Kviðdómur þjóðarinnar og ný ákvæði.

Á Íslandi er ekki fyrir sú hefð um kviðdóm sem ýmsar aðrar þjóðir hafa og tryggir þátttöku almennings í stjórnvaldsathöfnum á sviði dómsmála.

 Nýr þjóðfundur á Íslandi, 158 árum eftir hinn fyrri árið 1851, gæti markað upphaf að aukinni þátttöku og áhuga almennings á stjórnmálum og stjórnvaldsathöfnum sem er einn af grunnþáttum sanns og heilbrigðs lýðræðis og sáttar í samfélaginu.

Þess vegna skiptir val fulltrúa á stjórnlagaþing miklu máli. Á þinginu þarf að sitja nokkurs konar kviðdómur þjóðarinnar sem ásamt kunnáttumönnum hliðstæðum dómurum erlendis, sem setur okkur þau lög sem hefur vantað svo sárlea 

Mikilvægt er að inn í stjórnarskrá séu tekin atriði sem vantar í hana nú en hafa gefist vel í öðrum löndum. 

Nefna má ákvæði í finnsku stjórnarskránni sem á að tryggja rétt komandi kynslóða gagnvart því að núlifandi kynslóð hrifsi til sín stundargróða með fyrirsjáanlegum óafturkræfum áhrifum á frelsi og kjör afkomendanna. 

Að baki þessara ákvæða er grunnhugsunin um sjálfbæra þróun í ætt við það sem við Íslendingar samþykktum í orði á Ríó-ráðstefnunni fyrir 18 árum en höfum í verkum okkar virt að vettugi. 

Sjálfbær þróun eða nýting er sú þróun sem ekki skerðir möguleika komandi kynslóða til vals á sinni þróun eða nýtingu. 

Þessi ákvæði í finnsku stjórnarskránni setti það miklar hömlur og tafir á að þar í landi yrði í örvæntingu kreppunnar upp úr 1990 farið í stórvirkjun fyrir verksmiðjurekstur að hætt var við það og farnar aðrar leiðir sem reyndust mun heppilegri þegar upp var staðið,  - leiðir nýtingar mannauðs og ósnortinnar náttúru. 

Stendur ósnortin náttúra Finnlands þó langt að baki náttúruundrum Íslands.

Víða í löggjöf má finna dæmi um það að það getur gagnast okkur vel sem best hefur gefist hvað snertir stjórnarskrá og stjórnarfari annarra landa. Við eigum að nýta okkur reynslu þeirra af stjórnlagaþingum. 


mbl.is Lýðræðisskólinn sem þjóðin nam aldrei við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt frumvarpi Framsóknarflokksins um þjóðfund mun einungis Briemsættin eiga sæti á fundinum.

Það verður því enginn skríll á þjóðfundinum.


Bræðurnir Eggert , Jóhann og Ólafur Briem sátu þjóðfundinn árið 1851. Eggert, sýslumaður Eyfirðinga, og Ólafur, bóndi á Grund í Eyjafirði, sátu fundinn fyrir Eyjafjarðarsýslu en séra Jóhann, prestur í Hruna og prófastur í Árnesprófastsdæmi, sat fundinn fyrir Árnesinga.

Þjóðfundurinn 1851
var einn afdrifaríkasti atburður í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Kallað hafði verið til fundarins í stað reglulegs Alþingis, sem hafði verið endurreist sex árum áður. Fundurinn var haldinn á sal Lærða skólans í Reykjavík og þar átti að taka fyrir mál sem vörðuðu stjórnskipun Íslands.

Þar lagði Trampe greifi fram frumvarp sem fól í sér að Ísland yrði algerlega innlimað í Danmörku. Ísland myndi hafa sömu lög og reglur og Danmörk, Alþingi yrði amtráð en Íslendingar fengju sex fulltrúa á danska þinginu.

Þjóðkjörnu fulltrúarnir voru andvígir frumvarpinu en þeir konungkjörnu mótmæltu því ekki. Trampe sá fram á að þjóðkjörnu fulltrúarnir myndu fella frumvarpið og sleit þá fundinum.

Jón Sigurðsson mótmælti í nafni konungs og þjóðarinnar því ranglæti sem haft væri í frammi. Flestir fundarmenn risu þá úr sætum og sögðu hin fleygu orð, sem oft eru kennd við Jón Sigurðsson: Vér mótmælum allir!"

Til þjóðfundarins 1851 var kosið eftir svipuðum reglum og teknar voru upp í alþingiskosningunum sex árum síðar en þær giltu í aðalatriðum fram yfir aldamótin 1900.

Samkvæmt reglunum var 25 ára aldurstakmark, konur gátu ekki kosið og heldur ekki vinnumenn, þurrabúðarmenn, bændur sem ekki greiddu lágmarksskatt og þeir sem töldust í skuld vegna sveitarstyrks. Einungis um 10% þjóðarinnar höfðu því kosningarétt.

Þorsteinn Briem, 3.2.2009 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband