Gildið margfalt fyrir smáplássin.

Dauðinn sem færst hefur yfir litlu sjávarþorpin á landinu hefur ekki aðeins haft slæm áhrif á fólkið sjálft sem þar býr. Með falli krónunnar skapast nýir möguleikar fyrir svonefndan ecotourism, það er umhverfisferðamennsku.

Hluti af því getur verið sú upplifun sem ferðamaðurinn fær við það að koma í lítið sjávarþorp og upplifa þá menningu sambýlis manns og sjávar sem þar er að finna. Ekki dregur það úr gildi þessa lífs, sem setja þarf í sjávarplássin að geta auglýst að þar séu stundaðar vistvænustu veiðar sem mögulegar eru með lágmarks eldsneytiseyðslu og án þess að skrapa botninn og skemma hann.

Það þarf að skoða hugmyndir um byggðalandhelgi þar sem aðeins eru leyfðar slíkar veiðar með því skilyrði að bátarnir séu í eigu heimamanna og leggi aflann þar upp. Slíkan fisk má selja á síhækkandi verði eftir því sem menn uppgötva betur gildi vistvænnar nýtingar.

Íslandshreyfingin viðraði slíkar hugmyndir fyrir síðustu kosningar þar sem lögð var áhersla á að fara varlega af stað til þess að ekki yrði sprenging í veiðunum eins og varð á sínum tíma þegar reynt var að losa um kvótakerfið.


mbl.is „Góð áhrif á huga og sál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í eyna kom einn ecotúristi,
Ólöf þá meydóminn missti,
er karlinn þar hana kyssti,
kvótalaus í öllu upp hristi.

Þorsteinn Briem, 28.1.2009 kl. 23:36

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Voðalega er þetta eitthvað billegt Ómar - Er ekki nær að leyfa sjávarþorpunum að veiða eins og gert var um áratugaskeið áður en farið var í þessa dellu sem gengur þvert á alla vistfræði, þ.e. að byggja upp þorskstofninn en það hefur hvergi tekist í heiminum.

Sigurjón Þórðarson, 29.1.2009 kl. 00:44

3 Smámynd: SYDRIX

Sæll,,SAMMÁLA Sigrjóni   ég er á dalvik og ætla mer ekki að vera syningagripur fyrir einhverja túrista sem koma yfir einn mánuð á ári hvað með rest af árinu?

og er það ekki pínu ruglað að menn með fjolskildu sem eru undan sjómonnum og eru sjómenn meigi hafa sinn bát og 2-3 rúllur það gæti bjargað morgum,

mig fynnst þið þarna oll vera færast i kommonista pælingar..........þá meina ég xv.xs .xí

SYDRIX, 29.1.2009 kl. 01:17

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Marinó (SYDRIX). Enginn hefur áhuga á að skoða karlmenn á Dalvík og Ólafsfirði, þannig að þú þarft engan veginn að hafa áhyggjur af því atriði. Hins vegar skoða margir ferðamenn skipslíkan sem móðurafi minn smíðaði og er í ráðhúsinu á Dalvík.

Vegna gengisfalls íslensku krónunnar hefur erlendum ferðamönnum fjölgað mikið hér og kaup þeirra á vörum og þjónustu hafa stóraukist undanfarna mánuði.
Í október síðastliðnum komu 32 þúsund erlendir ferðamenn til landsins og þeir eyddu hér rúmlega þremur milljörðum króna.

Langflestir þeirra ferðast um landið og Dalvíkingar hafa hingað til ekki slegið hendinni á móti peningum. Alla vega hefur sparisjóðsstjórinn á Dalvík þegið mína. Þar að auki ferðast mun fleiri Íslendingar um landið en áður vegna gengishruns krónunnar.

Á Dalvík er til dæmis hótel, Fiskidagurinn mikli, sjóstangveiði, hvalaskoðun, byggðasafn, skíðalyfta í Böggvisstaðafjalli, golfvöllur í Svarfaðardal, hestaleiga, bændagisting á nokkrum bæjum, kanósiglingar á ánni, hálfs milljarðs króna ferja út í Hrísey og Grímsey, Héðinsfjarðargöng verða opnuð fyrir umferð á næsta ári og þá verður einungis 32ja kílómetra akstur á milli Siglufjarðar og Dalvíkur.

"Endurgreiðsla á virðisauka til erlendra ferðamanna jókst ... gríðarlega og því ljóst að sala á ýmsum vörum til þessa hóps hefur aukist mikið. Endurgreiðsla Iceland Refund í upplýsingamiðstöðinni í október og nóvember jókst að meðaltali um 194% milli ára 2007 og 2008.

Í takt við metfjölda í upplýsingamiðstöðinni í desember varð alger sprengja í endurgreiðslu virðisauka til erlendra ferðamanna í þeim mánuði eða 400% og því líklegt að töluvert margir hafi keypt jólagjafir í borginni áður en haldið var heim."

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/01/27/ovenju_mikid_um_erlenda_ferdamenn/

Þorsteinn Briem, 29.1.2009 kl. 04:16

5 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Þetta er mjög rökrétt og fallega hugsað Ómar, gallinn er hins vegar sá að allar svona glufur sem opnaðar eru til að auka frelsi í fiskveiðum, eru misnotaðar á Íslandi.

Aðalsteinn Bjarnason, 29.1.2009 kl. 08:44

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

SYDRIX, ég var einmitt að tala um veiðar á þínum nótum. Ég skil ekki að þér skuli ekki hugnast það að Dalvíkingar geti með stolti gefið aðkomufólki, sem færir þeim tekjur, kost á að upplifa það fyrirmhyndar umhverfi sem hægt er að skapa.

Ég hélt að það væri keppikefli flestra að geta verið stoltur af því sem gestir sjá hjá manni.

Ómar Ragnarsson, 29.1.2009 kl. 09:19

7 Smámynd: SYDRIX

Ómar ég er mjog stoltur af fegurðini hér i kryng og vill ekki skemma það er ekki það sem ég vill enn ég vill kaupa trillu og róa sjálfur! ég hef réttindi og allt það enn má ekki veyða neitt nema kaupa eða leygja og þá getur ekki ráðið mann eða menn  það er stór galli i þessu þetta er eimmit sem við eigum að einblína á  og fiskveiðar i ám hætta taka möl úr ánum ég fæ fyrir hjartað þegar ég sé tokur úr góðum ám einsog hér i kryng  eyjafjarðará gott dæmi umm skemdarverk

SYDRIX, 29.1.2009 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband