23.1.2009 | 00:15
Þetta og hugsanlega að setjast niður.
Mér líst vel á appelsínugulu mótmælin og það að hætta að mótmæla á næturna. Ég held að það eigi að minnsta kosti að íhuga þá aðferð sem þekkt er erlendis að setjast niður og sýna borgaralega óhlýðni á þann hátt.
Í stað þess að gera aðsúg að bíl forsætisráðherra á ógnandi hátt og berja bílinn að utan held ég að hefði komið til greina að allur hópurinn hefði sest niður í kös í kringum bílinn og varnað honum för á þann hátt hæfilega lengi.
Appelsínugul mótmæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tek undir með þér Ómar Þetta Appelsínugula útspil er vegvísir á rétta leið Áfram Ísland
Máni Ragnar Svansson, 23.1.2009 kl. 00:26
Já ég hef verið eitt stórt spurningarmerki varðandi það af hverju fólk er að mótmæla eftir kl. 24, mér finnst þetta fáránlegur tími. Mótmælin ættu að vera friðsöm og á dagtímanum þegar Alþingi er virkt. Borgaraleg óhlýðni getur verið áhrifaríkt "statement" og það virkar, er friðsamlegt(en pirrandi f. lögguna kannski, en auðvitað minna pirrandi en stympingar við hana) og þetta skapar athygli
p.s. Verst að ég á ekki neitt appelsínugult annars.
Ari (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 00:30
Gríðarlegur og stöðugur hávaði, sem berst inn í Alþingishúsið, er langáhrifaríkastur.
Og sem flesta á völlinn að mótmæla með Jóni Sigurðssyni, mótmælanda númer eitt.
The Orange Revolution -Appelsínugula byltingin í Kænugarði (Kiev) í Úkraínu.
Þorsteinn Briem, 23.1.2009 kl. 00:43
Sorglegur Geir þar smeykur,
með Sollu ei meir var keikur,
og bráðum Geir þar bleikur,
í bláu lífið ei meir var leikur.
Þorsteinn Briem, 23.1.2009 kl. 01:27
Ómar - HVAR ERU MYNDIRNAR????
Þú skrifar á bloggsíðuna þína þann 20.1.2009 kl. 19:47 grein sem ber nafnið:
Vafasamt upphaf aðgerða.
Þar segir þú m.a.;
"En síðan virtist sem sú vitneskja breiddist út eftir sundinu að aukin hætta væri á gasárás því fólk byrjaði að færa sig út úr sundinu og lögreglumannahópurinn gat gengið áfram og tekið sér sömu stöðu og í upphafi.
Á mynd minni sést það vel að fólk var orðið tiltölulega dreift í sundinu og hélt uppi höndunum til merkis um að það ætlaði sér ekki að sækja fram.
Satt að segja hélt ég að þarna væri komin pattstaða sem kallaði ekki á notkun piparúða. En sóttu lögreglumenn skyndilega fram og beittu úðanum af miklu afli, úðuðu á myndatökumenn og hvað sem fyrir varð."
Og þegar þú ert spurður í athugasemd við greininni: "Og hvar eru svo myndirnar Ómar?" svarar þú svona: " Ég er með þær hjá mér og bíð eftir því hvort þær verði notaðar í sjónvarpi þannig að af þeim fáist not sem heimild. Ef það verður ekki finn ég leið til að sýna þær."
Og þá spyr ég 3 sólarhringum síðar eða kl. 01.28:
Ómar hvar eru svo myndirnar?????
Vondir hlutir gerast nefninlega þegar góðir menn þegja!
Guggan (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 01:33
Hæstiréttur er reyndar búinn að gefa grænt ljós á flengingar.
Gæti trúað að Framsókn verði flengd á Austurvelli í kveld.
Og barnaolía borin á bossann á eftir.
Í boði Samskipa.
Þorsteinn Briem, 23.1.2009 kl. 04:14
Myndirnar eru geymdar í þríriti. Ég fór til kunnáttumanna sem sögðu mér að til að koma þeim inn á bloggsíðuna þyrfti ég fyrst að yfirfæra þær og senda á Youtube og taka þær síðan þaðan yfir á bloggsíðuna.
Ég hef ekki haft tíma til þessa og síðan myndirnar voru teknar hefur svo margt nýtt gerst að það tekur allan tíma manns og alla umfjöllun.
En þær eru til og ég get sýnt þær hverjum sem er sem vill hitta mig.
Ómar Ragnarsson, 23.1.2009 kl. 10:40
Sammála að ógnarhávaði á daginn þegar þinghald er í gangi er góð tillaga.
Kaupum öll þokulúðra og heyrnarskjól.
Baldur Gautur Baldursson, 23.1.2009 kl. 11:26
Takk Ómar :)
Þú ert góður maður.
Guggan (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.