Framsókn tekur tvö ráðuneyti á einum degi.

Ég sagði í Silfri Egils í fyrrdag að Framsókn myndi standa í ríkisstjórnarflugvélinni fyrir aftan flugstjórana Jóhönnu og Steingrím, anda ofan í hálsmálið á þeim og rífa í stýrin.

Framsókn reif tvisvar í stýrin í dag. Fyrst var það kunngjört að hún stjórnaði virkjana- og umhverfismálum og að Kolbrún Halldórsdóttir væri bara ráðherra til málamynda.

Síðan reif hún stýrið af Steingrími í hvalamálinu og gerði honum grein fyrir því að í sjávarútvegsmálum væri hann bara ráðherra til málamynda og að Framsókn réði þar ferð.

Hvorki Steingrímur né Kolbrún höfðu áttað sig á því að Framsókn ræður ríkjum í ráðuneytum þeirra og það verður fyrst að spyrja Birki Jón og Siv, áður en farið er af stað með ákvarðanir eða stefnumótun.

Og nú er spurningin: Hvaða ráðuneyti tekur Framsókn á morgun ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður á aldrei að vanmeta undirmálsmennina, Birkir póker og þeirri sem virðist altaf

líða bezt í öðru sæti.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 23:38

2 identicon

Framsóknarflokkurinn er ekki stjórnarflokkur í dag og hefur því ekkert um það að segja hvað rætt er um í ríkisstjórninni. Ríkisstjórnin þar þarf hins vegar að styðjast við meirihluta Alþingis til þess að ná málum í gegn. Það geta flokkarnir gert með því að semja annað hvort við Framsóknarflokkinn eða Sjálfstæðisflokkinn. Ef það er ekki meirihluti fyrir málum á þingi þá er nú fleirum "um að kenna" en framsóknarmönnum.

Eggert Sólberg (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 00:03

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Einar K. Guðfinnsson gaf út reglugerð um þennan hvalveiðikvóta í ár og Steingrímur Joð getur að sjálfsögðu afturkallað reglugerðina sjálfur í þessari viku, enda er hún einungis viku gömul.

Steingrímur þarf engan veginn að bera þá ákvörðun undir Alþingi. Og þar að auki sagði Jóhanna Sigurðardóttir, nú forsætisráðherra, um leið og hún frétti af reglugerðinni, að nýr sjávarútvegsráðherra myndi væntanlega afturkalla hana.

Hrefnuket kemur hér í stað kets frá íslenskum bændum og enginn markaður er fyrir hrefnuket erlendis, nema í Noregi, en Norðmenn veiða sjálfir þá hrefnu sem þeir hafa áhuga á að éta. Í fyrrasumar var hrefnan veidd hér af litlum bati frá Kópavogi og unnin af fyrirtæki í Reykjavík.

Og enginn markaður er fyrir langreyðarket erlendis, nema í Japan, en Japanir veiða sjálfir langreyði og íslenskt langreyðarket hefur legið lengi í frystigeymslum með tilheyrandi kostnaði. Og langreyðar hafa verið veiddar hér af skipum gerðum út frá Reykjavík.

Japanski hvalveiðiflotinn er nú í Suðurhöfum og ætlar að veiða þar 50 langreyðar og 935 hrefnur.

Þar að auki eru 100 hrefnur einungis 0,002% af hrefnustofninum hér og 150 langreyðar 0,004% af langreyðarstofninum, þannig að þessi hvalveiðikvóti myndi nánast engin áhrif hafa á lífríkið í sjónum hér við land.

Þúsundir útlendinga hafa einnig sagt að þeir myndu ferðast hingað EF við myndum EKKI veiða hval en eitt þúsund útlendingar eyða hér um 200 milljónum króna um ALLT landið ALLT árið.

Og síðustu fjóra mánuðina í fyrra komu alls 123 þúsund erlendir ferðamenn í Leifsstöð.

Þorsteinn Briem, 4.2.2009 kl. 03:15

4 identicon

Steingrímur J. getur afturkallað reglugerðina. Þá á hann það hins vegar á hættu að lögð verði fram þingsályktunartillaga þar sem farið er fram á að þeirri ákvörðun verði hnekkt. Verði hún samþykkt þarf hann að fara eftir vilja meirihluta þingsins auk þess sem það væri álitshnekkir fyrir ráðherrann. Eins og ég hef skynjað stöðuna þá er meirihluti þingmanna hlynntur hvalveiðum.

Eggert Sólberg (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 11:20

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eggert Sólberg.

Steingrímur Joð er bæði landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og hrefnukjöt kemur hér í staðinn fyrir kjöt frá íslenskum bændum. ÞAÐ ER STAÐREYND.

Steingrímur verður einnig að hugsa um hag íslenskra bænda og hann sagðist í dag óttast að margir bændur yrðu að bregða búi vegna fjárhagserfiðleika. Því væri það að sjálfsögðu ekki álitshnekkir fyrir hann að afturkalla þessa reglugerð Einars K. Guðfinnssonar, sem einnig var bæði landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra.

Og íslenskir bændur starfa ALLT ÁRIÐ. Þeir eru ekki örfáir menn á litlum bát frá Kópavogi sem veiðir hrefnu á sumrin.

Og það væri nú einkennilegt ef Framsóknarflokkurinn hugsar ekki lengur um hag íslenskra bænda. Fyrsti formaður flokksins og formaður SÍS, Ólafur Briem, langafi minn, er farinn að bylta sér í gröfinni útaf öllu þessu hrefnuketi. Það er akkúrat enginn þjóðhagslegur ávinningur af hrefnuveiðum hér og 100 hrefnur á ári eru 0,002% af 56 þúsund hrefnum á íslenska landgrunninu.

Og 150 langreyðar eru 0,004% af 35 þúsund langreyðum, sem eru þar að auki ekki nema hluta af árinu hér við land.

Það væri því fullkomlega eðlilegt að Steingrímur segði af sér sem ráðherra ef Framsóknarflokkurinn styddi nýja þingsályktunartillögu um hrefnuveiðar hér. Og þar með væri ríkisstjórnin fallin, þar sem Steingrímur er formaður Vinstri grænna og annað höfuðið í þessari tvíhöfða ríkisstjórn.

Þorsteinn Briem, 4.2.2009 kl. 12:31

6 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Það vill nú þannig til, að samkvæmt nýrri könnun eru tveir þriðju hlutar þjóðarinnar fylgjandi hvalveiðum.  Ekki er vitað til þess að til séu neinar birgðir af hrefnukjöti í landinu.  Veit ekki með langreyðina, en Kristján í Hvalnum segist geta selt það allt saman.

Sigríður Jósefsdóttir, 4.2.2009 kl. 19:17

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sæl, Sigríður. Íslandi hefur aldrei verið og mun aldrei verða stjórnað samkvæmt skoðanakönnunum. Ef svo væri þyrfti aldrei að kjósa til Alþingis.

Þeir sem stjórna landinu hverju sinni þurfa að vega og meta alla kosti og galla í hverju máli fyrir sig áður en þeir taka ákvörðun.

Kristján Loftsson hefur að sjálfsögðu hagsmuna að gæta í þessu máli og talar samkvæmt því. En hann stjórnar ekki landinu.

Ég hef hins vegar engra hagsmuna að gæta í málinu og get lagt kalt mat á það án nokkurrar tilfinningasemi, en einhverri þekkingu, þar sem ég skrifaði daglega um sjávarútvegsmál í Morgunblaðið í mörg ár og gaf þar vikulega út sérblað um sjávarútveg, Úr Verinu, ásamt Hirti Gíslasyni.

Þjóðhagslegur ávinningur af þessum hrefnukvóta Einars K. Guðfinnssonar yrði enginn, en tap íslenskra bænda mikið
, eins og ég hef gert grein fyrir hér að ofan, enda hefur enginn rengt þá röksemdafærslu.

Þorsteinn Briem, 4.2.2009 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband