"Það verður að taka þetta almennilegum vettlingatökum."

Enn eitt gullkorn stjórnmálamanna datt óvart út úr Höskuldi Þórhallssyni nú á þingi þegar hann mismælti sig og sagði: "Það verður að taka þetta almennilegum vettlingatökum." !

Vonandi verða þessi orð ekki að áhrínsorðum varðandi þau tök sem stjórnmálamenn þurfa að taka hinum stórfelldu vandamálum sem við þeim blasa. Vonandi verða það engin vettlingatök.


mbl.is Fundað um framhaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Hahaha, almennileg vettlingatök! Mismælin koma stundum frá hjartanu.

Úrsúla Jünemann, 26.1.2009 kl. 15:30

2 Smámynd: Rúnar B

Freudian slip?

Rúnar B, 26.1.2009 kl. 15:33

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég held að þetta verði að áhrínisorðum!

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.1.2009 kl. 15:36

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þingheimur var fljótur að fatta þetta og allir fóru að hlæja. Það er ekkert grín að vera flokksformaður í 10 mínútur. Taugarnar í rusli. 

Sæmundur Bjarnason, 26.1.2009 kl. 15:40

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Jón Bjarnason (VG) sagði fyrir nokkrum árum úr ræðupúlti á Alþingi, "að ríkistjórnin væri að stinga höfðinu í steininn".  

Benedikt V. Warén, 26.1.2009 kl. 16:07

6 identicon

Verður Spaugstofan með þetta næsta laugardag?

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 16:28

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég hálf vorkenndi greiið manninum. Hann var greinilega að missa sig af spenningi.

 þetta toppar næstum þegar einhver þingmaðurinn sagði "að það sé ekki hægt að koma þessum ketti upp í nös" fyrir nokkrum áratugum síðan.  

Brynjar Jóhannsson, 26.1.2009 kl. 17:46

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vettlingi hann ei veldur,
vinstri stjórn ofurseldur,
gúgglaður sagður geldur,
gasprar ei vatns er heldur.

Þorsteinn Briem, 26.1.2009 kl. 20:40

9 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Vettlingi ekki veldur
vinstri stjórn er seldur.
Briemarinn bráðum felldur
brosir nú ekki heldur.

Sæmundur Bjarnason, 26.1.2009 kl. 21:29

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kæmi undur fagurt fljóð,
flæmi sundur fætur,
Sæmi brundur ástaróð,
alnæmis hundur grætur.

Grætur hundur alnæmis óð,
ástar brundur Sæmi,
fætur sundur flæmi fljóð,
fagurt undur kæmi.

Þorsteinn Briem, 26.1.2009 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband