánuðum sagði Vilmundur Gylfason borubrattur við mig í Sjónvarpsviðtali að í uppsiglingu væri "vinstri viðreisn."
Fundur var hjá Alþýðuflokksfélagi á Hótel Loftleiðum síðla í september, - man ekki í augnablikinu hvort það var kvenfélagið eða hið almenna félag, - en hvað um það, - á fundinum var skorað á ráðherra flokksins að slíta stjórnarsamstarfinu og þetta nægði til að sprengja það.
Ég man enn hve óvænt og stór bomba þetta var, en þessi fundur í höfuðvígi kratanna skaut stjórnina í tætlur á stundinni. Vegna góðra tengsla okkar á fréttastofunni inn í raðir krata gátum við keyrt á þetta strax í aukafréttum, að ekki væri nú talað um útvarpið.
Uppreisnarmenn í Alþýðuflokknum gerðu þetta meðan formaður hans, Benedikt Gröndal var erlendis.
Nú er margfalt meiri órói í þjóðfélaginu en í september 1979, ósambærilega miklu meiri. Fyrst ríkisstjórn var sprengd á einum fundi fyrir tæpum 30 árum ættu allir að vera viðbúnir hverju sem er nú.
P.S. kl.11:58 Ég er að vísa til hliðstæðu við fund Samfylkingarfólks í Reykjavík annað kvöld. Takk, Friðrik Þór Guðmundsson fyrir að benda á að sá fundur er tilefni þessa pistils.
P.S. Kratar græddu ekki á þessu þá. Minnihlutastjórn flokksins sat til janúarloka, þeir töpuðu fylgi í kosningum í desember 1979 og lentu utan stjórnar í átta ár. Þótt Samfylkingin mælist sæmilega í skoðanakönnunum núna óttast ráðherrarnir áreiðanlega hið ókunna, - úrslit kosninga. Þeir vilja sitja og sjá hvað kemur út úr landsfundi Sjallanna. En það er ekki víst að geti það, - þeir geta fallið á tíma. Og hvers vegna að vera að bíða eftir landsfundi flokks sem er óstjórntækur og ber höfuðábyrgðina á hruninu ?
Ekki stjórnarslit í augnablikinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég sagði í haust að auðvitað yrði kosið í vor. En þú ert kannski forspár Ómar minn. Það er ef til vill stutt í það. Kveðja og takk fyrir fallegt komment hjá mér um daginn.
Eyþór Árnason, 20.1.2009 kl. 21:28
Pistlar þínir Ómar eru ætíð fróðlegir og góðir.
Gunnar Skúli Ármannsson, 20.1.2009 kl. 21:56
Ef ekki verður ákveðið fljótlega að boða til kosninga til Alþingis í vor mun fylgið hrynja af Samfylkingunni.
Þorsteinn Briem, 20.1.2009 kl. 22:31
Mótmælin á Austurvelli í dag og kveld minna mig að mörgu leyti á Appelsínugulu byltinguna í Kænugarði (Kiev), höfuðborg Úkraínu, fyrir nokkrum árum, þar sem undirritaður var á meðal mótmælenda.
Og nú er bara að tjalda á Austurvelli.
Þorsteinn Briem, 20.1.2009 kl. 22:43
Búkolla mín. Hann Árni Johnsen var í dítoxframsóknarmeðferð hjá Jónínu Ben í Póllandi. Gunnar í Krossinum messaði yfir þeim og Geiri Goldfinger var kórdrengur.
Árni missti tíu kíló af kantsteinum, gítarinn var tekinn af honum og fær hann aldrei aftur.
Partur af meðferðinni. Dítoxaður.
Súlukóngur altarisdrengur hjá Gunnari í Krossinum.
Þorsteinn Briem, 20.1.2009 kl. 23:17
Já nákvæmlega, hvers vegna vera bíða eftir landsfundi flokks sem logar í innri deilum, fáránlegt. Það á bara slíta þessu strax á morgun og átti í raun að vera löngu búið að því. Ég held að Ingibjörg sé haldin Davíðarkomplexum og haldi að hún sé hann eða hafi í það minnsta eignileka hans. Þetta gerist með fólk sem er búið að vera með já lið í kring um sig í fjölda ára sem keppist við að segja ,,þú ert frábær" það endar svo með því að halda sig ómissandi og ef fólk nær því að breytast alveg í Davíð þá heldur það sig vera óskeikult og geti ekki gert mistök. Það var t.d. ekkert skrýtið þó Davíð hafi stungið upp á þjóðstjórn með sjálfan sig í forsvari, hann heldur að hann sé bæði frábær og að hann geti ekki gert mistök, enda hefur fólk keppst við að segja honum að hann sé frábær og allt sem hann hafi gert sé svo æðislegt!
Valsól (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 23:37
Nú er að myndast það ástand að engin þjóðstjórn getur myndast á Íslandi nema að utanþingsfólk eigi þar jafn mikið vægi og fólk innan þings.
Ómar Ragnarsson, 20.1.2009 kl. 23:52
Ómar er með hógværum hætti, geri ég ráð fyrir, að vísa til félagsfundar í Samfylkingarfélagi Reykjavíkur annað kvöld. Væri gaman að fylgjast með honum, en hann er bara fyrir félagsmenn!
Friðrik Þór Guðmundsson, 20.1.2009 kl. 23:55
Já krötunum var þá refsað, en áttu það ekki skilið, nema fyrir það að hafa farið í stjórn undir forsæti Framsóknar höfuð andstæðingsins.
En núna er Samfylkingin komin í þá stöðu að henni verður refsað hvort sem hún slítur á morgun eða lafir fram yfir landsfund Sjálfstæðisflokkisns. Því að Samfylkingin hefur sínt það að hún er ekkert betri en Sjálfstæðisflokkurinn, þar sem hún hefur ekki látið neinn sæta ábyrgð eins og þjóðin vill.
Gylfi Þór Gíslason, 21.1.2009 kl. 01:08
Eins og þú hefur örugglega mikið fram að færa þá á þjóðinn ekki að gleyma því að þú lýgur þegar þér hentar eins og með dóttur þinni, húmoristanum sem sagði ósatt, sagðist vera að grínast þegar hún bauðst til að sviðsetja myndefni, mikið hefðuð þið bæði komið betur útúr því smámáli ef þig gætuð sagt sannleikann. Þú ert nú gamall grínari og hefðir alldrei sagt brandara jafn illa og hún, viðurkendu það og kondu svo með hreina samvisku með eitthvað af viti.
Þeir sem þú segir ljúga eru bara að verja sína fjölskyldu eins og þú, báðir aðilar blindaðir af eigin ágæti.
Þú ert samt ágætur.
Gunnar G.
gunnar gunnarsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 03:33
Hvað skal segja ????? Ómar þú rokkar feit, kíp on smæling allir saman ég er ástríkur þótt fátækur sé...........
Sverrir Jónas Jónsson, 21.1.2009 kl. 09:12
Sæll Ómar.
Þetta er mér mjög minnistætt, þó ekki hafi ég verið háaldraður 1979. Alla tíð síðan hafa allir stjórnmálaflokkar verið hræddir við að slíta stjórnum. Alþýðuflokkurinn beið þvílíkan ósigur að nú þorir enginn að slíta Ríkisstjórn lengur.
Núna er það orðinn lítill spurning um að kosið verður í ár. Það er eingöngu orðin spurning hvernig Samfylkingin finnur sér tilefni til að labba út. Mig grunar að þar á bæ sé setið rólega þar til annað tveggja gerist að Sjáfstæðisflokknum verði á í einhveju máli eða yfirlýsingu, eða þá að Samfylkingin býr til uppsetta atburðarás, svo þau geti gefið sér tilefni.
Þetta er ekki spurning um hvort, heldur hvenær
Haraldur Baldursson, 21.1.2009 kl. 09:47
Ómar! Getur þú ekki sett in myndir frá atburðum gærdagsins svo sem þeir blöstu við þér og myndavél þinni þar sem þú varst í Mjóstrætinu (held ég)!
Baldur Gautur Baldursson, 21.1.2009 kl. 11:34
Forsætisráðherra ríkisins,
hann heitir kommissar Geir.
Tekur fylli sína af dítoxleir
og horfir dulráðum augum
á reislur og kvarða:
Halli upp á 1000 milljarða,
þá útkomu læt ég mig
raunar lítils varða.
Ef turnarnir eru tveir
hallast annar til hægri.
Mín hugmynd er sú
að hver trappa sé annarri lægri.
Forsætisráðherra ríkisins
tók handfylli sína af leir,
og styttan af Ólafi Thors
sneri sér við og sagði:
Forsætisráðherra ríkisins!
Ekki meir, ekki meir!
Þorsteinn Briem, 21.1.2009 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.