23.1.2009 | 20:02
Meira af þessu !
Vilhjálmur Bjarnason er einn þeirra sem hafa staðið vaktina frábærlega vel undanfarin ár við að stinga á kýlum fjármálaspillingarinnar sem fékk að þrífast óáreitt í skjóli slappra laga og lélegs eftirlits.
Enda höfðu stjórnvöld kynnt undir hinu efnahagslega fíkniefnapartíi sem öllum var boðið í sem það vildu þiggja eða gátu þegið.
Ég vona að þetta sé byrjunin á því að flett verði ofan af sem mestu af þessu. "Kynslóðin sem ræður ferðinni í er algerlega hömulaus" sagði Sigurjón Þ. Árnason í tímaritsviðtali í febrúar 2007.
Hannes Smárason sagði þá í viðtali að það sem hann og hans líkar væru að gera væri svo dæmalaust að venjulegt fólk sem reyndi það myndi ekki hafa hugmynd um hvert það væri að fara.
Verið er að ræða um upphæðir sem skipta tugum og hundruðum milljarða sem þessir menn voru að möndla og misfara með eins og sést á upphæðinni í fréttinni af dómi héraðsdóms.
Þetta er svolítið mikið í samanburði við manninn sem hér var settur í fangelsi fyrir að stela fernu af kókómjólk.
Þegar hrun varð í Færeyjum kom svo margt refsivert í ljós að ekki var hægt að beita fangelsisvist á alla brotlega.
Er líklegt að í margfalt stærra hruni á Íslandi hafi ekkert refsivert átt sér stað ?
Gætu þurft að greiða út 35 milljarða króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki það ég efa,
allir saman í klefa,
kallarnir útaf kókó,
kvelja mun þá Yoko.
Þorsteinn Briem, 23.1.2009 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.