Vafasamur "heiður" fyrir Geir.

Það er afar sjaldgæft að Íslendingar komist í fremstu röð á einhverju sviði í heiminum. Það fór um mann straumur þegar Kári Stefánsson var talinn einn af hundrað áhrifamestu mönnum í heiminum í læknavísindum.

Nú hefur Geir H. Haarde náð lengra en nokkur annar íslenskur stjórnmálamaður á sviði heimsstjórnmála og raunar er það með ólíkindum að Íslendingur kæmist þar í hópi hinna 25 ábyrgðarmestu ásamt forsetum Bandaríkjanna, forsætisráðherra Breta og helstu áhrifamanna í fjármálum heimsins.

Í ljósi þessa er beinlínis hlægilegt þegar maður sem er talinn vera í hópi þeirra sem bera ábyrgð á heilu heimshruni fjármála tregðast við að axla ábyrgð af þessu hér heima.

Meðal 25 helstu áhrifavalda sem ollu efnahagshruni heimsins er bandaríska þjóðin vegna lánafíkni hennar og er lánafíkn Breta líka nefnd í því samhengi.

Ætlli það verði ekki að teljast heppilegt að blaðamenn Guardian vissu ekki um það að íslenska þjóðin hefur sett heimsmet í lánafíkn undanfarin ár með fjórföldun skulda heimilanna í "gróðærinu" og þreföldun skulda fyrirtækjanna.

Það hefði líka verið ósanngjarnt að öll íslenska þjóðin fengi slíkan stimpil því að tugþúsundir Íslendinga ýmist gátu ekki eða vildu ekki taka þátt í dansinum um gullkálfinn.


mbl.is Geir Haarde sagður ábyrgur fyrir hruninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú þegar Geir ,, er hugsanlega " að hverfa úr stjórnmálum, þá sér varla nokkur maður í heiminum eftir honum á þeim vettvangi. Geirs og Davíðs O. verður væntanlega minnst í sögubókum framtíðarinnar, sem lélegustu og hættulegustu stjórnmálamanna íslandssögunnar og alls heimsins raunar. Og Hannes Hólmsteinn er jokerinn.

Stefán (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 13:20

2 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Þessi óheilaga þrenning hefur valdið trilljarðfalt meiri skaða en samanlagt allur sá skaði sem fólk hefur verið að vælupokast útaf í þeim mótmælum sem átt hafa sér stað hér heima á Skerinu.  Það eru þessir þrír menn sem eru ekki góðar fyrirmyndir börnum og unglingum þessa lands  

Máni Ragnar Svansson, 26.1.2009 kl. 13:34

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Jú það má til sanns vegar færa að minnsta kosti fjórir aðrir einstaklingar bera ábyrgð ásamt Geir:

Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir voru í ríkisstjórn þegar mestu aflglöp þjóðarinnar voru samþykkt: Kárahnjúkavirkjun og sala ríkisbankanna.

Davíð Oddsson og Árni Mathiesen. Sá fyrrnefndi stýrði ríkisstjórn þegar þessi afglöp voru ákveðin en Árni fyrir að glutra niður samningsstöðu við Breta nú í haust.

Geir er því ekki einn sekur um það ástand sem við erum nú í.

Annars er nokkuð vandræðalegt að hagfræðingur sem sagður er hafa verið mjög góður, hafi ratað í þessi vandræði. Þeir eiga jú að sjá betur fyrir hagsveiflum og vera varkárir. Kannski það sé svipað með hagfræðingana og veðurfræðingana að þeir búast yfirleitt með betri aðstæðum þegar þeim hentar.

Má kannski þakka fyrir að við höfðum ekki veðurfræðing sem forsætisráðherra? Hann hefði yfirleitt ekki viljað vita af neinum lægðum og stormum ef það kæmi sér vel fyrir kosningar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 26.1.2009 kl. 14:17

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er auðvitað fáránleg fullyrðing að Geir Haarde sé í hópi 25 mestu áhrifavalda  fyrstu heimskreppu á þessari öld.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.1.2009 kl. 14:54

5 Smámynd: Hlédís

"Vegna fíknar" var sagt hér áður. (eignarfall)

það er billegt fyrir þá kynslóð sem fékk lánin sín afskrifuð á kostnað sparifjáreigenda  að segja skuldir heimilanna nú stafa af FÍKN. Mikinn hluta þeirra má rekja til verðtryggðra okurlána. þetta átt þú að vita, Ómar.

Hlédís, 26.1.2009 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband