Þekkir ekki sinn vitjunartíma.

Davíð Oddsson situr í Seðlabankanum í óþökk yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar eins og skoðanakannanir sýna. Ég efa ekki að lengi vel á ferli sínum vildi hann vinna þjóðinni og hugsjónum sínum vel og gerði það lengst af glæsilega á einstakan hátt. 

En fóstbræðralagið við Halldór Ásgrímsson færði allt á ógæfuhliðina og er ástæðulaust að rekja það enn einu sinni. Úr varð þráseta sjálftöku- og oftökustjórnmálamanna, dæmigerð fyrir tugi stjórnmálamanna um allan heim sem þekktu ekki sinn vitjunartíma, byrjuðu feril sinn glæsilega en enduðu hann með því að sitja sem fastast setunnar einnar vegna. 

Nú hafa þeir sem fremstir voru í að klúðra vaktinni hætt eða stigið til hliðar. Geir Haarde er ekki lengur forsætisráðherra, Ingibjörg Sólrún í óráðnu fríi, Árni Matt ekki lengur fjármálaráðherra, Björgvin Sigurðsson sá eini sem hefur axlað ábyrgð að fullu, og stjórnendur fjármálaeftirlitsins hafa vikið.

Einn situr Davíð, rúinn trausti, - maðurinn sem sagði sjálfur að stjórnmál snerust um traust og ætlaðist til að aðrir færiu eftir því en fer ekkert eftir því sjálfur.

Í stað þess að hlíta vilja yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar og auðvelda þannig mannaskipti í stjórn Seðlabankans svo að það þurfi jafnvel ekki um sinn að breyta lögum um hann, ákveður hann að vera til ógagns, vegna þess að hann telur sig ómissandi eins og einræðisherrar telja sig alltaf vera.  


mbl.is Gagnrýna Seðlabankafrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Hjartanlega sammála þessari færslu, hans tími er liðinn, hann verður að fara að átta sig á því. Davíð gerði margt gott, en það var þá, þetta er núna (that was then, this is now) svo gerði hann líka margt slæmt. Davíð, ef þú lest þetta þá langar mig til að þakka þér fyrir þín störf undanfarna áratugi(og óþakka þér líka margt) en núna er kominn tími til að stíga til hliðar og hleypa nýjum tímum að, fólki og nýrri hugsjón, byrjaðu að skrifa bækur á fullu til dæmis.

Sævar Einarsson, 17.2.2009 kl. 10:45

2 Smámynd: Davíð Löve.

Sammála. Heillaði mig t.d. fyrir að vera aðgerða pólitíkus. En þróaðist síðan yfir í þröngsýnan og pirraðann einstakling sem þoldi ekki mótlæti. Sorglegur endir á glæstri byrjun.

Davíð Löve., 17.2.2009 kl. 10:51

3 Smámynd: Jónas Egilsson

Ómar.

Hefur þú lesið aths. seðlabankastjóra við frumvarpið? Það snýst ekkert um Davíð Oddsson. Bent er á í umsögninni talsvert margar veilur í frumvarpinu og galla! Eiríkur Guðnason skrifar undir þetta og hann hefur aldrei verið bendlaður við pólitík.

Getur ekki verið Ómar að þessi umræða sé farin að bera vott um e.k. nornaveiðar?

Jónas Egilsson, 17.2.2009 kl. 10:58

4 identicon

Þegar umsögn Seðlabankans er lesin þarf að leita að efnislegum athugasemdum sérfræðinga bankans í gegnum skammir bankastjóranna. (Endurtekningar bankastjóranna á því að þar sem um sé að ræða sömu stöðu og formaður bankastjórnar gegnir í dag sé óþarfi að auglýsa eða endurskipa eru t.d. ögn pínlegar.)

Þá kemur í ljós að efnislegar athugasemdir og ábendingar eru nákvæmlega þær sömu og fram komu í umræðum á þingi og frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Sú staðreynd einfaldar viðskiptanefnd mjög að ljúka nauðsynlegum breytingum á frumvarpinu áður en það verður að lögum.

Held að viðskiptaráðherra hafi útskýrt nægilega skýrt fyrir öllum hversu mikilvægt endurheimt traust er í því að endurreisa hér fjármálakerfi sem hefur burði til að forða atvinnulífinu frá þroti. Er einhver einhversstaðar á þessu landi tilbúinn til að halda því fram, í ljósi stöðunnar og frammistöðu seðlabankastjórnar undanfarið, að hægt sé að endurheimta það traust að óbreyttu?

Arnar (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 11:05

5 Smámynd: Smjerjarmur

ÉG verð að taka undir með Jónasi.  Óháð Davíð Oddsyni þá hafa klámhögg Samfylkingarinnar verið ólíkindaleg í þessu máli.  Ég tel að við verðum að fara mjög varlega í að breyta lögum um Seðlabanka. 

Smjerjarmur, 17.2.2009 kl. 11:06

6 Smámynd: Sævar Einarsson

Nornaveiðar hvað, fólk vill breytingar og þó Eiríkur sé ekkert í pólitík þá gerði bankastjórnin mistök, og það stór mistök og ber að víkja, hún átti að gera það strax án þrýstings, það heitir að axla ábyrgð en það vantar alveg í íslensk gen, ekki snúa þessu upp í nornaveiðar á einn mann.

Sævar Einarsson, 17.2.2009 kl. 11:06

7 Smámynd: Jónas Egilsson

Til upplýsinga og til að nefna þá einstök atriði, þá er bent á að varðandi ákvörðanatöku um vaxtamál.

Hinni nýju peningastefnunefnd er ætlað að taka ákvörðum um vaxta- og peningamál. Eftir stendur, skv. frumvarpinu, að seðlabankastjórn taki ákvörðun um vexti af innlánum við bankan, lánum sem hann veitir og af verðbréfum!

Þetta heitir á íslensku "fljótfærni" eða málið er vanhugsað. Ef þetta er bara eitt dæmi, hvað með allt hitt? Er þessi málatilbúningur traustvekjandi?

Jónas Egilsson, 17.2.2009 kl. 11:30

8 identicon

Sammála Jónasi og Smerjarmi.

Langar að spyrja Sævarinn hvaða mistök hann eru að tala um?  Ekki koma með einhverja Copy-paste rullu sem samin er af Samfylkingunni, eða þessa 24 punkta sem Helgi Hjörvar sendi frá sér í nóv. og reyndar hefur verið hrakin af Ingimundi Friðrikssyni fyrrverandi Seðlabankastjóra.  Komdu með eitthvað efnislegt og áþreifanlegt sem þú getur fundið sjálfur.

Annars er þetta frumvarpsskrípi ekki til að auka traust á Seðlabankanum.  Það gæti hinsvegar snúist upp í andhverfa sína.

Ásgrímur J. Hjartarson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 11:31

9 identicon

Sævarinn.   Yfirseðlabankastjóri og ýmsir í ´gömlu´ríkisstjórninni hefðu átt að víkja kannski í oct. sl.  Pólistískur seðlabankastjóri hefði bara ekkert átt að vera settur þarna í ópólistískan Seðlabankann í fyrstunni.  Hinir seðlabankastjórarnir hefðu ekkert átt að víkja neitt frekar en allir í öllum flokkum þingsins að mínum dómi.  Þeir settu lögin.

EE elle

EE (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 14:17

10 identicon

Getur e-r komið með þau rök að hinir 2 ópólitísku seðlabankastjórarnir, Eiríkur og Ingimundur, beri ábyrgð umfram alla sem settu lögin og/eða það fólk sem stýrði landinu á hvolf? 

EE elle

EE (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 15:46

11 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Veistu ekki Ómar að það er voðalega ljótt að guðlasta?

Sigurður Sveinsson, 17.2.2009 kl. 15:53

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í allri þessari umræðu finnst mér gleymast hjá hverjum þessir menn eru í vinnu. Þeir eru í vinnu hjá okkur, þjóðinni.

Ómar Ragnarsson, 17.2.2009 kl. 17:27

13 identicon

Ég tek undir með þér  Ómar að menn eiga að skynja sinn vitjunartíma. Hugsið ykkur hvað Davíð hefði fengi betri eftirmæli ,ef hann hefði látið af störfum fyrir einu eða tveimur árum síðan. Sama má segja um forseta voran, ef hann hefði látið vera að bjóða sig fram, þegar síðasta kjörtímabil rann út.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 19:49

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta snýst ekki bara um að skynja sinn vitjunartíma heldur viðurkenna einfaldlega það sem blasir við í hverri skoðanakönnuninni á fætur annarri.

Ómar Ragnarsson, 17.2.2009 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband