Hún "stóð vaktina" heldur betur síðustu árin.

Tvær konur, Siv Friðleifsdóttir og Valgerður Sverrisdóttir, tóku það að sér fyrir Finn Ingólfsson, Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson að bera ábyrgð á tveimur verstu gjörningum sjálftöku- og oftökustjórnmála helmingarskiptaflokkanna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins.

Valgerður var viðskiptaráðherra þegar einkavina- og helmingarskipta sala bankanna var framkvæmd og hún var á vaktinni þegar skammgróðakerfið blés upp. 

Verri var hlutur Sivjar. Þegar tveimur árum áður en hún kvað upp hinn dæmalausa úrskurð sinn um Kárahnjúkavirkjun talaði hún opinberlega um þann tíma "þegar stórum svæðum verður sökkt" á norðausturhálendinu. 

Þetta var fyrirfram enginn vafi í hennar huga, úrskurðurinn gat aldrei orðið nema á einn veg. 

Hlutur Sivjar var verri vegna þess að eyðileggingin sem hún ákvað verður óafturkræf um aldur og ævi en áhrif kreppunnar mun ekki vara nema örlítið brot af þeim tíma. 

En það er dapurlegt fyrir jafnréttisbaráttu kvenna að einna lengst skuli þær konur ná í stjórnmálum em framkvæma stærstu skitverkin fyrir karlana. 


mbl.is Valgerður ekki í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Ertu að tala um nýju eða gömlu Sif? Sú Sif sem verður í framboði í vor er ekki sama Sif og þú ert að tala um. Hún hefur ekki einu sinni sama háralit. Ekki heldur Birkir Jón. Ég skil ekki að þú sjáir þetta ekki.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 14.2.2009 kl. 20:40

2 identicon

Ómar, ég bið þig um að horfa ekki á ráðherrastöður Valgerðar og Sivjar sem þátt í jafnréttisbaráttu kvenna. Þær eru einfaldlega lélegir stjórnmálamenn, báðar tvær.

Eins og dæmin sem þú nefnir sýna þá eru bæði Valgerður og Siv lítilmenni í stjórnmálum: Lítilmenni sem tóku rangar, afdrifaríkar ákvarðanir þegar þær sendu lýðræðinu langt nef: Lítilmenni sem létu hagsmuni þjóðarinnar víkja fyrir öðrum hagsmunum. Stórmenni marka heillavænleg spor: Það gerðu þær ekki.

Þær ruddu ekki brautina í jafnréttisbaráttunni. Það var feminismanum óviðkomandi að kona átti þátt í að afhenda pólitískum gæðingum ríkisbankana og einnig að kona átti stóran þátt í því að eyðileggja hálendið.

Valgerður fer núna frá með skottið á milli lappana. Hin mætti fara sömuleið án þess að ég feldi mín kvenlegu tár.

Helga (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 20:48

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Valgerðar var þar ferleg frakt,
Finni sem í allt fór skakkt,
Halldóri með sína miklu magt,
og músinni Siv hefur Framsókn lagt.

Þorsteinn Briem, 14.2.2009 kl. 20:48

4 Smámynd: Gísli Már Marinósson

Þessar tvær konur hafa mikið á samviskunni, Siv ætti að sjá sóma sinn í því að gefa ekki kost á sér aftur til þingennsku, nema siðblindan sé algjör.

Gísli Már Marinósson, 14.2.2009 kl. 20:53

5 Smámynd: Sigurbjörg

Þeirra verður minnst í sögunni fyrir öll sín svikaráð gagnvart landi og þjóð, ég vona sem stjórnmálamanna yfir höfuð en ekki eingöngu sem kvenna. 

Sigurbjörg, 14.2.2009 kl. 21:23

6 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þær báðar mega helst ekki koma nálægt einhverjum ráðandi stöðum. Nóg hafa þær gert illt á síðustu árunum.

Úrsúla Jünemann, 14.2.2009 kl. 21:35

7 identicon

Sæll vert þú tengdasonur Patreksfjarðar og til hamingju með 48 árin.

Góð upprifjun á gjörðum framsóknarkvennana,ég held að Hallgerður Langbrók

falli meira að segja í skuggann fyrir þeim

helgi Sæmundsson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 22:40

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég gæti trúað því að Hallgerður langbrók hafi sagt einhverja viturlegustu setningu Íslendingasagnanna. Þegar Gunnar varðist stórum hópi manna sem sóttu að honum og taldi sig geta haft í fullu tré við þá meðan bogans nyti við, var augljóst að honum hefði annað hvort ekki tekist þetta eða þá að hann hefði fyrr eða síðar hvort eð er verið felldur úr því að hann tregðaðist við að hlíta dómsúrskurði og þágildandi lögum þjóðfélagsins. 

Ég minnist þess ekki að neinn Íslendingur hafi á þessum tíma komist hjá því að taka út svona dóm enda stóð réttarfar þess tíma eða féll með því að dómum væri fullnægt. 

Hallgerður sá fram á að barátta Gunnars fyrir því að taka ekki út útlegðdardóminn var vonlaus. Hún gerði sér grein fyrir slæmum afleiðingum þrjósku Gunnars og því hve miklu skynsamlegra og farsælla það yrði að taka út dóminn og hlíta lögum.

Úr því að hann lét sér ekki segjast og úr sem komið var yrði skást að þetta kostaði sem fæst mannslíf, örkuml og meiðsl.

Þannig lít ég á það sem hún sagði þegar hún neitaði Gunnari um hárlokkinn: "Hirði ég eigi um hvort þú verð þig lengur eða skemur." Með því taldi hún sig vera að bjarga mannslífum.

Kann að virðast kuldalega mælt og innrætið ekki fagurt með hefndinni fyrir kinnhestinn sett í forgrunn. En Hallgerður sætti sig greinilega ekki við þá karlveldisveröld kunningsskapar og klíkuskapar sem þá og löngum síðar hefur verið allsráðandi hér á landi. 

Með kinnhestinum sýndi Gunnar henni fádæma niðurlægjandi yfirgang miðað við venjur og siðamat þess tíma og gilti einu hvert tilefnið var.  

Ómar Ragnarsson, 15.2.2009 kl. 00:07

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verulega Valgerðar,
vingjarnlegar dætur,
af Guði þær vel gerðar,
gott er að vera ætur.

Þorsteinn Briem, 15.2.2009 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband