"Þá getum við alveg eins..."Lofar ekki góðu.

Ég hjó eftir einni setningu í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar varðandi það að Framsóknarmenn telja sig hafa umboð til þess ráða stjórnarsáttmála stjórnar sem þeir telja sig ekki hafa umboð til að sitja í.

Hann sagði að verkáætlun komandi vinstri stjórnar væri þannig að þá gætu við alveg eins haft stjórnina sem var.

Enn og aftur komum við að oddaaðstöðu Framsóknar, sem ég benti á eftir síðustu kosningar og hún notar sér til hins ítrasta nú.

Flokkurinn ætlar að anda ofan í hálsmálið á komandi ráðherrum og rífa í stýrin ef þurfa þyki. Lofar ekki góðu um föst tök komandi stjórnar á vandamálum þjóðarinnar.

Úr orðum Sigmundar Davíðs má lesa hótun Framsóknar um að fara sömu leið og í borgarstjórn að fara á ný inn í gamla meirihlutann með Sjálfstæðisflokknum.

En slíkur hringlandaháttur myndi verða stjórnarmyndunarflokkunum til þvílíkrar minnkunar að útilokað er að klókir stjórnmálamenn gangi svo langt að klúðra þessari stjórnarmyndun. Tími Jóhönnu hlýtur að koma. 

Á hinn bóginn er sérkennilegt að vinstri flokkarnir skuli ekki hafa reiknað með því að Framsókn þyrfti einhvern tíma til að sjá víxilinn sem þeir áttu að láta fara í umferð. Aflýsing hátíðarinnar á Austurvelli er neyðarleg og klaufaleg uppákoma. 

Nú fer helgin sem sé í aðrar stjórnamyndunarviðræður. 


mbl.is Telur forsendur fyrir stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Mér finnst það gott hjá Framsókn að hafa vel menntaðan prófsor sér til halds og trausts. Þetta virkar á mig eins og hann hafi gripið inní og ég  reyndar vona það líka. Við eru einfaldlega búin að fá nóg af spunasáttmálum lítið menntaðra stjórnmálamanna. Núna er tím fagfólksins kominn og það er það sem við viljum sjá í ríkisstjórn

Gylfi Björgvinsson, 30.1.2009 kl. 19:42

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hika er sama og tapa. Skútan er að sökkva og menn er að ræða málin niðri messa. Nú þarf hæfa menn upp í brú eða einhverja vana til að fylla upp í gatið eða ausa dallinn.

Stjórnmálaþjóðinni henni finnst voða gaman, bla, bla, bla,.... Þau eru alltaf al læra, voða gott fólk. Við þurfum að ræða hvað á að gera. Þetta er tími stefnumarkanna.

Júlíus Björnsson, 30.1.2009 kl. 19:49

3 Smámynd: Sævar Helgason

Hvernig taka mótmælendur Sjálfstæðisflokknum með Framsókn saman í nýrri ríkskisstjórn ?  Hönnuðum þess ástands sem hér er- og með öllum þeim spillingaröflum í báðum flokkum....  Ég held að ástandið gæti orðið ansi skrautlegt.. 15-20 þúsund atvinnulausir og heimilin og atvinnulífið að komast á vonarvöl.  Og aðalspillingaröflin komin að kjötkötlunum.  Ég held að Framsókn ætti að standa við það sem í upphafi var ákveðið- veita nýrri ríkisstjórn hlutleysi- og núna strax.

Sævar Helgason, 30.1.2009 kl. 20:07

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sævar, stjórnarflokkarnir verða auðvitað að uppfylla þau skilyrði sem sett voru í upphafi.

Gestur Guðjónsson, 30.1.2009 kl. 20:42

5 Smámynd: Georg Birgisson

Sigmundur er að skjóta sig í fótinn.

Með því að blanda sér beint í gerð verkáætlunar minni hlutastjórnarinnar er að að gerast þáttakandi og verður þar með að hluta ábyrgur.

Ef illa gengur hjá minni hlutanum þá mun verða ósannfærandi ef Sigmundur ætlar að fara að gagnrýna Samfylkinguna og Vinstri Græna í kostningabaráttunni fyrir slæmann árangur því hann yfirfór og samþykkti allt saman. Hinsvegar, ef áætlunin gengur upp, þá fá S og FG heiðurinn en ekki Framsókn.

Georg Birgisson, 30.1.2009 kl. 21:17

6 Smámynd: Benedikt V. Warén

Afturfótafæðing er aldrei góð, því er rétt að snúa fóstrinu, - eins og framsókn er að reyna að gera.

Benedikt V. Warén, 30.1.2009 kl. 22:12

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Skil ekki stressið.  Sólahringur til eða frá til að skoða málið.  Það hefur aldrei þótt góð latína að skrifá upp á óútfylltan víxil, - allra síst núna.

Samfylkingin var í 106 daga að dilla sér með sjálfstæðisflokknum eftir hrunið, og tala á Alþingi m.a. um exem í hrossum fyrsta daginn eftir jólafrí þingmanna. 

Halló, - vissu þeir ekki um vandamálin úti í þjóðfélaginu??  Hafa flokksmenn Samfylkingarinnar ekki aðgang að fjölmiðlum??

Benedikt V. Warén, 30.1.2009 kl. 22:17

8 identicon

Þjóðfélagið er á suðupunkti!

Það er einsgott að fólk framkvæmi eins og það talar. Ef að þau ná ekki þjóðinni með sér, þá munu orð fráfarandi forsætisráðherra loksins fá vigt: Guð blessi Ísland.

Eða eins Obama orðar það upp á íslensku:

Spurðu ekki sjálfan þig hvað Ísland getur gert fyrir þig, spurðu heldur sjálfan þig hvað þú getur gert fyrir Ísland.

Þetta er samviskuspurning íslendinga í dag.

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 22:24

9 Smámynd: Þór Ólafsson

Ég held að það sé alveg öruggt að eftir þetta útspil mun framsókn stæra sig að hlutdeild sinni og reyna að fá sinn skerf af hrósi og þakklæti fyrir, þeir munu ekki standa óhreifðir við hliðarlínuna og horfa á samfylk og græna fagna vel unnum verkum. Svo er nú annað mál þessi afstaða sem þeir taka nú í dag. Hún er, hygg ég, til þess fallin að setja framsókn í lykilstöðu. Nú sýna þeir að þeir mögulega hafa vald til að fella minnihlutastjórn sýnist þeim svo, þannig að það er best fyrir samfylk og græna að halda þeim góðum vilji þeir að þetta gangi upp. Ég sé þetta sem vissa kúgunar taktík.....

Þór Ólafsson, 30.1.2009 kl. 22:35

10 identicon

ER þetta sem það réttlæti sem Íslensk ÞJÓÐ var að krefjast með öllu þessum mótmælumsem háðar voru fyrir réttlæti. Eigum við að sætta okkur við að siðlaus flokkur eins og Framsóknarmanna stoppi allar þær framfarir sem og þá siðbót sem Ísland þarf að fara í gegn um til að hér verður aftur réttaríki sem við getum sætt okkur við?

Guðrún Hkín (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 22:35

11 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég er farin að biðja þess að Framsókn hætti alveg að fá sín 6% ...eða voru það 4%?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.1.2009 kl. 23:28

12 identicon

Þegar kemur að gömlu  fjórflokkunum (Framsóknarflokknum, Sjálfstæðisflokknum, Samfylkingu og Vinstri grænum) eru annars vegar þekki ég þá vel. Hér kemur athugasemd sem ég skrifaði 27.jan sl.hér á þessari síðu.

..Þetta fley er ekki komið í höfn. Það kæmi mér ekkert á óvart að Framsóknarflokkurinn hætti við að síðustu stundu og myndaði stjórn með Sjálfstæðisflokknum og Frjálslyndi flokkurinn fengi eftirvil að vera með sem hækja þeirra fram að kosningum.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 19.02''

P.S. Kæru kjósendur standið vaktina þeir gömlu munu leggja sig í líma við að reyna að blekkja ykkur með alkyns sjónhverfingum fram að kosningum!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

Situr í stjórn Íslandshreyfingarinar

B.N. (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 00:29

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hér tel ég skýringuna á siðspillingu íslenskar stjórnmála frá því að Ísland var fullveldi liggja. Þjóðarblekking í meir en hálfa öld.

Júlíus Björnsson, 31.1.2009 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband