Ójöfnuður eykst.

Á sama tíma sem þúsundir manna bætast í hóp atvinnulausra af völdum hruns sem fjármálaglæfrastefnan olli, berast fréttir af því að á síðasta ári hafi forstjórar Eimskips fengið að meðaltali hálfa milljón króna í laun á dag !

Það eru tvö hundruð sinnum hærri laun en atvinnuleysisbæturnar.

Launin komust meira að segja upp í allt að milljón á dag. 2008 tap á rekstri Eimskips það mesta sem vitað er um hér á landi hjá nokkru fyrirtæki og árið áður var líka tap.

Ofurlaun forstjóra voru á sínum tíma réttlætt með því hve mikill gróði væri á fyrirtækjunum, sem þeir stjórnuðu og að þeim ætti að umbuna fyrir það.

Í ljósi þessa er það óskiljanlegt að ofurlaunin hafi haldið áfram, ekki bara tapárið 2007 heldur líka margfalt verra tapár á eftir. Í "gróðærinu" jókst ójöfnuður í þjóðfélaginu og það virðist ekkert lát á því.


mbl.is Atvinnulausum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Yfir mínu óskabarni,
ég nú græt í skarni,
ofurlaunin undur slík,
aldrei voru mínum lík.

Þorsteinn Briem, 30.1.2009 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband