Smá leiðréttingar á "Sögu Jóhönnu."

Já, gárungar heimsins jafnt sem innfæddir finna margt til að gantast með varðandi Ísland þessa dagana.

Og rétt skal vera rétt. Tvær smá leiðréttingar vegna Moggafréttar:

Ég var á leið á skemmtun undir Eyjafjöllum en ekki á leið til Akureyrar þegar lagið og textinn "Sagan af Jóhönnu" urðu til í meginatriðum.

Eins og sjá má af hendingunni "Svo ætla ég að segja að sumir ættu að þegja..." hefur þarna slæðst inn villa hjá mér.

Setningin, sem tekin er beint upp úr ljóði Ása í bæ, er auðvitað svona á diskinum og tónlistarspilaranum hér við hliðina á blogginu: "Svo verð ég bara að segja að sumir ættu að þegja...."


mbl.is Gerir óspart grín að Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Jóhanna er flott ! Ég hef mikla trú á henni.

Annars, ef Davíð hafði fengið svona lag um sig væri það kallað einelti.

Heidi Strand, 4.2.2009 kl. 13:00

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef gert ýmis lög um Davíð, meira að segja mikinn dýrðaróð sem ég söng um hann þegar ég skemmti á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í þá gömlu, góðu daga.

Ómar Ragnarsson, 4.2.2009 kl. 13:09

3 Smámynd: Offari

Það er svo stutt síðan ég var stoltur Íslendingur. Nú er ég bara íslendingsgrey.

Offari, 4.2.2009 kl. 14:40

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Haha, þetta er þrælfyndinn texti og ágætis lag.

Baldur Fjölnisson, 4.2.2009 kl. 17:02

5 identicon

Sæll Öllsömul.

Ekki svo slæmt að gert sé grín okur hér á Íslandi, eitthvað er nú satt af þessu, eða að minnsta kosti ekki mikið logið. Og ekki eru grínið gert af illu innræti.

Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar, að ef fólk getur ekki séð eitthvað spaugilegt í tilverunni,  þá fyrst þurfi  maður að leita sér aðstoðar.

Ekki slæmt að geta hlegið að sjálfum sér í hófi.

Hugsið nú um alla sem gert hefur verið óspart grín að, pólitíkusa, Hafnfirðinga. Færeyinga.

Hvaðan skyldi nú einn af góðum grínurum landsis vera, sem gerði veg Hafnarfjarðarbrandara sem mestan ?

Sjálfur ættaður úr Færeyjum, þá kann ég Túrillu Joensen (Eddu Björgvins) utan að, hreint frábær bara.

Áhugafólk um grín hefur eflaust heyrt um "Útvarp Matthildi" Hverjir skyldu nú hafa verið þar við hljóðneman ? Og hvað gera þessir sömu menn í dag ? Ég veit ekki hvort öllum sé hlátur í hug af verkum sumra þeirra í nútímanum. Er samt alveg viss um að sá hinn sami sé enn efni í frábæran húmorista.

Ekki má gleyma sjálfum Ómari Ragnarsyni. Ég og vinir mínir vorum á fyrstu árum grunskóla þegar við hlustuðum á grínplötuna hans. Með vísum um fólk og atburði úr þáliðinni tíð.

Sem aftur leiddi okkur til að kynna okkur íslandssöguna, stjórnmálamennina, sem sagt fólkið og atburðina bak við textana. 

Þá var ekkert Internet eða Google, svo við urðum að ræða við fullorðna fólkið, eða leita á bókasöfnum. Miklar pælingar.það sem tók okkurhvað lengstan tíma var þessi laglína:

"......  og loks ég fann han upp við sorpeyðingastöðina. Hann var að fara með gömlu góðu gulu bókina"   Hver þessi gula bók var, það tók okkur langan tíma að grafa upp.

 Og var það ekki Ómar Ragnarson sem sagði sjálfur frá því að hafa farið með sama brag, sama kvöld, á skemmtun fyrir vinstri menn og síðar hægri, og hlotið lof fyrir á báðum stöðum.

Við þurfum líka að geta hlegið á þessum síðustu og verstu tímum, það er slökun í því.

 Kveðja,

Heimir H. Karlsson.

Heimir H. Karlsson (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 21:17

6 Smámynd: Sigurbjörg

Góður texti, smellpassar líka við lagið :)

Sigurbjörg, 5.2.2009 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband