14.2.2009 | 18:17
"...in a yellow submarine...nærbuxur Framsóknar.
Fyrst smá leiðrétting. Vegna innsláttarmistaka lenti þessi pistill í tengslum við fréttina af íbúðarmálum á Manhattan, en sá pistill er raunar hér fyrir ofan.
Eftir skemmtilegan fund á Klörubar í morgun sem Sturla hinn mikli framsóknarmaður hélt þar og hefur gert vikulega, fór ég í vettvangsferð um sunnanverða Gran Canaría vegna bókar sem ég er að skrifa.
Hér sjást systurnar Helga og Anna Jóhannsdætur við bátahöfnina á Puerto Rico, neðar sést yfir baðströndina í vognum í þessum magnaða sólarstrandarbæ, en neðst er mynd af "Yellow submarine", gulum kafbáti sem ferðamenn geta fengið að sigla í 800 metra út á allt að fimm metra dýpi í allt að 40 mínútur.
Báturinn minnir á Bítlalagið og íslensku þjóðarskútuna glæsilegu sem strandaði og sökk og siglir nú sem heimsfrægur gulur kafbátur um sinn þar til hægt verður að komast aftur úr kafi.
Á fundum Sturlu í vetur hafa þeir fengið að tala, Guðni Ágússton og Guðjón Arnar, og mér var boðið það sama í morgun.
Í lok fundarins stóð karl einn á stokk og sagði dæmisögu sem átti að lýsa endurholdgun og endurnýjun forystu Framsóknarflokksins; hinum miklu hamskiptum Framsóknar.
Hann líkti þessum hamskiptum við það þegar kerlning ein tötraleg og skítug vildi gerast virðuleg maddama og fara uppáskveruð á ball (væntanlega til að verða aftur sætasta stelpan til að fara heim með Geir af ballinu (innskot mitt) ).
Kerlingin fyrrnefnda fór úr nærbuxunum, sneri þeim við, og sagði síðan þegar hún var búin að fara aftur í þær: "Alltaf er nú munur að fara í hreint !"
Þannig sér þessi ágæti maður Framsóknarmaddömuna eftir hamskiptin.
Selja íbúð á Manhattan | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Athugasemdir
Ómar boðar fagnaðarerindið á Klörubar.
Þorsteinn Briem, 14.2.2009 kl. 18:20
Kerling á sig skrítin skeit,
skelfing varð þá undirleit,
en brá sér þá úr brókinni,
með breyskan þar nú lók inni.
Þorsteinn Briem, 14.2.2009 kl. 20:19
Ómar ! Geturðu ekki bara verið í FRÍI ? For engangsskyld ?
o.k. rauðhærðum fer ekki vel að vera í sólbaði, en bara dunda sér við eitthvað næs núna með Helgu sinni... Við viljum hafa þig áfram í stuði hérna heima, en auðvitað þarft þú að fara í skoðunarferðir um þessar eldfjallaeyjur -kemur eflaust með eitthvað fróðlegt heim.
Best að hætta að kvarta undan ofvirkni þinni. Hún skilar góðu hingað heim
Hildur Helga Sigurðardóttir, 14.2.2009 kl. 22:24
Já, það vona ég, mín kæra Hildur Helga, - ég er þegar búinn með 80 blaðsíður af bókinni þeirri arna sem er ansi flókið og vandasamt verkefni og krefst rannsókna minna hér á eyjunni sem og á Ítalíu og heima á Fróni. Hinum fornu Rómverjum var nefnilega ekki fisjað saman í landafundum sínum.
Ómar Ragnarsson, 15.2.2009 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.