28.1.2009 | 12:50
Að klæða deilu í búning.
Oft er að heyra af fréttum af deilum að miklu skipti út á við að deiluaðilar færi ágreininginn í þann búning að sem best komi út fyrir viðkomandi. Fréttin um það hvort skrifegur listi hafi verið settur fram eða að ekki hafi öllu skilyrðin komið fram er dæmi um þetta.
Þetta ástand minnir á fleiri stjórnarslit þar sem mikill tími fór í það eftirá að hvor aðilinnn um sig reyndi að sýna fram á að það hafi fyrst og fremst verið viðsemjandinn sem átti sök á slitunum.
Þegar rykið sest er samt líklegast að þetta verði aðalatriðin og að meðal þeirra séu útspil annarra flokka sem í raun var óformlegt upphaf á viðræðum við þá um myndun nýrrar stjórnar:
Óvenjulega mikil mótmælaaalda í þjóðfélaginu veldur vaxandi óánægju innan Samfylkingarinnar með það hve hægt miði í stjórnarsamstarfinu en veikindi formanns Samfylkingarinnar tefja líka og eykur sundrung í henni.
VG tekur upp hugmynd um sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn að ESB og gefur þannig eftir í því máli.
Framsóknarflokkurinn býðst til að verja minnihlutastjórn Sf og VG vantrausti.
Flokksfélag Samfylkingar í Reykjavík krefst stjórnarslita.
VG lætur ekki steyta á Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.
Í lok viðræðna stjórnarflokkanna kemur krafa Samfylkingar um að hún fái forsætisráðuneytið, sem jafngildir í raun vantrausti Samfylkingarforystunnar á samstarfsaðilann í ríkisstjórninni.
Svona sýnist þetta vera í aðalatriðum.
„Ótrúlega ómerkilegt“ af Samfylkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Aðild Samfylkingar að fráfarandi ríkisstjórn gerir hana vanhæfa til að hafa forsætisráðuneytið á hendi. Það eitt hefur rúið hana trausti.
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 28.1.2009 kl. 13:50
Þetta er auðvitað rétt greining. Krafan um að víkja Geir H. Haarde úr forsætisráðherraembættinu var í raun ekkert annað en tilkynning um stjórnarslit.
Axel Axelsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 14:02
Góð greining Ómar. Auðvitað er frumforsendan mótmælinn sem tóku stigbreytingu þann 20. janúar. Það var ekki hægt að fela sig lengur undan vilja fólksins í landinu þó svo að sjálfstæðismenn reyni hvað þeir geta að klína alls kyns óskunda á Samfylkinguna. Skynsamt fólk sér í gegnum þetta moldviðri sem mun aldrei endandst.
XXX (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.