26.1.2009 | 16:53
Þjóðstjórnarhugmynd Davíðs.
Steingrímur J. Sigfússon minntist á það áðan hverju það hefði hugsanlega breytt ef skipuð hefði verið þjóðstjórn strax í haust. Þá orðaði Davíð Oddsson þessa hugmynd en fékk fyrir það ákúrur hjá Þorgerði Katrínu og fleirum.
ÞJóðstjórn í fyrrahaust hefði átt sér fordæmi frá 1939 þegar heimskreppan þá hafði skapað svo viðsjárvert ástand, til dæmis vegna geigvænlegra erlendra skulda.
Ef þessi þjóðstjórn hefði tekið við hefði það vafalaust minnkað ástæðurnar til mótmæla og ef henni hefði tekist skár en þessari stjórn hefði Sjálfstæðisflokkurinn getað verið enn með forystu fyrir þeirri stjórn.
Já, Davíð setti fram áhugaverða hugmynd sem nú er aðeins efni í vangaveltur um það sem hefði getað gerst en gerðist ekki.
Ásaka hvert annað um hroka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Málið var að Davíð var ekki á þingi, þegar hann stakk upp á þessu og átti þannig ekkert með að sletta sér í það hvernig þingið hyggðist bregðast við. Hann setti óneitanlega þau fingraför á, að hann stjórnaði fremur en Geir,, og það var afar óheppilegt í þeirri viðkvæmu stöðu sem þá var uppi.
hilmar jónsson, 26.1.2009 kl. 16:59
auðvitað hefði verið betra ef Ingibjörg og Geir hefðu fattað sjálf að þetta væri of stórt mál til að hokra með í kjöltunni ein. Eftirá að hyggja hefði verið best að flykkjast sameiginlega um lausn þessa máls. Það er ekki hægt að taka það af Davíð að hafa haft gott stöðumat.
Annars finnst mér hlálegt að þegar gengið er á Samfylkinguna um í hvaða efni íhaldið hefur dregið lappirnar þá er bara eitt atriði nefnt. Þau hafa setið sjálf í 100 daga og hreinsuðu nú bara til í sínum bakgarði í gær. Hræsnisbragur á þessu ef ég yrði spurður.
Arni Valur (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 17:13
Stjórn fjármalaeftirlits er farinn, forstjóri fjármálaeftirlits er að fara, bankamálaráðherra farinn, öll ríkisstjórninn að fara, Geir og Ingibjörg á útleið? eftir situr Davíð í sínum stól!
Palli (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 17:27
Hef aldrei áttað mig á þessu þjóðstjórnartali , þótt aðstæður séu nú erfiðar og með ýmsum hætti einstæðar. Tveggja flokka stjórn felur óhjákvæmilega í sér málamiðlanir, þriggja flokka stjórn enn meiri meiri málamiðlanir (enda hafa þær reynst skammlífar). Hvernig yrði fimm flokkastjórn ? Um hvað gæti ríkisstjórn allra flokka á Alþingi orðið sammála? Ekki neitt. Tómt mál um að tala, finnst mér.
Þá benda sumir á að þjóðstjórn sé ólýðræðisleg því þá sé engin stjórnarandstaða.
Eiður (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 17:30
Davíð hefur oft farið mikinn og sagt margt óviturlegt. Ég held að við látum froðusnakk hans liggja milli hluta, hann er hvort eð er ekki lengur með og útbrunnin sem stjórnmálamaður. Þjóðstjórn fram til vorkosninga ekki góður kostur, því miður. Utanþingsstjórn er eini vitræni möguleikinn í stöðunni. Síðan verði kosið til nýs Alþingis núna í maí eða eftir heyannir eða með haustinu. Á þeim tíma getur utanþingsstjórn reynt að skapa einhverja heildstæða mynd af ástandinu og bregðast við því alvarlegasta.
Ég vona innilega að herra Ólafur Ragnar beiti sér af alþekktri kunnáttu sinni fyrir utanþingsstjórn.
Baldur Gautur Baldursson, 26.1.2009 kl. 17:49
Fyrirgefðu Hilmar Jónsson, en er Davíð gjörsamlega bannað að tjá sig, ég bara spyr. Hverskonar hroki er þetta í þér maður.
Mér sýnist nú sem sönnum sjálfstæðismanni að Þorgerður hafi pínulítið hlaupið á sig með viðbrögðum sínum.
Annars finnst mér furðuleg öll þessi umræða um Davíð. Menn eru gersamlega orðnir heilabilaðir af því hversu mjög hann fer í taugarnar á mönnum.
Ómar, ég sakna þess hver skoðun þín er á útrásarvíkingunum, hvað viltu að gert verði til að passa upp á að þessi 30 - 40 manna hópur komi ekki aftan að íslenzkri þjóð, einn góðan veðurdag og kaupi hér upp allar eignir á tombóluprís með stolnu fé úr íslenzkum bönkum. Einnig væri gaman að sjá afdráttarlausa afstöðu þína til ESB og stefnu verkalýðshreyfingarinnar um það hvernig fjötra skuli almenning í fátækt og undirgefni frá yfirvaldinu í Brussel ???
Sigurður Sigurðsson, 26.1.2009 kl. 18:05
Utanþingsstjórn = Neyðarstjórn er eina lausnin í stöðunni. Allir hinir þingflokkarnir verða óstarfhæfir núna fram að kosningum vegna eigin framboðs
Baldvin Jónsson, 26.1.2009 kl. 18:28
Þjóðstjórn er slæmur kostur...við þurfum utanþingsstjórn!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.1.2009 kl. 19:18
Sisi: Vissulega má Davíð tjá sig, og í raun var ég ekkert óhress með það. Hann afhjúpaði þannig ráðaleysið innan sjálfstæðisflokksins og ótrúverðugleika forystu hans.
Þegar ég tala um óheppilegt, á ég við óheppilegt fyrir sjálfstæðisflokkinn. En þar sem mér hafur aldrei hugnasr hugmyndafræði flokksins, aldrei tilheyrt honum og mun aldrei gera, þá er mér svo sem slétt sama.
u u u u utanþingsstjórn....takk
hilmar jónsson, 26.1.2009 kl. 19:44
hugnast, vildi ég sagt hafa.
hilmar jónsson, 26.1.2009 kl. 19:51
Bræðurnir úr MR standa saman, einn fyrir alla og allir fyrir einn.
Geir Haarde tók við af Davíð Oddssyni sem inspector scholae (forseti nemendafélagsins) í MR.
Sigma Phi Epsilon, Kappa Alpha Theta, Alpha Phi, Pi Kappa Phi, Delta Delta Delta.
Þorsteinn Briem, 26.1.2009 kl. 20:20
Mikið er til í þessu hjá þér, Eiður. Þrír flokkar stóðu að þjóðstjórninni 1939 til 42, sem var þó ekki alger þjóðstjórn vegna þess að Sósíalistaflokkurinn var ekki með í stjórn og fitnaði eins og púkinn á fjósbitanum á meðan og vann stórkostlegan sigur í kosningunum 1942.
Tvívegis hefur verið nokkurs konar þjóðstjórn tveggja flokka í Þýskalandi eftir stríð og frá 1940 til 1945 var þjóðstjórn í Bretlandi.
Mér myndi hugnast best utanþingsstjórn þessa hundrað daga fram að kosningum eða þá hugsanlega blönduð stjórn þar sem utanþingsráðherrarnir væru í meirihluta og gætu því komið í veg fyrir að aðgerðum yrði klúðrað vegna flokkadrátta stjórnmálamannanna.
Ómar Ragnarsson, 27.1.2009 kl. 00:25
Afsakið innsláttarvillu, það var Kommúnistaflokkurinn sem fékk þrjá þingmenn í kosningunum 1937 og var í stjórnarandstöðu. Héðinn Valdimarsson og fylgismenn hans í Alþýðuflokknum klufu sig út úr honum og mynduðu Sameiningarflokk alþýðu - sósíalistaflokkinn með kommúnistaflokknum árið 1938.
Ómar Ragnarsson, 27.1.2009 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.