Kjördagurinn viðkvæmur.

Það er skiljanlegt að kjördagurinn sé ágreiningsmál milli stjórnarflokkanna.

Samfylkingin vill sem lengstan tíma til þess að ná vopnum sínum og fylkja liði eftir brotthvarf varaformannsins og ólguna í flokknum í vetur. 

VG vill kjördag sem fyrst. Því styttri tíma sem stjórnin situr, því betra fyrir hana, því færri erfiðar ákvarðanir og því styttri tími undir "oki IMF." VG hefur reynslu af því að það fjarar undan þeim síðustu vikurnar fyrir kosningar og vill sigla sem lengst á bylgju vinsældanna í vetur. 

Steingrími hefur tekist vel að líma flokkinn saman og ýmis konar ágreiningur innan hans, svo sem um útspilið varðand kosningar um aðildarumsókn að ESB og slökun gagnvart IMF, hefur horfið í reyknum af átökunum í hinum flokkunum. 


mbl.is Nýr fundur klukkan 10
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hárrétt greining hjá þér Ómar

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.1.2009 kl. 15:42

2 Smámynd: Dunni

Samfylkingin kemur til að hagnast meira en VG á því að hafa kosningar seint í mars eða byrjun apríl.  Samfylkingin hefur góðan mannskap til að stilla upp í kröftuga kröftuga kosningabaráttu.

VG hefur örugglega þegar tapað einhverju af því fylgi sem villtist til þeirra í síðustu könnunum. Nú er fólk farið að átta sig á því að það er ekki bara Steingrímur Sigfússon sem kosið er um.  Það er líka Ögmundur Jónasson og fáir vilja sjá hann í ráðherrastól.

Svo kemur það brátt í ljós að VG stendur fyrst og fremst fyrir atvinnunöldri og strax á fyrstu viku nýrrar stjórnar verður komin stórstraumsfjara í fylgi flokksins.

Verst fer Sjálfstæðisflokkurinn út úr kosningum snemma vors.  Þeir þurfa tíma til að sleikja sárin og lappa upp á flokkinn með nýjum formanni. Innanflokksátök eru óumflýjanleg í Valhöll og það er ekki ákkurat það sem stjórnmálaflokkur þarf 60 dögum fyrir kosningar.  

Dunni, 28.1.2009 kl. 16:00

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fylgi framsóknar rauk upp um 300% við formannsskipti. Því ætti formannskipti að hafa slæm áhrif á Sjálfstæðisflokkinn?

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.1.2009 kl. 16:28

4 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Ég leyfi mér að benda á 28. mars eða 25. apríl sem æskilega kjördaga. Daginn eftir þann 28. mars er síðasti venjulegur sunnudagur í föstu. Næsta laugardag eftir og þá helgina byrja fermingar víða um land (pálmasunnudag) og kann það að dreifa fólki út um allar trissur. Eftir þá helgina tekur dymbilvika/kyrravika við. Síðan kemur páskahelgin og páskavikan. Mér finnst ekki rétt að vera með stórfeldan kosningaáróður yfir páskana.  Svo næsti möguleiki að halda kosningar myndi þá vera 25. apríl. Næsta laugardag eftir það er heldur ekki sniðugt að halda kosningar þar sem margir fara í ferðalög þann 1. maí (þar sem sá dagur er föstudagur). Það væri kaldhæðni að kjósa 9. maí þar sem það er Evrópudagurinn og allir dagar eftir það eru að mínu mati "of seint".

Baldur Gautur Baldursson, 28.1.2009 kl. 17:44

5 Smámynd: Sævar Helgason

Sjálfstæðisflokkur er nú um stundir afar  slæmt vörumerki- hver svo sem formannsandlitin eru.  Rústir nýfrjálshyggjunnar eru enn áþreifanlegt minnismerkin og verða í nokkur ár..  Sjálfstæðisflokksins bíður löng eyðimerkurganga.  Hann kemur síðan aftur til leiks að 8-12 árum liðnum- hreinn og ferskur- en gjörbreyttur frá því sem nú er.

Sævar Helgason, 28.1.2009 kl. 18:04

6 identicon

Ég spái því að Sjálfstæðisflokkurinn komi sterkur inn og fyrr en nokkur gæti trúað því að meirihluti þjóðarinnar er miðjufólk og hægra megin við það í raun. Þegar vinstri stjórnin fer að beita sér fer fljótt að fara um Íslendinginn og þá verður valið auðvelt þar sem búið verður að greina hvað fór úrskeiðis, setja nýja stefnu fram á við, og skipta um áhöfn í Sjálfstæðisflokknum. Það var ekkert athugavert við stefnu Sjálfstæðisflokksins eða hugsjón hans heldur brást framkvæmdin og eftirlitið. Þegar búið verður að setja nýjar reglur og markmið kemur fjöldinn með. Við gætum þurft að bíða eitt kjörtímabil en það nýtist þá vel. Spyrjum að leikslokum.

Adda Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 18:16

7 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er aðalatriði í þessu að tala við fulltrúa mótmælenda. Það er þeirra vinna sem hefur fært okkur kosningar og þeirra hagsmunir sem eiga að ráða. Þeir hafa flestir rætt um maí-júní af því sem ég best fæ séð. Mér finnst því hugmynd Samfylkingarinnar um 30. maí ekki vera slæm. Þeir sem vilja hafa áhrif er bennt á að senda þeim sem eru að semja tölvupóst. Það er ekki heiðarlegt að gagnrýna bara það sem gert er án þess að koma með eigin tillögu og koma henni á framfæri.

Héðinn Björnsson, 28.1.2009 kl. 19:19

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Guðjón Arnar Kristjánsson hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði við stjórnarslitin að komandi ríkisstjórnar biði ekkert nema óvinsælar aðgerðir.

Ómar Ragnarsson, 28.1.2009 kl. 19:21

9 Smámynd: Sævar Helgason

"Það var ekkert athugavert við stefnu Sjálfstæðisflokksins eða hugsjón hans heldur brást framkvæmdin og eftirlitið"

Efnislega sögðu kommúnistarnir þetta sama við hrun kommúnstmans.  Það er þetta með mannlegt eðli... 

Sævar Helgason, 28.1.2009 kl. 19:45

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sævar, það nákvæmlega er að gerast út um allan heim og er að gerast hér. Ekki er það Sjálfstæðisflokknum að kenna.

Adda, ég tek undir allt sem þú segir.

En að flýta kosningum fram úr hófi er mjög ólýðræðislegt gagnvat þeim sem vilja koma með ferska vinda inn í íslenska pólitík.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.1.2009 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband