3.2.2009 | 09:54
Davíð bætist við Jón Baldvin í "Sögu Jóhönnu."
Ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur um Seðlabankastjórnina eru auðvitað pólitísk og bætast við pólitíska sögu hennar í laginu"Saga Jóhönnu" sem heyra má spilaða í tónlistarspilaranum við hliðina á þessum bloggpistli og einnig fyrir neðan hann. Jóhanna glímdi á sínum tíma bæði við Davíð og Jón Baldvin og nú er röðin komin að Davíð hjá henni. Hún talar pólitískt vegna þess að stjórn peningamála þjóðarinnar flokkast undir stjórnmál.
Fyrsti Seðlabankastjórinn, Jóhannes Nordal, var ekki stjórnmálamaður og heldur ekki Jón Sigurðsson. En síðan seig á pólitísku hliðina og síðustu yfirbankastjórarnir hafa verið fyrrverandi stjórnmálaleiðtogar og stjórn bankans lituð af slíkum.
Þar að auki hefur stefna bankans síðustu ár verið pólitísk eins og sjá má af þessum fáu dæmum:
Stefna bankans var eitt af því sem olli allt of háu og uppspenntu gengi krónunnar. Afleiðingin varð kaup- fjárfestinga- og lántökuæði vegna þess að allt sem keypt var fékkst með 30-40% raunafslætti. Skuldir heimilanna fjórfölduðust og skuldir fyrirtækjanna þrefölduðust á nokkrum árum. Íslensk heimili urðu þau skuldsettustu í heimi í miðju "góðæri" sem byggt var að mestu úr upphugsuðum verðmætum. Sjávarútvegurinn leið svo fyrir skakka gengisskráningu að hann varð að skuldsetja sig út á ystu nöf gjaldþrots.
Bankinn skellti skollaeyrum árum saman við aðvörunum um að það byði hættu heim að stórauka ekki við gjaldeyrisvarasjóðinn.
Vaxtastefna bankans varð til þess að búa til Daemoklesarsverð jöklabréfanna sem hangir yfir þjóðinni og er eitt af því sem veldur því að við neyðumst til að búa við gjaldeyrishöft.
Bankinn losaði um bindiskyldu bankanna og notaði ekki vald sitt til að krefjast aukins lausafjár þeirra. Davíð Oddsson tafði það eins lengi og honum var unnt að við leituðum til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.
Hann sagði dýrustu setningu Íslandssögunnar, "við borgum ekki", sem spiluð var aftur og aftur á ljósvakamiðlum um allan heim og rústaði í einu vetfangi æru og heiðri þjóðarinnar.
Í báðum dagblöðunum fyrir nokkrum dögum voru rakin ummæli hans síðasta árið, þau borin saman við veruleikann og sýnt fram á að hann virtist lifa í öðrum heimi. Það er þörf á að breyta þeirri pólitík.
Yfirlýsingar jaðra við einelti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heilög Jóhanna er og verður ,, meindýraeyðir " Gott framtak það !
Stefán (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 10:02
Mér hefur alltaf þótt þingforsetinn fyrrverandi vera hálfgerður þverhaus. Hann virðist hvorki skilja að vitjunartími Sjálfstæðisflokksins og stjórnarhættir hans er runninn upp og eiginlega fyrir langt löngu.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 3.2.2009 kl. 10:41
Það gæti kostað 170 milljónir króna að losna strax við seðlabankastjórana þrjá, sem eru nú engir sparigrísir, en þeim peningum yrði vel varið. Fáum nú skáldsögur í röðum frá Davíð Oddssyni:
Góðir dagar án Jóhönnu Sigurðar I, II og III.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, sem situr í bankaráði Seðlabankans, í Wall Street Journal í gær:
"An old-fashioned Social Democrat of the Swedish ilk, with little sympathy for the business community, Ms. Sigurdardottir is seen as untainted by Iceland's financial debacle."
Grein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í Wall Street Journal.
Alls yrðu laun bankastjóra Seðlabanka Íslands 170 milljónir króna það sem þeir eiga eftir af skipunartíma sínum, miðað við laun þeirra nú. (Davíðs Oddssonar 57 milljónir, Eiríks Guðnasonar 47 milljónir og Ingimundar Friðrikssonar 66 milljónir.)
Bankastjórar Seðlabankans eru skipaðir til sjö ára í senn. Davíð Oddsson var skipaður seðlabankastjóri frá 1. október 2005 en Ingimundur Friðriksson frá 1. september 2006 og Eiríkur Guðnason var endurskipaður 1. maí 2005.
18.11.2008: Í Speglinum á RÚV var rætt við Ingva Örn Kristinsson hagfræðing, sem sagði að auk stýrivaxta hafi Seðlabankinn yfir tveimur mjög sterkum stjórntækjum að ráða, bindiskyldu bankanna og reglum um lausafé þeirra.
Seðlabankinn hafi getað sett bönkunum skilyrði um aukið lausafé og það hefði Seðlabankinn átt að gera strax árið 2004 til að afstýra því að bankarnir sigldu sig í kaf.
Og í fréttum Stöðvar 2 ræddu hagfræðiprófessorarnir Gylfi Magnússon, nú viðskiptaráðherra, og Þórólfur Matthíasson um skyldu Seðlabankans til að hafa stjórn á bönkunum með þessum stjórntækjum.
Þorsteinn Briem, 3.2.2009 kl. 10:47
Loksins,loksins er kominn sjávarútvegsráðherra sem vil leysa málinn með hagsmuni þjóðarinnar í huga. Hann er löngu búinn að gera sér grein fyrir því að frjálsar byggðatengdar krókaveiðar munu glæða atvinnulífið til muna og skemmir ekki að þessar veiðar eru umhverfisvænar. Það verður gaman að sjá Steingrím J. bretta upp ermarnar og gefa kvótakerfinu langt nef og heyra galsann og hávaðann frá fiskvinnsluhúsunum hljóma um sjávarbyggðirnar á ný. Frjálsar fiskveiðar með daga-og veiðfærastýringu á handafæri og línu allt að 12 mílur út sem væru byggðatengdar er lausnin sem Steingrímur J. á eftir að verða dáður fyrir að hafa ýtt úr vör um ókomna framtíð. Heyr,heyr
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 12:14
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra telur eðlilegt að greiða bankastjórum Seðlabankans 12 mánaða biðlaun, sem yrðu þá samtals um 44 milljónir króna, í stað þeirra 170 milljóna króna, sem þeir eiga væntanlega rétt á að fá greiddar, samkvæmt skipunartíma þeirra.
Mánaðarlaun Davíðs Oddssonar eru nú um 1,3 milljónir króna en Eiríks Guðnasonar og Ingimundar Friðrikssonar um 1,2 milljónir króna.
"Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eiga rétt á rúmum tólf milljónum króna í biðlaun næstu sex mánuði, þó þeir sitji áfram á þingi. Þeir fimm ráðherrar sem Fréttablaðið náði sambandi við ætla að þiggja biðlaun. Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, hefur lýst því yfir að hann afsali sér biðlaunum.
Mánaðarlaun ráðherra eru nú 855 þúsund krónur en laun forsætisráðherra 935 þúsund krónur. Af þessum upphæðum er þingfararkaup 520 þúsund krónur á mánuði."Þorsteinn Briem, 3.2.2009 kl. 12:50
Í bænum ljóta býr,
bóndinn furðu dýr,
ganga í fyrsta gír,
gerilsneyddar kýr.
Þorsteinn Briem, 3.2.2009 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.