Einstigi sanngirninnar.

Icesafe málið er gott dæmi um það að sanngirni er oft nauðsynleg til að leysa erfið og stór mál. Nú er brýn þörf á því fyrir okkur Íslendinga að endurreisa traust okkar á erlendum vettvangi.

Það er til dæmis ekkert grín sem Stefán Jón Hafstein sagði frá í þættinum Í vikulokin að þegar hann þyrfti að leita til manna í myrkustu Afríku til að vinna verk fyrir sig kæmi oft spurningin: "Er hægt að treysta því að þið Íslendingar borgið?"

Þetta er alveg ný staða. Á hinn bóginn verðum við með festu og lagni að leita allra mögulegra leiða til að komast sem best frá Icesafe-málinu og brenna engar brýr að óþörfu. Þar verðum við meðal annars að höfða til sanngirnissjónarmiða og vinna málstað okkar fylgi erlendis.

Það var breskt-bandarískt Thathcer-Reagan kerfi sem beið skipbrot og varð Íslendingum svo miklu dýrkeyptara en öðrum þjóðum. Hér var þessu kerfi að vísu leyft að þenjast út í meira stjórnleysi og andvaraleysi en hjá öðrum þjóðum og af því súpum við seyðið.

Það er engum í hag, ekki heldur Bretum, að lagðar séu dæmalausar klyfjar á herðar komandi kynslóðir Íslendinga því að Bretar bera líka sína ábyrgð á því hvernig fór.

Framundan er líklegast löng og ströng barátta fyrir hagsmunum Íslendinga. Jafnvel Þjóðverjar fengju eftir tvær heimsstyrjaldir að greiða stríðsskaðabætur sínar á þann hátt að það íþyngdi þeim ekki.


mbl.is Opnast Icesave-málið að nýju?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara ein athugasemd, Þjóðverjar fengu aðeins meira svigrúm af því allt kerfið var bókstaflega hrunið hjá þeim, virkjanir ónýtar, verksmiðjur, heilu borgirnar i rústi, þeir þurftu að byrja allt upp á nýtt.

Við hérna heima við höfum nóg af orkulindum og allt virkar, þurfum ekki að byggja versksmiðjur og fleira eins og Þjóðverjar, þetta er smá munur en samt maður spyr sig. 

Ragnar Heiðar Jónsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 09:50

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sorglegt að lenda í slíku,
í svörtustu henni Afríku,
Icesave stóra okkar tjón,
átti að greiða Stefán Jón.

Þorsteinn Briem, 29.1.2009 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband