Saga Jóhönnu og drápið á Faxa.

Óvænt eldflaugarskot á Jóhönnu Sigurðardóttur efst upp á himin stjórnmálanna mun vafalaust kveikja áhuga sagnaritara á að skrá sögu hennar.

Í mér blunda meðal annarra sagnfræðingur og tónlistarmaður og skemmtikraftur.

Þessir þrír menn hafa oft lagt saman í púkk í fimmtíu ár og ekkert lát þar á. Atburðirnir í vetur hafa verið gullnáma fyrir skemmtikraftinn.

Í tengslum við það að birta fyrstu ljósmyndina á þessari bloggsíðu læt ég fljóta með til gamans lagið "Saga Jóhönnu, sem ég raulaði inn á disk fyrir hennar hönd með undirleik Vilhjálms Guðjónssonar. 

DSCF0941

 

Myndin er af fossinum Faxa í Jökulsá í Fljótsdal, ein af síðustu myndunum sem tekin var af 15 fossum, sem þurrkaðir voru upp í Jökulsá í Fljótsdal í haust til að veita vatninu úr þeim yfir í jarðgöng til Kárahnjúkavirkjunar. 

Á vef virkjunarinnar segir nú flestir þessara fossa séu meira en 30 metra háir, sem sé á hæð við allan Gullfoss. Þrætt var fyrir þetta áður en fossarnir voru teknir en nú er það "óhætt," ekki aftur snúið.

Faxi og Kirkjufoss eru tveir fossar á hæð við Gullfoss ofarlega í ánni. Faxi er tvílitur, eini stórfossinn af ca 10-12 stórfosssum á Íslandi sem þannig var.

Hægra megin er fossinn tær vegna þess að vatnið úr Laugará fellur þar í hann.  

Með einni virkjun, Kárahnjúkavirkjun, voru þurrkaðir upp þrír af stórfossum Íslands, 30% fossa í þessum flokki. Ef smellt er inn á myndina af Faxa má stækka hann og með því að smella á hann aftur fá myndina í fulla stærð og þá nýtur fossinn sín betur. P. S. Meðan reynt var að treysta á það hve lítt þekktir fossarnir eystra voru var reynt að gera sem minnst úr þeim. Talan 15 fossar sem eru hærri en 30 metrar eins og stendur í fréttinni á Kárahnjúkavefnum er hins vegar ýkjur, hvaðan sem það er nú komið. Fossarnir eru fimmtán en aðeins Kirkjufoss og Faxi eru svo háir. Hinir eru minni. Og síðan er annar eins fjöldi í Kelduá sem drepnir voru í haust. Og eitt enn: Þegar vatnið var tekið af Faxa var einn maður viðstaddur aftöku fossins og enginn viðstaddur við Kirkjufoss, því ekki gat ég verið á báðum stöðunum í einu. Allir voru uppi við stífluna þegar þetta gerðist.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Ólafsson

sorglegt .... gríðarlega sorglegt !!

Þór Ólafsson, 31.1.2009 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband