16.2.2009 | 23:25
Skynsamlega talað.
Ég hef sett það fram áður í blogginu mínu að framundan gæti verið löng og ströng barátta Íslendinga fyrir því að ná eyrum hinna sanngjarnari og hyggnari viðsemjenda okkar erlendis sem vilja kynna sér allar aðstæður okkar og koma fram við okkur af skilningi þegar samið yrði um málalok vegna hruns bankanna okkar.
Ég upplifði það nógu sterkt vestur í Bandaríkjunum í októberbyrjun í haust hvaða áhrif það hefur og til hvers það leiðir að hrópa: "við borgum ekki" og gefa þar með færi á að við séum úthrópaðir af þjóðum veraldar að óathuguðu máli. Aðeins samningaleiðin er fær út úr þessu máli og sú sigling getur tekið mörg ár.
Erlendar skuldir þjóðinni ofviða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skuldir þjóðarbúsins eru á að giska 400 milljarðar í stað 3000 m. að dómi Tryggva Þórs Herbertssonar. (viðtal í Kastljósi kvöldsins)
Árni Gunnarsson, 16.2.2009 kl. 23:38
Er ekki allt í lagi með menn að halda því fram að skuldir okkar séu 400 milljarðar ,var það öll ósköpinn sem sigldi öllu í strand hér ,hvað er að ykkur að trúa svona helv... lygaþvættingi í sjálfstæðismönnum .
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 16.2.2009 kl. 23:50
Gera verður greinarmun á skuldum ríkisins og skuldum gömlu bankanna. Ríkið ber ekki ábyrgð á skuldum gömlu bankanna utan skuldbindinga Tryggingasjóðs innstæðueigenda vegna Icesave. Hjá gömlu bönkunum tapast gríðarlegir fjármunir en það eru lánardrottnar þeirra sem tapa, ekki ríkið (a.m.k. ekki með beinum hætti). Það er rétt hjá Tryggva að nettóskuldir ríkisins í lok árs 2009 verða á bilinu 450-600 milljarðar ef að líkum lætur. Óvissan liggur aðallega í Icesave, þ.e. hversu mikið fæst upp í þá skuldbindingu af eignum gamla Landsbankans. Sjá bloggfærslu mína frá 3. febrúar sl. um þetta efni.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 17.2.2009 kl. 00:14
Vilhjálmur - ég sat Borgarafund í kvöld. Þar fór Haraldur Líndal Haraldsson, hagfræðingur yfir skuldastöðuna. Þá voru einnig ræddir útreikningar Tryggva Þórs Herbertssonar, hagfræðings.
Í máli viðskiptaráðherra kom fram að Tryggvi væri með of lágar tölur en Haraldur of háar.
En þar var einnig farið yfir vaxtabyrði og annað sem leggst jú ofan á skuldabyrði okkar.
Enn....... Tryggvi Þór er að mínu mati ákaflega ótrúverðugur vegna mengaðs hugarfars, þ.e. hann tilheyrir spilliköttunum hjá Viðskiptaráði.
Hef af því áhyggjur að hann skuli stunda kennslu við HÍ. Nóg hefur þar verið af hans líkum - og nefni þó ekki væri nema einn til sögunnar sem ætti ekki að fá að kenna, rétt eins og Tryggvi, vegna brota á ,,siðareglum" en sá heitir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, dæmdur fyrir að stela hugverki af Nóbelsverðlaunaskáldi. Hann sleppti öllum viðteknum heimildareglum í bók sinni, heimildareglum sem verður að uppfylla í ritgerðum við HÍ til þess að ritgerð teljist trúverðug.
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 17.2.2009 kl. 01:35
Ég er búinn að lesa grein Haraldar á visir.is og sé hvernig hann nálgast þetta. Í stuttu máli er hann að tala um brúttóskuldir en ekki nettóskuldir (sem eru brúttóskuldir að frádregnum peningalegum eignum). Hann virðist líka telja að þjóðin þurfi að greiða skuldir gömlu bankanna, sem er einfaldlega rangt (utan Icesave). Þvert á móti afskrifast lunginn af skuldum bankanna, á kostnað lánardrottna, sem tapa náttúrulega gríðarlegum fjárhæðum, en þeir eiga enga kröfu á ríkið vegna þess. Mig undrar hversu lífseigur þessi misskilningur er. Gömlu bankarnir voru hlutafélög og hvorki eigendur þeirra, ríkið né aðrir bera ábyrgð á skuldbindingum hlutafélaganna, frekar en annarra hlutafélaga, sem eru með takmarkaða ábyrgð (það er beinlínis skilgreiningin á hlutafélagi).
Vilhjálmur Þorsteinsson, 17.2.2009 kl. 01:41
Ef hreinar (nettó) skuldir íslenska ríkisins verða um 465 milljarðar króna í ár, þar af 52% í erlendum gjaldmiðlum, miðað við núverandi gengi (um 115 krónur fyrir Bandaríkjadal), eins og Tryggvi Þór Herbertsson, doktor í hagfræði frá Árósaháskóla telur, verða þær um 36% af vergri landsframleiðslu, miðað við árið 2007 en þá var hún um 1.300 milljarðar króna.
Hreinar (nettó) skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu voru hins vegar 34,5% árið 1996. Það ár voru skuldir ríkissjóðs 49% af vergri landsframleiðslu og þar af voru erlendar skuldir um 27% af landsframleiðslunni, eða rétt rúmlega helmingur af skuldum ríkissjóðs, eins og nú.
Hérlendis var 6,6% atvinnuleysi í síðasta mánuði og 5-6% á árunum 1992-1995.
Skuldir, kröfur og handbært fé ríkissjóðs 1994-2009, október 2008.
Samkvæmt þessu verða hreinar skuldir ríkisins svipaðar í ár (um 36%) og þær voru árið 1996, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, miðað við að hún verði svipuð og árið 2007, en um 40% ef hún yrði 10% minni en árið 2007.
Þorsteinn Briem, 17.2.2009 kl. 02:36
Eiginlega alveg sammála þér Ómar...
TARA, 17.2.2009 kl. 10:15
Já, TARA, hvort sem skuldirnar eru of hátt eða of lágt metnar er réttast að leysa málin í samningum við aðrar þjóðir af þolinmæði, þrautseigju og útsjónarsemi.
Ómar Ragnarsson, 17.2.2009 kl. 10:23
Tryggvi Þór Herbertsson í Kastljósinu.
Þorsteinn Briem, 17.2.2009 kl. 19:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.