23.1.2009 | 13:12
Man hvar maður var staddur.
Sumar fréttir berast þannig til manns að maður man æ síðan hvar maður var staddur þegar þær bárust. Það á við fréttina um veikindi Geirs H. Haarde sem fara þar að auki saman við fréttirnar um kosningar í vor og seinkum landsfundar.
Ég var í "Edrú"-bílnum mínum litla á Listabraut þegar Geir las yfirlýsingu sína í útvarpi og mér var það brugðið að ég stöðvaði bílinn við gangstéttina eftir að hann hafði sagt þessi óvæntu og slæmu tíðindi og sat þar agndofa.
Ég var að koma af ánægjulegum og eftirminnilegum fundi um stjórnmál með nemendum í MH og þessu ótíðindi komu beint í kjölfar þess.
Um áraraðir hafa kynni mín við Geir og bróður hans, Steindór Haarde, sem var samstúdent með mér í M.R. verið sérstaklega ánægjuleg og milli mín og Geirs hefur myndast traust vinátta, ekki síst fyrir tilstilli hans hlýju, elskulegu og lífsglöðu framkomu.
Ógleymanlegt var það þegar hann tók boði mínu um flugferð og gönguferð um norðausturhálendið sumarið 2006 í góðviðri sem var eins og pantað. Það hefðu ekki allir gert slíkt í hans sporum og haft eins góða nærveru og hann.
Sama er að segja af samskiptum okkar í harðri kosningabaráttu 2007, að þau voru einstaklega ánægjuleg þrátt fyrir skiptar skoðanir, því að stjórnmál þurfa ekkert að hafa áhrif á persónuleg kynni.
Sem betur fer segja læknar að hann eigi ágæta möguleika á að yfirstíga þessi veikindi og ég vona svo sannarlega að honum auðnist það.
Ég og Helga, kona mín, sendum honum og hans fólki mínar bestur óskir um að hann nái fullri heilsu og starfsorku á ný.
Geir: Kosið í maí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið rétt Ómar, persónuleg kynni og svo "starfskynni" (andstæðingar á markaði, í íþróttum eða stjórnmálum) eiga að vera sitthvort. Einkahögum og svo almannavafstri á að halda aðskildu.
Ég er gífurlega ósáttur við verk Geirs og hef viljað hann burt í nokkurn tíma, en ber engan persónulegan kala til mannsins sem flestir segja að sé í eigin skinni mikið ljúfmenni.
Jóhannes Birgir Jensson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:34
Hrós Geir fyrir að stiga til hliðar og óska honum góðsbata hann. Hann er maður meiri að sitga til hiliðar það er ekki hægt að seigja um suma í sömu stöðu (ingibjörgu) .
Góðann bata Geir Hilmar Haarde
Loftur Jónsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:58
Ég vona einnig að hann lifi þetta af, en mágur minn dó einmitt úr krabbameini í vélinda fyrir rúmum þremur árum síðan og skilst mér að þessi tegund krabbameins sé yfirleitt mjög slæm og erfið viðureignar.
Helgi (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 14:08
Eflaust góður maður, en samt vonlaus forsætisráðherra.
Alveg hárrétt að skilja þarna á milli.
Bataóskir af heilum hug til Geirs.
Guðmundur Ásgeirsson, 23.1.2009 kl. 14:29
22.03.2000: BBC News. Oesophageal cancer. "On average, only 5% of men and 8% of women diagnosed with the cancer are alive five years later."
Óska Geir Haarde alls hins besta og ráðlegg honum að segja strax af sér sem forsætisráðherra. Enginn er ómissandi. En það mun hann ekki gera, því karlar á sextugsaldri vita ævinlega allt best sjálfir og krefjast þess að fá að stjórna heiminum.
Krabbameinsfélagið: Of mikil þyngd eykur hættu á vélindakrabbameini.
Þorsteinn Briem, 23.1.2009 kl. 15:22
Krabbamein og geðveiki er í öllum fjölskyldum hérlendis. Bróðir minn dó til dæmis sextán ára gamall vegna krabbameins í heila.
Það má engan veginn gera grín að krabbameini en það er í góðu lagi að hæðast að geðveiki, enda þótt FJÖLDI FÓLKS falli hér árlega fyrir eigin hendi vegna hennar.
Þorsteinn Briem, 23.1.2009 kl. 18:40
Grínið bjargaði geðheilsu mína í veikindunum í sumar. Það er svo gott að geta séð spaugilega hliðina.
Líka er gott að geta grínast í mótlætinu.
Heidi Strand, 23.1.2009 kl. 23:04
Mér finnst athugasemdin sem Loftur Jónsson gerir um Ingibjörgu ósanngjörn. Ég er reyndar flokksmaður í sjálfstæðisflokknum, en ber mikla virðingu fyrir ábyrgðartilfinningu Ingibjörgar og ósérhlífni. Hún hefur valist til opinberrar þjónustu, ekki sérhagsmunavörslu og ég tek ofan fyrir henni. Ekki þykir mér flokkur hennar björgulegur án hennar forystu ef marka má mynstrið eins og það hefur verið að undanförnu þegar hún bregður sér af bæ.
Smjerjarmur, 24.1.2009 kl. 01:13
Fín grein Ómar, eins og svo oft áður.
Smjerjarmur, 24.1.2009 kl. 01:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.