Svona gera menn ekki í öðrum löndum.

Sagt hefur verið að forseti Bandaríkjanna og hliðstæðir ráðamenn séu "lame duck", lömuð önd, síðustu mánuðina fyrir kosningar. Samt hafa þeir ótvírætt umboð fram að embættistöku þess sem tekur við.

Það þykir ekki siðlegt að binda hendur eftirmannanna umfram það sem brýn nauðsyn beri til og í sumum tilfellum, eins og til dæmis síðastliðið haust, hafði jafnvel Obama og McCain með í ráðum þegar hann greip til fjármálaaðgerða síðastliðið haust.

Ég get ekki ímyndað mér að erlendis viðgengist það að ráðherra í ríkisstjórn tæki ákvörðun um stórt umdeilt mál, sem á að binda hendur eftirmanna hans í fjögur ár.

En svona er þetta ekki á Íslandi. Einar tekur stóra ákvörðun eftir að forsætisráðherra hans er búinn að biðjast lausnar fyrir sig og alla ráðherrana.

Einar rökstuddi þetta sem svo í fréttunum nú rétt áðan að nú ætti það ekki lengur við sem sagt hefði verið að hvalveiðar sköðuðu ímynd landsins, því að útrásarvíkingarnir hefðu hvort eð er skaðað ímynd landsins miklu meira!

Þar með er búið að gefa tóninn. Okkur Íslendingum er sem sagt óhætt að skaða ímynd landsins á ýmsum sviðum og hafa engar áhyggjur af því af því að við munu aldrei getað skaðað hana eins mikið og Davíð og kó.


mbl.is Hvalveiðar leyfðar til 2013
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Lengi getur vont versnað.Það á örugglega eftir að koma meira í ljós.

Heidi Strand, 27.1.2009 kl. 18:36

2 identicon

Þetta er grátleg heimska og óafsakanlegur hroki.

En getur það verið að ekki sé hægt að afstýra þessu með lagabreytingu? Verður að gaman að sjá hvað vinstri grænir gera.

Tóti (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 18:47

3 Smámynd: Offari

Svona lagað gera menn ekki!

Offari, 27.1.2009 kl. 19:02

4 Smámynd: Sigurbjörg

Hroki og völd fara illa saman, það sannar Einar Kr. vel nú eins og oft áður.

Sigurbjörg, 27.1.2009 kl. 19:09

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stórskrítinn sá ég stoltan hval,
í stórum haus hans tóman sal,
vitlaust er allt það vestfirskt tal,
vinurinn í baðkari stórt fékk hal.

Þorsteinn Briem, 27.1.2009 kl. 20:17

6 identicon

Æi hætti'ði þessu bulli krakkar mínir. Þið viti það vel að þetta hefur ekki haft nein áhrif á þjóðarálitið í gegnum árin, hingað streyma fleiri ferðamenn en áður þrátt fyrir dómsdagsspár friðunarsinna áður en hvalveiðar hófust aftur.

Nýtum okkar auðlyndir af skynsemi og ekkert helvítis bull. Ég fagna þessari tilkynningu.

Stefán (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 21:06

7 identicon

Ég er sammála fyrri ræðumanni. Er ekki um að gera að fagna auknum gjaldeyri inn í landið og fleiri störf?

Svo lengi sem þetta hjálpar okkur í þessu ástandi er ekki spurning um að nýta þetta. Svo gleymist kannski að minnast á það að hrefnan borðar það sama og fiskurinn okkar nema í mun meiri mæli svo þeir eru í raun að taka mat frá honum. Með hrefnuveiðum ( svo lengi sem þær eru gerðar í skynsamlegum mæli ) munum við því tryggja að fiskurinn hafi nóg að éta og muni því fjölga sér eðlilega...þ.a.l. ættum við ekki að líða skort af mat. Er það ekki gott?

Lilja Hrönn (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 21:51

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stefán og Lilja Hrönn.

Hrefnuket kemur Í STAÐ kets frá íslenskum bændum
og Einar K. Guðfinnsson er BÆÐI landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra.

Hrefnur éta MJÖG LÍTIÐ af verðmætum fiski
, samkvæmt rannsóknum Hafrannsóknastofnunar. Ljósáta er 35% fæðunnar, loðna 23%, síli 33% og þorskfiskar 6%. Og langreyðar éta svifkrabbadýr (ljósátu), loðnu og sílategundir.

Mjög erfiðlega hefur gengið að selja Japönum hvalket en þeir eru eina þjóðin sem hugsanlega myndi kaupa það af okkur, enda veiða þeir sjálfir hval í stórum stíl.

Þúsundir útlendinga hafa gefið út yfirlýsingu um að þeir myndu koma til Íslands, EF við myndum EKKI veiða hval. Gjaldeyristekjur hér af tíu þúsund erlendum ferðamönnum eru einn milljarður króna á ári, þar sem gjaldeyristekjur okkar af hálfri milljón ferðamanna voru fimmtíu milljarðar króna í fyrra.

Þorsteinn Briem, 27.1.2009 kl. 22:20

9 identicon

Blessaður Stefán Briem.

Þetta er með því heimskulegasta sem ég hef heyrt lengi. Þú þykist vita eitthvað um sölumál um hvalkjöt en ert bara að reyna finna rök á móti. Þið grænfriðunar ráfið um eins og villuráðandi sauðir í leit að nýjum rökum gegn hvalveiðum. Einhverntíman voru aðal rökin þau að hvalir væru í útrýmingarhættu, hvað næst??

Eins og ég sagði áðan og ætla að endur taka þá hefur ferðamanna straumur aukist gríðarlega frá því að hvalveiðar hófust aftur. Hvernig er þá hægt að álikta að hvalveiðar hafi neikvæð áhrif á ferðamannastraum til íslands. Það er bara heimska að ætla halda því fram.

Það var líka ágætt að þú komst inná fæðu hrefnunar. Ef 23% fæðu hrefnu er loðna þá gerir það sirka 2 milljónir tonna af loðun á ári. Þá veistu núna hvað varð um loðnuna sem finnst ekki þessa dagana.

Stefán (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 09:17

10 identicon

Ef vondu hvalirnir borða mat þorskanna hvernig stendur á því að stofnstærð þorsksins jókst eftir að hvalveiðar lögðust af en var á niðurleið meðan þær voru við lýði?

Tóti (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 10:19

11 identicon

Eg er algerlega sammala Stefani. Hvalafridunarsinnar reyna sifellt ad finna ny rök gegn hvalveidum.

1. Hvalir eru i utrymingarhættu! Nei teir eru tad ekki.

2. Hvalveidar eydileggja imynd Island! Of seint utrasarvikingarnir med hjalp forseta og stjornmalamanna eru bunir ad tvi.

 3. Hvalaveidar eydileggja turisma a Islandi! Tetta er natturulega algert bull. Allar tölur syna ad ferdamannastraumur hefur aukist til Islands eftir ad hvalveidar hofust. Omar hvad komu margir vid i hvalstödinni i Hvalfirdi til ad fylgjast med skurdinum ?

Tad er nu meiri skammsynin ad berjast a moti 200 nyjum störfum a Islandi.

Legg til ad allir teir sem eru ad eyda kröftum sinum i ad berjast a moti hvalveidum noti kraftana i ad berjast fyrir mannrettindum. Tad er alveg hreint magnad ad folk skuli yfir höfud vera ad spa i hvort tad eigi ad drepa nokkra hvali tegar verid er ad slatra folki ut um allan heim.

Kristinn Andri (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 12:19

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stefán, Tóti og Kristinn Andri.

Í fyrsta lagi heiti ég ekki Stefán.

Í öðru lagi er ég ekki Grænfriðungur.

Í þriðja lagi borða hvalir ekki.
Öll dýr éta.

Í fjórða lagi veit ég mikið um sölumál á fiski og hvalkjöti, þar sem ég gaf í mörg ár út sérblað um sjávarútveg á Morgunblaðinu við annan mann, Hjört Gíslason.

Að vísu hætti Hjörtur einnig á Mogganum, því blaðið hætti að gefa út þetta sérblað, Úr verinu, þar sem Mogginn var, eins og flestir aðrir fjölmiðlar hér, kominn úr tengslum við sjávarútveginn og fékk í staðinn kaup og sölu á verðbréfum á heilann.

Fólk í sjávarútvegi hefði hlegið að okkur Hirti ef við hefðum skrifað í blaðið að hvalir og fiskar borðuðu og Hjörtur er sonur Gísla Jónssonar menntaskólakennara, sem talaði íslensku svo fallega að hann fékk fyrir það verðlaun Jónasar Hallgrímssonar.

Að vísu afhenti Jónas ekki verðlaunin sjálfur en hann getur brugðið sér í hin og þessi líki, svona svipað og þegar einhver kallar mig Stefán og þykist svo sjálfur heita Stefán.

Ég og Hjörtur höfum báðir verið á sjó og skrifuðum í Verið um fiskveiðar, fiskvinnslu, sölu og markaðssetningu á sjávarafurðum um allan heim. Við ræddum daglega við fólk í sjávarútvegi, bæði hérlendis og erlendis, og fórum um allan heiminn, til dæmis til Japans og Nýja-Sjálands, til að ræða við fólk í sjávarútvegi.

Og að sjálfsögðu skrifuðum við einnig um hvalveiðar og rannsóknir á hvölum. Og mér er skítsama þó einhverjir hvalir séu drepnir og étnir, ef við Íslendingar sem þjóð græðum eitthvað á því en þannig er það nú engan veginn.

Sala á hrefnukjöti hér kemur í staðinn fyrir sölu á kjöti frá íslenskum bændum og fiskurinn, sem við étum hér, er einnig íslenskur. Hrefnukjötið, sem hér er selt, er því engan veginn viðbót við íslenskan mat.

Örfáir menn stunda hrefnuveiðarnar hér og þær standa vart undir kostnaði, meðal annars vegna hás verðs á olíu undanfarið. Heimsmarkaðsverð á olíu var mjög hátt í fyrrasumar, gengi íslensku krónunnar er mjög lágt núna og þar af leiðandi er verð á olíu enn hátt hérlendis.

Hrefnuveiðarnar í fyrra voru stundaðar af litlum báti frá Kópavogi og hrefnukjötið var unnið af fyrirtæki í Reykjavík. Og mikið af kjötinu var á borðum borgarstarfsmanna hér í fyrrasumar. Þessar hrefnuveiðar komu því fyrst og fremst höfuðborgarsvæðinu til góða og þær koma niður á íslenskum bændum.

Lítill hrefnubátur hefur einnig verið gerður út frá Ísafirði en þar hafa konur aldrei verið feitari. Sömu sögu er einnig að segja af Eyjapíum. Mikið að gera í byggingariðnaði í Vestmannaeyjum og íbúðir þar seljast vel, að sögn Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Eyjum. Nú fær landsbyggðin hátt verð fyrir sinn fisk í íslenskum krónum talið og markaðsverð á fiski erlendis hefur verið hátt undanfarin ár í erlendri mynt.

Þegar við getum veitt nokkur hundruð þúsund tonn af loðnu á ári eru þessar veiðar að sjálfsögðu búbót fyrir okkur en loðnan hefur að langmestu leyti farið í bræðslu og fyrir hvert kíló af loðnu fæst mörgum sinnum lægra verð en fyrir hvert kíló af þorski. Lítill hluti af loðnunni hefur hins vegar verið frystur og fyrir frysta loðnu fæst mun hærra verð en loðnu sem fer í bræðslu.

Íslendingar og Norðmenn hafa étið hrefnukjöt en Norðmenn hafa sjálfir veitt töluvert af hrefnu undanfarið, þannig að ekki seljum við hrefnukjötið til Noregs.

Og við gætum eingöngu selt langreyðarkjöt til Japans en Japanir veiða sjálfir stórhveli og mjög erfiðlega hefur gengið að fá leyfi til innflutnings á hvalkjöti þar. Þar af leiðandi hefur íslenskt hvalkjöt legið lengi í frysti með tilheyrandi kostnaði.

Eins og ég hef nú þegar tíundað éta hrefnur og langreyðar mjög lítið af verðmætasta fiskinum og enda þótt hér yrðu veiddar 100 hrefnur og 150 langreyðar á ári skiptir það NÁNAST ENGU MÁLI fyrir lífríkið í hafinu hér.

Langreyðurin heldur sig á djúpslóð og er fardýr, líkt og flestir aðrir hvalir hér við land. Hún kemur hingað snemma á vorin og fer seint á haustin suður í höf, þar sem hún makast og ber. Og langreyðurin er venjulega horfin úr íslenskri efnahagslögsögu í nóvember.

Samkvæmt talningum Hafrannsóknastofnunar eru um 16 þúsund langreyðar á hafsvæðinu milli Íslands og Austur-Grænlands en tæplega 19 þúsund á milli Austur-Grænlands, Íslands og Jan Mayen (norðan 50. breiddargráðu).

Á Mið-Atlantshafssvæðinu eru um 72 þúsund hrefnur og þar af eru um 56 þúsund dýr á íslenska landgrunninu. 

Hundrað hrefnur eru því um 0,002% af hrefnustofninum hér og 150 langreyðar um 0,004% af langreyðarstofninum.

Þar að auki hafa veiðar á langreyði verið stundaðar á skipum gerðum út frá Reykjavík og það einungis nokkra mánuði a ári.

Ferðaþjónustan hér kemur hins vegar fyrst og fremst ALLRI landsbyggðinni til góða, erlendir ferðamenn ferðast um ALLT landið og dreifa um það fimmtíu milljörðum króna á ári.

Þúsundir útlendinga myndu koma hingað árið um kring, ekki bara á sumrin, EF við myndum EKKI veiða hval og tíu þúsund erlendir ferðamenn dreifa ÁRLEGA um ALLT landið einum milljarði króna.

Þorsteinn Briem, 28.1.2009 kl. 14:03

13 identicon

Sæll Stefán Briem.

Þetta er einmitt það sem ég var að segja, þið grænfriðunar hættið ekkert að leita að nýjum rökum. Þegar maður rekur ofan í ykkur eitthvert bull, þá kemur bara helmingi meira bull í staðinn.

Ég get ekki betur séð en að hvalveiðar hafi gríðalega góð áhrif á þennan ferðamannaiðnað sem þú ert greinilega eitthvað tengdur. Ferðamönnum hefur fjölgað ennþá meira eftir að við hófum að veiða hvali aftur. Vertu því bara feginn að við erum að fara veiða hvali í sumar.

Stefán (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband