3.2.2009 | 09:22
Gott væri að draga Björg í bú.
Ég man ekki hve oft Alþingi hefur kosið nefndir til að endurskoða stjórnarskrána. Nefndin sem endurskoðaði hana fyrir lýðveldisstofnunina gerðir lítið nema að setja forseta í staðinn fyrir kóng. Meira að segja er skylt að flagga fyrir forsetanum á afmælisdegi hans eins og áður var flaggað fyrir kónginum !
Þær stjórnarskránefndir sem hafa verið skipaðar á lýðveldistímanum hafa litlu breytt. Þessi leið verður að teljast fullreynd og komið að því að uppfylla hugsjónir Vilmundar Gylfasonar um uppstokkun á stjórnarskránni með sérstöku stjórnlagaþingi.
Samsetning stjórnlagaþingsins skiptir miklu máli. Ef valið verður á það eftir línum flokkaveldisins gefur það ekki góðar vonir um útkomuna, jafnvel þótt þingmenn og ráðherrar megi ekki sitja á því þingi. Flokkarnir munu væntanlega eiga úr góðu úrvali fyrrverandi þingmanna og ráðherra að velja.
Björg Thorarensen er gott dæmi um þann mikla mannauð sem við eigum á flestum sviðum til að takast á við þau vandamál og úrlausnarefni sem stjórnmálamönnum hefur mistekist að ráða við. Hún er sérfræðingur á sviði stjórnarskráa og okkur veitir ekki af að
Nafn hennar vekur góðar hugrenningar. Ég var í fimm sumur í sveit hjá nöfnu hennar Runólfsdóttur, ömmusystur minni, sem hafði meiri áhrif á mig en nokkur önnur manneskja utan foreldra minna. Ég ætla að blogga um Björg Runólfsdóttur við tækifæri en hún skipar stóran sess í bókinni "Manga með svartan vanga" ef einhver hefur áhuga á að kynnast sögu hennar.
Björg kaus að vinna að nýrri stjórnarskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Framsóknarmenn leggja fram frumvarp um stjórnlagaþing.
Þorsteinn Briem, 3.2.2009 kl. 09:51
Það er ánægjulegt að lesa þessa færslu þína, það er eins og að komast á lygnan sjó yfivegunar og mannúðar. Í sturlunarmóðu bloggheima hefur Björg Thorarensen fengið sinn skammt af skömmum, óverðskuldað að mínu mati.
Flosi Kristjánsson, 3.2.2009 kl. 09:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.