Fleiri hafa tíma og ástæðu til að mótmæla.

Það verður spennandi að sjá hvaða áhrif það hefur á mótmælin að búið er að fullnægja öllum skilyrðunum sem mannfjöldinn hrópaði á Austurvelli í vetur.

Ef stjórnvöld gefa sér það að nú detti botninn úr mótmælafundunumer ekki víst að forsendurnar fyrir slíku mati séu þær sömu og við eðlilegar aðstæður.

Meðan hér var nóg atvinna og fólk á fullu við að græða eftir því sem færi gáfust var kannski erfitt að aka Jóni og Gunnu út úr sjónvarpssófnum. 

Þetta er gerbreytt. Bráðum verða komnir meira en 20 þúsund manns, sem hafa lítið annað við tímann að gera en að fara á fjöruga mótmælafundi. 

Sífellt koma nýjar og verri fréttir og veskin eiga eftir að minna fólk á hrunið og kreppuna á hverjum degi. 


mbl.is 18.000 á atvinnuleysisskránni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Næstu mótmæli verða að fara fram í kjörklefanum. Þegar þjóðin afneitar Sjálfstæðisflokknum vegna landráðsins.

Þór Jóhannesson, 29.1.2009 kl. 23:57

3 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Það er nauðsynlegt að halda fundunum áfram -til að halda þeim við efnið. Láta þá ekki gleyma hver það er sem á að ráða för.

María Kristjánsdóttir, 30.1.2009 kl. 07:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband