Loksins lítið skref í rétta átt.

Kristinn Guðmundsson var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Ólafs Thors 1953-56. Síðan þá hefur flokksræðið verið gersamlega alrátt í framkvæmdavaldinu hér á landi og hin hefðbundna leið inn í ráðherrastól að vera alinn upp innan flokksins frá ungligsárum og klifrað upp metorðastigann þar í takt við flokkseigendafélagið.

Stundum hafa nær heilu þingflokkarnir verið í ráðherrastólum og ráðherrarnir skipað sérstakan tólf manna þingflokk á þinginu.

Ókostir vaxand ofríkis framkvæmdavaldsins hafa orðið æ berari og nú er svo komið að þjóðin verður að segja: Nú er nóg komið !

Það verður að breyta þannig hugsunarhætti og stjórnskipan að fram fari nauðsynleg og tafarlaus endurreisn lýðréttinda og lýðræðis.

Skipun Gylfa Magnússonar, ef af verður, er lítið en mikilvægt skref í rétta átt. Helst hefði meirihluti nýrrar stjórnar þurft að vera utanþingsráðherrar til þess að marka það upphaf komandi skipunar að ráðherrar sitji ekki jafnframt á þingi.


mbl.is Gylfi tók ráðherraboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Sammála Ómar.

Lykilatriði fyrir lýðræðið í landinu er að ráðherrar verði ekki þingmenn.  Ef að þingmaður verður ráðherra tekur varamaður sæti hans í salnum og atkvæði.  

Verður að gerast.

Vandinn er reyndar stundum sá þá að möguleiki gæti orðið á því að þingflokkar gætu ráðið til sín menn utan þings sem kjósendur þeirra hefðu litla trú, eða velþóknun, á.  Jafnvel spillingarvaldur???

En ég er hjartanlega sammála þér í því að framkvæmdavaldið þarf að koma niður á jörðina!

Magnús Þór Jónsson, 30.1.2009 kl. 09:58

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"That's one small step for a man, one giant leap for mankind."

Eða öfugt.

Þorsteinn Briem, 30.1.2009 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband