Verður sleggjan með ?

Það hefur verið haft á orði í vetur að þingflokkur Frjálslynda flokksins sé fjórklofinn, þ.e. að hver þingmaður um sig myndi í raun þingflokk. Kannski er þetta eitthvað orðum aukið en allir vita um stöðu Kristins H. Gunnarssonar í flokknum.

Á borgarafundi á Selfossi í gærkvöldi afneitað til dæmis Grétar Mar innflytjendastefnu flokksins ákveðið. Í Reykjavík eru flokkadrættir á milli Jóns Magnússonar og fylgismanna hans úr Nýju afli og annarra hópa.

Til dæmis er himinhrópandi munur á stefnu Jóns og Ólafs F. Magnússonar og hans vina í flokknum. Kannski verður það skásta lausnin fyrir flokkinn í ljósi þessa að fría sig alveg við þessa ríkisstjórn. Sennilegast er auðveldast að fá samstöðu um það.

Og þó. Kristinn H. Gunnarsson skar alveg sig frá hinum í afstöðunni til vantrauststillögu á ríkisstórnina í haust.


mbl.is Óvíst með Frjálslynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

FF = Frekar firrtir :)

Óskar Þorkelsson, 27.1.2009 kl. 18:46

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frjálslynd mætast stálin stinn,
stór er Sleggjan þar Kristinn,
oft þeim hleypur kapp í kinn,
og kynlegur er sá flokkurinn.

Þorsteinn Briem, 27.1.2009 kl. 18:57

3 identicon

Þetta  fley er ekki komið í höfn. Það kæmi mér ekkert á óvart að Framsóknarflokkurinn hætti við að síðustu stundu og myndaði stjórn með Sjálfstæðisflokknum og Frjálslyndi flokkurinn fengi eftirvil að vera með sem hækja þeira fram að kosningum.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 19:02

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Ómar.

Það er þín túlkun að Grétar hafi " afneitað " einhverri stefnu á fundi í gær, hann áréttaði hins vegar að Frjálslyndi flokkurinn flytti ekki fram rasistastefnu, líkt og andstæðingar hans hafa núið honum um nasir.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.1.2009 kl. 00:45

5 identicon

Alveg burtséð frá afneitun og öðrum neitunum,,hvar í veröldinni ert þú Ómar?

laufeyg (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 05:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband