Fleiri eru á sterum.

Það eru ekki bara Íslendingar sem hafa verið á sterum undanfarin ár og súpa nú seyðið af lyfjanotkuninni, bæði á eigin skinni og í dómum útlendinga, sem birtist í keppnisbanni. Bamdaríkin hafa verið stærsta fjármálalega steratröll heims á ýmsa vegu um langt árabil með ofneyslu sinni, viðskiptahalla og hrikalegri skuldasöfnun erlendis.

Eitt af einkennum steranotkunar er ofbeldishneigð og sterastrákurinn Bush vildi vera eins sterkur og pabbinn og réðst inn í fjarlægt land á upplognum forsendum.

Þar fengu sterabílarnir Hummer aftur að sýna mátt sinn og megin og urðu tákn fyrir karlmennsku ótal lítilla Schwarzeneggera á Íslandi og í Bandaríkjunum.

Sjálfur hafði nefndur ríkisstjóri Kaliforníu á sínum tíma lagt grunn að veldi sínu í einni af íþróttum steranna.

Auðvitað hrifust sterastrákarnir Davíð og Halldór af þessu og neyddu þjóð sina, sem byrjað var að hella í sterunum við Kárahnjúka, til að vera með í heimsmeistarakeppninni í bardagaíþróttum.

Í hnefaleikahring þungavigtar fjármálaheimsins var hinn Íslenski Tyson staðinn að verki við að bíta í eyra hins heilaga breska Holyfields, uppblásins léttþungavigtarmanns á sterum.

Í þeirri ójöfnu viðureign Breta og Íslendinga er miskunnarlaust neytt aflsmunar og viðureign þessara þjóða minnir á bardaga Listons og Pattersons, sem líkt var við það þegar fullorðinn maður lúber dreng.

Um svonefnda fjármálajöfra ofurlaunanna gildir líklega staka Péturs Péturssonar læknis á Akureyri:

Tyson óðan telja má /
Þó tel ég líklegt vera /
að bullur þær er bíta og slá /
brúki flestar stera.


mbl.is Öld testósterónsins lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kyndugt ástandið kryfjum,
kallarnir allir á lyfjum,
runnið var undan rifjum,
rækallans Framsóknar Sivjum.

Þorsteinn Briem, 7.2.2009 kl. 12:15

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kynlegt ástandið kryfjum,
kallarnir allir á lyfjum,
runnið var undan rifjum,
á rækallans Framsóknar Sivjum.

Þorsteinn Briem, 7.2.2009 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband