21.1.2009 | 15:39
Hin "stjórntæka" Samfylking.
Fyrir átta árum, þegar Össur Skarphéðinsson var formaður Samfylkingarinnar, voru allir þingmenn hennar nema frá norðausturlandi á móti Kárahnjúkavirkjun og Össur túlkaði þetta af myndugleik í viðtölum.
En þá gerðist þrennt:
1. Þingmennirnir úr norðausturkjördæmi tjáðu flokknum að hann yrði í óviðráðanlegum vandræðum í Norðausturkjördæmi ef stefnunni yrði ekki breytt og þar með missti hann tiltrú sem afl á landsvísu.
2. Virkjana- og stóriðjusinnar notuðu sterka stöðu sína hjá ASÍ til að samþykkja ályktun með virkjuninni á fundi á Egilsstöðum.
Veifað var loforði um að 80% vinnuafls við virkjunina yrði innlent og 20% útlent. (Þetta varð að vísu öfugt, 20% innlent, 80% útlent.)
Bæði Allaballaarmurinn og Alþýðuflokksarmurinn með verkalýðsbaráttuarf sinn áttu erfitt með að standa gegn stefnu ASÍ og voru í samkeppni um fylgi í verkalýðshreyfingunni.
3. Aðalatriðið: Með því að kúvenda í Kárahnjúkamálinu sýndi Samfylkingin að hún væri "stjórntæk" og gæti vel starfað með stóriðjuflokkunum í stjórn.
Enn var kuldi á milli Samfylkingar og VG eftir klofning vinstri arms stjórnmálanna.
Ef Samfylkingin næði góðum árangri í kosningum gæti hún myndað vinstri stjórn með formann sinn í forsæti.
Í kjölfarið fylgdi síðan slagorðið í kosningunum um Ingibjörgu Sólrúnu sem fyrstu konuna í því embætti.
Össur snerist því eins og vindhani í málinu á einni viku og fór létt með sem oftar.
Samfylkingin var aðallega með tvær áætlanir í gangi:
Plan A fólst í því að velta stjórninni á afgerandi hátt og taka forystu um ríkisstjórn í vinstra samstarfi, (síðar Kaffibandalagið),sem VG ætti erfitt með að hafna, enda Kárahnjúkavirkjun þá orðinn hlutur. ESB gat beðið um sinn.
Plan B fólst í því að ef stjórn Sjálfstæðisflokksikns og Framsóknarflokksins veiklaðist verulega eða að myndun vinstri stjórnar hengi á naumum meirihluta yrði mynduð sterk stjórn með Sjálfstæðisflokknum. ESB gat beðið um sinn.
Aðalatriðið var að vera "stjórntækur" og að mynda sterka stjórn þar sem Samfylkingin gæti setið róleg út kjörtímabilið og sannað hve "stjórntæk" hún væri.
Fyrir þetta seldi Samfylkingin hina upphaflegu sannfæringu í stóriðju- og virkjanamálum og hefur farið létt með að svíkja kosningaloforð sín í þeim efnum og gefa "Fagra Íslandi" langt nef.
Kárahnjúkavirkjun varð upphaf þenslunnar, sem endaði með hruni, og svik í umhverfismálum markaði líka upphaf þeirrar grunnstefnu skammtímagróðans, sem nú hefur leitt af sér yfirvofandi fall ríkisstjórnar sem ætlað var að verða svo sterk.
Í stjórnmálum gildir það oft að leita verður málamiðlana milli ólíkra sjónarmiða. Svik Samfylkingarinnar í Kárahnjúkavirkjunarmálinu átti ekkert skylt við slíkt. Málstaðurinn var seldur fyrirfram til að eiga innistæðu síðar í kaldrifjuðu stjórnmálatafli.
Ég spyr hvor sé meira stjórntækur, sá sem ekki svíkur sína innstu sannfæringu eða sá sem lætur það hafa forgang að komast að völdum, sama hvað það kostar.
Nú teygar Samfylkingin beiskan bikar svika sinna og getuleysis í botn. Verði henni að góðu.
Rætt um efnahagsmál á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig færi á því að þið kæmuð með rök fyrir þessari síbylju um Kárahnjúka og þensluna. Hvernig getur 70-100 miljarða fjárfesting með trygga sölu á framleiðslu valdið einhverri ofurþenslu og hruni efnahags heillar þjóðar? Fjárfestingin varð á þenslulausu (svo vægt sé til orða tekið) og heldurnú uppi gjaldeyristekjum okkar.
Af hverju raular þú ekki um tónlistar- og ráðstefnuhús sem kostar miklu meira en virkjunin við Kárahnjúka? Eða þá að skuldirnar okkar séu 2400milljarðar (25 Kárahnjúkavirkjanir) vegna þess að þjóðin svaf á mili þess sem hún setti puttana ofaní krukkuna með góðærinu. Hvar varst þú allan þennan tíma?
Nú er buið að tryggja áframhald þeirrar hagkvæmu fjárfestingar: ráðstefnu -og tónlistarhúss í Krísuvík! Til hamingju! Og gefa DeCode nokkra milljarða. Þú getur glaðst. Og bullhöll þeirra Akureyringa mun rísa. Já þetta er allt afar traustvekjandi. Og þú ætlar auðvitað í framboð eins og ég?
Sigurjón Benediktsson, 21.1.2009 kl. 16:06
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið hér í ríkisstjórn Í ÁTJÁN ÁR samfleytt, frá 1991.
Samfylkingin var seld fyrir ekki neitt, því hún ræður akkúrat engu í þessari ríkisstjórn, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn misstu EKKI meirihlutann í síðustu alþingiskosningum, vorið 2007.
Og í núverandi ríkisstjórn er Sjálfstæðisflokkurinn með forsætis-, fjármála-, dómsmála-, menntamála- , landbúnaðar-, sjávarútvegs- og heilbrigðisráðuneytið. Þar að auki er forseti Alþingis sjálfstæðismaður.
Þetta er því engan veginn tveggja turna ríkisstjórn og Ingibjörg Sólrún er eins og kallinn á kassanum á Lækjartorgi, með engin völd, ekki einu sinni í Miðausturlöndum. Þetta er fullkomlega ástlaust hjónaband.
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn voru hins vegar engan veginn í vonlausu hjónabandi í tólf ár, 1995-2007. Það var girndarráð og hjónabandssælan ætíð í algleymingi.
Þorsteinn Briem, 21.1.2009 kl. 16:16
Bara rétt til að halda eftirfarandi til haga:
" 12. mars 2003 Alþingi lögfesti í dag frumvarp um heimild til iðnaðarráðherra til að semja um byggingu og rekstur álvers við Reyðarfjörð. Frumvarpið var samþykkt með 41 atkvæði þorra stjórnarliða og flestra þingmanna Samfylkingarinnar gegn 9 atkvæðum þingmanna Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs, tveggja þingmanna Samfylkingarinnar (Rannveigar Guðmundsdóttur og Þórunnar Sveinbjörnsdóttur) og eins þingmanns Sjálfstæðisflokks (Katrínar Fjeldsted). Pétur Bjarnason, varaþingmaður Frjálslynda flokksins, sat hjá við atkvæðagreiðsluna en 12 þingmenn voru fjarverandi."
Benedikt V. Warén, 21.1.2009 kl. 16:42
Sammála þér Sigurjón, þó ég geti svosem alveg tekið undir hjá Ómari, að vingulsháttur er aðalsmerki Samfylkingarinnar. Þetta er hugsjónalaust fólk virðist vera.
En ég sé ekki að það sé neinn áfellisdómur yfir framkvæmdunum við Kárahnjúka að erlenda vinnuaflið reyndist 80% á móti 20%, en ekki öfugt. Þannig var hlutfallið einnig í Reykjavík í byggingariðnaðinum og ekki var það Kárahnjúkum að kenna, heldur húsnæðisæðinu í kjölfar 100% húsnæðislána og mikils kaupmáttar sem reyndist byggður á blekkingum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.1.2009 kl. 16:46
Sigurjón Benediktsson. Ómar Ragnarsson hefur gagnrýnt hér kostnaðinn við Tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík, þar sem það hefði getað verið mun ódýrara, auk þess sem Íslenska óperan hefði einnig getað verið þar til húsa.
Tónistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík (Portus Group).
Heildarkostnaður við Kárahnjúkavirkjun verður vart undir 146 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum sem Landsvirkjun sendi frá sér í janúar í fyrra og fyrir þessa upphæð hefði verið hægt að kaupa sex þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, miðað við 24,2ja milljóna króna meðalverð á íbúðarhúsnæði á því svæði árið 2006 en í árslok það ár voru 8.260 íbúðir í Hafnarfirði.
Og skuldir Landsvirkjunar, sem er í eigu ríkisins, voru um 455 milljarðar króna á núverandi gengi um mitt síðastliðið ár.
"Tónlistar-og ráðstefnuhúsið verður 28 þúsund fm. Húsið verður 43 m á hæð. Kostnaðurinn við byggingu þess er um 14 milljarðar króna." (Um tíu sinnum lægri en við Kárahnjúkavirkjun.)
11.4.2002: "Í dag undirrita Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, og Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, samkomulag (pdf - 23,3KB) (doc - 207KB) milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar við Austurbakka í Reykjavík."
Þorsteinn Briem, 21.1.2009 kl. 16:56
Pétur Blöndal hefur gagnrýnt það harkalega frá upphafi, þennan gríðarlega kostnað sem lagt er í vegna tónlistarhússins.
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.1.2009 kl. 17:19
Fjárfestingin var ekki aðeins 150 milljarðar við Kárahnjúka heldur yfir 100 milljarða fjárfestiing í Reyðarfirði, sem að vísu var kostuð af útlendingum, en kostaði umsvif á meðan á því stóð.
Sérfræðingar IMF bentu á þetta nýlega í skýrslu sinni en auðvitað hafa þeir ekkert vit á þessu frekar en hagfræðingurinn sem Þorgerður Katrín vild að færi í endurhæfingu í fyrrasumar.
Hagfræðingur hjá Seðlabankanum fann út, að síðari hluta árs 2002, ári áður en framkvæmdir hófust, varð hér þensla upp á tuttugu milljarða á núvirði, og 80% hennar byggðist á auknum yfirdráttarheimildum.
Stjórnvöld lofuðu því að efna ekki til annarrar þenslu vitandi það að á suðvesturhorninu var búið að koma af stað ferli stækkandi álvera sem ekki var vilji til að stöðva og jók á þensluna.
Ég fór sérstaka ferð til Þrándheims til að sýna hvernig margfalt minna tónlistarhús þar gerði meira gagn en risahúsið hér og hvernig bútasaumur spítala í Þrándheimi í sama dúr og ætlunin var með hátæknihúsið hér, hafði reynst illa. Sýndi sjúkrahúsið í Osló til samanburðar sem dæmi um hús sem allir rómuðu.
Þá var ég fréttamaður og sýndi staðreyndir í málinu sem ekki höfðu birst áður, og miðlaði jafnt skoðunum með og á móti.
Fyllerí byrjar oft með nokkrum snöfsum eða vínsopum. Þannig byrjaði fylleríið hér og fór auðvita vaxandi og gersamlega úr böndunum vegna þess að veitingarnar, sem stjórnvöld buðu upp á, urðu alltaf meira freistandi fyrir þá sem einblíndu á skammgróðasjónarmið og stemningu augnabliksins.
Ómar Ragnarsson, 21.1.2009 kl. 17:26
Umsvifin vegna Kárahnjúka + álverið, var 1/7 af því fjármagni sem húsnæðislánabólan olli.
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.1.2009 kl. 17:31
Góð úttekt hjá Ómari á hugsjónum kratanna og venjulegt væl hjá álverssinnum.
Björgvin R. Leifsson, 21.1.2009 kl. 17:51
Hélt að þetta væri öllum ljóst: Með árlegu framlagi í 35 ár munu ríki og
borg greiða til baka stofnkostnað, fjármagnskostnað, stærstan hlutann rekstrarkostnað
tónlistarhússins umfram aðrar tekjur þess og að lokum þóknun verktakans. Samtals
mun þetta árlega framlag ríkis og borgar verða a.m.k. 595 milljónir króna, þar af
munu 274 milljónir koma í hlut borgar og 321 milljón í hlut ríkis. Miðað við þessar forsendur mun því framtíðarskuldbinding hins opinbera vegna nýrra greiðslna skattgreiðenda til tónlistar- og ráðstefnuhúss í 35 ár nema tæpum 23 milljörðum króna samtals (innsk: á föstu verðlagi 2004, í dag ca 40 milljarðar)
Þetta er úttekt sem gerð var 2004 , árið tvöþúsund og fjögur, síðan bætist við bílahús, bankahöfuðstöðvar og hótel sem áætlað er að muni kosta 40-50 milljarða. Samtals gerir þetta 80-90 milljarða áætlun...áætlun sem mun ekki standast.
Málefnalegt innskot ríkisstarfsmannsins á Húsavík er þakkarvert og sýnir hug þeirra sem ganga öruggir til vinnu hvern dag sem einhver gefur og einhver asnast til að greiða skatta.
Sigurjón Benediktsson, 21.1.2009 kl. 18:41
Sigurjón Benediktsson.
Í ársbyrjun 2005 var gert ráð fyrir að rekstrarkostnaður Kárahnjúkavirkjunar yrði um 740 milljónir króna á ári og miðað við verðbólgu undanfarin fjögur ár er ÁRLEGUR rekstrarkostnaður virkjunarinnar nú UM EINN MILLJARÐUR KRÓNA.
Heimsmarkaðsverð á áli hækkaði mikið á tímabili vegna aukinnar eftirspurnar, þar til verðið hrundi í haust vegna minnkaðrar eftirspurnar í heiminum.
Í ársbyrjun 2003 höfðu álmarkaðirnir verið í lægð næstliðin ár. Vextir á alþjóðlegum lánamörkuðum voru þá lágir og lánshæfismat Landsvirkjunar hefur versnað mikið frá þeim tíma.
Í október síðastliðnum var rætt um að íslenska ríkið fengi sex milljarða lán í Bandaríkjadölum frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum en skuldir Landsvirkjunar voru um mitt síðastliðið ár rúmir 3,7 milljarðar dollara, eða rúmlega 60% af fyrirhuguðu láni gjaldeyrissjóðsins til ríkisins, sem þótti nú ekki lág upphæð. OG GREIÐA ÞARF HIMINHÁA VEXTI ÁRLEGA AF ÞESSUM LÁNUM LANDSVIRKJUNAR.
Skuldir Landsvirkjunar eru á núvirði um 480 milljarðar króna en í ársbyrjun 2006 var gert ráð fyrir að skuldir Landsvirkjunar hækkuðu í um 155 milljarða króna í árslok 2008 og þá myndu þær ná hámarki.
Í ársbyrjun 2005 hafði arðsemi Landsvirkjunar verið mjög lítil næstliðin ár og arðsemi eigin fjár var einungis 2,8% að meðaltali á árunum 1998-2003, þrátt fyrir að fyrirtækið greiddi ekki tekjuskatt. En verðbólgan á þessu tímabili var 3,9% og því var arðsemin undir verðbólgu á þessu tímabili.
Og verðhrunið á áli er gríðarlega erfitt fyrir Landsvirkjun, þar sem orkuverðið frá álverum er í samræmi við heimsmarkaðsverð á áli.
Gengishrun krónunnar undanfarið kemur hins vegar hinum erlendu eigendum álfyrirtækjanna hér til góða, því gengishrunið hefur lækkað launakostnað þessara erlendu fyrirtækja hér.
Launa- og launatengdur kostnaður allra 400 verkamanna Norðuráls (Century Aluminum) á Grundartanga er ekki nema um 173 milljónir króna á mánuði, þar sem mánaðarlaun verkamanns þar nú í haust voru um 308 þúsund krónur eftir sjö ára starf hjá fyrirtækinu, sem er einungis tíu ára gamalt.
Aðrir starfsmenn Norðuráls eru um 100 talsins og ef við reiknum með að meðallaun þeirra séu um 500 þúsund krónur á mánuði eru laun og launatengd gjöld allra starfsmanna Norðuráls um 240 milljónir króna á mánuði.
CCP á Grandagarði selur hins vegar tölvuleikinn (Netleikinn) EVE Online til um 300 þúsund erlendra áskrifenda fyrir um 600 milljónir króna á mánuði í erlendum gjaldeyri, sem nægir til að greiða laun og launatengd gjöld ALLRA verkamanna Í ÖLLUM álverunum á Grundartanga, við Reyðarfjörð (Alcoa) og í Hafnarfirði (Alcan, Rio Tinto).
Þorsteinn Briem, 21.1.2009 kl. 20:07
Er hægta að svara þessari spurningu hér:
Hvort er að skila peningum inn í samfélagið 20.000 auðar byggingar í Reykjavík eða Kárahnjúkavirkjun???
Benedikt V. Warén, 21.1.2009 kl. 20:14
Það er ekki hægt að réttlæta ein fjárfestingarmistök með því að önnur miklu stærri hafi verið gerð.
Ómar Ragnarsson, 21.1.2009 kl. 20:27
Er þá hægt að svara annari spurningu.
Var það sanngjarnt að Reykjavíkurborg hrifsaði til sín þá fjármuni sem þjóðin fékk með Marshallhjálpinni og Sogsvirkjanir voru byggðar fyrir og leggja þær síðan inn sem skuldlausa eign Reykjavíkurborgar inn í Landsvirkjun??
Benedikt V. Warén, 21.1.2009 kl. 20:34
Brjánslækjarundrið
Rekstur tóMleikahússins þíns með öllu bullinu er varlega áætlaður 10% af stofnkostnaði eða 10 milljarðar á ári! Greiðist af skattfé.
En ég er enn að reyna finna svar við spurningu Benedikts hér á undan. Tuttuguþúsund auðar byggingar að meðaltali 120 fermetra hver bygging (verum jákvæðir), 2,4 milljónir fermetra, hver fermetri á 250.000 krónur, . Æ,æ þetta eru svo mörg núll...segjum bara 6 x 10 í ellefta veldi!!En ert þú ekki með þetta hreinu?
Þvi miður Steini minn ..við erum bara að ræða um smáaura í okkar deilu.
Farðu bara og spilaðu Evu á línunni..þú ert líklega bestur þar.
Sigurjón Benediktsson, 21.1.2009 kl. 20:46
Benedikt. Það standa nú engan veginn "20 þúsund byggingar" auðar í Reykjavík, því í árslok 2006 voru þar 48.530 íbúðir, samkvæmt Fasteignaskrá Íslands.
Að sjálfsögðu verður búið í öllum íbúðum sem byggðar hafa verið í Reykjavík og húsaleigan hefur lækkað mikið þar undanfarið, meðal annars vegna aukins framboðs af leiguhúsnæði. Og ekki veitti nú af. Gott til dæmis fyrir þá sem eru að missa íbúðirnar sem þeir keyptu undanfarin ár að geta flutt í allt þetta leiguhúsnæði.
Og margir munu missa þær á næstu mánuðum.
Þorsteinn Briem, 21.1.2009 kl. 21:23
Sigurjón. Í fyrravor voru yfir 20% af félögum í verkalýðsfélaginu á Húsavík útlendingar og þar var ekkert atvinnuleysi.
Reiknaðu nú barn í þína Evu með þínum tannbor til að manna þitt álver.
Þorsteinn Briem, 21.1.2009 kl. 21:46
Steini einkaritari Ómars.
Hvaðan á allt þetta fólk að koma. Þó þið Ómar séuð í heilögu stríði við landsbyggðina, nægir það eitt ekki til þess að menn flykkist suður.
Bara til að minna á ruglið í ykkur, þá eru þessar skitnu milljónir sem þið grátið ykkur í svefn á hverju hvöldi og eru auk þess faranar að skila bullandi arði, hjóm eitt miðað við útrásargeingið í borginni og ruglið þar vegna nýbyggingaæðisins.
Benedikt V. Warén, 21.1.2009 kl. 22:35
Benedikt gráskeggur. Hvað skilar Kárahnjúkavirkjun íslensku þjóðinni miklum arði á þessu ári, svona sirka?
Þorsteinn Briem, 21.1.2009 kl. 22:39
En góði Steini....mér telst svo til, þegar íbúar, "......sem eru að missa íbúðirnar sem þeir keyptu undanfarin ár að geta flutt í allt þetta leiguhúsnæði".
Losnar þá ekki íbúðin sem flutt var úr? Hvernig telur þú hanna inn í þetta. Varst þú í kennslustund hjá útrásarliðinu?? Þú mannst, í bókhaldi er bæði debet og kredit.
Benedikt V. Warén, 21.1.2009 kl. 22:44
Benedikt. Engin hætta á öðru en að búið verði í öllum íbúðum í Reykjavík en það gerist nú ekki strax í fyrramálið. Því lægri sem húsaleiga er flytur ungt fólk fyrr að heiman og húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað mikið undanfarna mánuði.
Ef húsaleiga hefði hins vegar ekki lækkað undanfarið frá því sem hún var fyrir ári, og lækkaði heldur ekki næstu árin, flytti fjöldinn allur af ungu fólki ekki að heiman fyrr en í fyrsta lagi að námi loknu, eins og til dæmis á Ítalíu, þar sem margt ungt fólk flytur ekki að heiman fyrr en um þrítugt.
"Og margir íslenskir iðnaðar- og byggingaverkamenn verða atvinnulausir á næstunni, þar sem hér voru fluttir inn þúsundir erlendra iðnaðar- og verkamanna undanfarin ár til að byggja íbúðir á höfuðborgarsvæðinu á alltof skömmum tíma.
En að sjálfsögðu mun fólk að lokum búa í öllum þessum íbúðum og margar þeirra verða leigðar út á næstunni, enda sárvantaði leiguíbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Og húsaleiga hefur lækkað mikið þar undanfarna mánuði. En hún hækkaði á þessu svæði eins og verð á húsnæði um 100% síðastliðin sex ár, á sama tíma og vísitala launa hækkaði um 46%."
http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/775639/#comments
Þorsteinn Briem, 21.1.2009 kl. 23:28
Benedikt telur að við Steini séum í "heilögu stríði við landsbyggðina." Á sínum tíma töldu bændur mig vera í "heilögu stríði" við þá af því að ég sýnd ástand afréttanna og mestu gróðureyðingu Evrópu.
Næsti bardagi sem ég fer út í verður í "heilögu stríði" fyrir verndun Leihnjúks- og Gjástykkissvæðisins, - vegna þess að með varðveislu þessa heimsundurs þar sem marsfarar framtíðarinnar hafa markað sér hliðstætt æfingasvæði og tunglfararnir gerðu í Öskju, verður hægt að skapa margfalt fleir störf í næstu byggð en í álveri í 70 kílómetra fjarlægð.
Í augum Benedikts er þetta "heilagt stríð gegn landsbyggðinni".
Ég kvíði ekki dómi kynslóða framtíðarinnar yfir ævistarfi mínu sem hefur snúist meira um landsbyggðina og hálendið en nokkuð annað sem ég hef gert.
Þetta "heilaga stríð mitt við landsbyggðina" hefur staðið allt frá að ég gerðist fréttamaður fyrir tæpum fjörutíu árum og má sjá merki um það í Stiklum, þúsundum frétta og ótal sjónvarpsþáttum sem þá verða teknir til skoðunar og dóms.
Ómar Ragnarsson, 22.1.2009 kl. 00:36
Benedikt.
"Atvinnuástandið hér í Eyjum er gott, 4.100 íbúar, mikil eftirspurn eftir íbúðum og sjaldan hefur jafn mikið verið að gera hér í byggingariðnaðinum. Ríkið á að halda að sér höndum í þenslu og spýta í lófana í kreppu. Það er nú einfaldasta hagfræði sem til er," sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í viðtali í Ríkisútvarpinu í dag.
Að undirritaður hafi eitthvað á móti landsbyggðinni er skemmtileg kenning, þar sem ég bjó á bæ með kýr og kindur í Skíðadal í áratug, var í menntaskóla á Akureyri, vann í fiski í Hnífsdal og Grindavík, var á togara frá Akureyri og bátum frá Grindavík.
Gaf þar að auki út í viku hverri sérblað á Mogganum um fiskvinnslu, fiskveiðar, útflutning og markaðssetningu á fiski. Ferðaðist töluvert bæði hérlendis og erlendis til að hitta fólk í þessum greinum og ræddi við fólk í öllum sjávarplássum hérlendis.
Þorsteinn Briem, 22.1.2009 kl. 01:40
Seint verður AGS talinn til umhverfisvænustu fyrirbæra í heimi hér. Voru það þó ekki samt talsmenn hans sem sögðu Íslendingum að ein ástæða hrunsins hér væri óeðlileg þensla vegna Kárahnjúkavirkjunar ?
(Reyndar eitt af örfáu sem við höfum fengið að vita um skoðanir AGS á stöðu mála hér).
Og nú vilja sumir byrja sama ballið aftur. Læra menn aldrei af reynslunni ?
Hildur Helga Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 03:45
Ég bloggaði annarsstaðar:
"Það er gott að trúa í blindni á Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, hann er að leggja heimili og atvinnulífið í rúst á Íslandi með kröfu um háa stýrivexti. Flestir hagfræðingar heimsins eru ósammála þessu mati, t.d. í Bandaríkjunum eru stýrivextir brot úr prósenti. Ef þeir könnuðu Kárahnjúkamálið eftir öðrum leiðum, en að lesa Draumalandið kæmust þeir einnig að annari niðurstöðu."
"Sumum" finnst skemmtilegra að fara á ball, ef þeir hafa einhvern til að dansa við.
"Sumir" átta sig á því að aukið vinnuframboð og fleiri verkefni skila peningum inn í samfélagið. Nú þarf fjármagn, sem aldrei fyrr, til þess að vinna upp tapað fé, vegna þess að það var verið "að gera eitthvað annað".
Útrásavíkingarnir, - þú mannst Hildur Helga.
"Sumir" skilja einnig, að það er einnig auðveldara að selja, ef einhver er kaupandinn.
Benedikt V. Warén, 22.1.2009 kl. 10:51
Ómar, - það var óþarflega djúprt í árinni tekið hjá mér þetta með "krossferðina" ég játa það fúslega.
En það er jafnframt athyglivert, ef það er það eina sem þú hnýtur um af öllu því sem ég hef veriða að blogga hér á síðunni þinni.
Ég get verið mjög sáttur við það, - eða hvað?
Benedikt V. Warén, 22.1.2009 kl. 10:57
Steini.
Ég samgleðst öllum bæjarfélögum, sem hafa nægjanlegt framboð vinnu, - nánast sama af hvaða toga.
Ég man þá tíð þegar sjávarútvegurinn þurfti reglulega á "súrefnisgjöf" að halda til að standa í lappirnar, í formi gengisfellinga. Flestir atvinnuvegir á Íslandi hafa lent í slíkum hremmingum . Það hefur kostað þjóðina fórnir að komast í gegnum það.
Með álverinu í Straumsvík kom mikil tækniþekking inn í samfélag okkar og ekki minnkaði það við byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Þar tókust menn á við erfið verkefni og leystu. Um langa framtíð munu Íslendingar búa að þeirri verkþekkingu sem þar safnaðist upp. Ekki hefur þjóðin ennþá þurft að taka á sig byrgðir vegna þessa verkefnis, þvert á þær hörmungar sem útrásavíkingarnir hafa valdið landi og þjóð.
Þess vegna skil ég ekki með nokkru móti þá einstaklinga sem eru stöðugt að reka hornin í þau verkefni sem verið er að kom upp. Mótmæla oftast á mjög tilfinningaþrunginn hátt, eins og gjarnan verður vart á þessari síðu hans Ómars. Þeir vilja gera gera eitthvað annað, eins og það sé gyrt fyrir það með með því að virkja og framleiða ál.
Þvílík fyrra!
Benedikt V. Warén, 22.1.2009 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.