17.2.2009 | 17:20
Flokkarnir fái að ráða lýðræðinu innan sinna raða.
Það eru sjálfsögð réttindi að framboðsaðilar fái sjálfir að ráða því hvort þeir gefa kjósendum sínum alræði í uppröðun lista sinna í kjörklefanum eða ekki. Gallarnir við núverandi fyrirkomulag eru þeir að á þing hverju sinni velst meirihluti þingmanna, sem eru í raun í svonefndum "öruggum sætum" eftir að flokkarnir hafa raðað þeim efst á lista sína.
Spennan á kosninganótt flest mest í því hvort þessi eða hinn fótgönguliðinn er inni eða úti, t.d. í síðustu kosningum hvort Mörður Árnason eða Ellert Schram voru inni eða úti.
Í raun hafa efstu menn á lista Sjálfstæðisflokksins allt frá stofnun flokksins verið í öruggum sætum í Reykjavík í öllum kosningum. Vandi flokkanna hefur falist í baráttunni fyrir að komast í þessi sæti í prófkjörum, á kjördæmisþingum eða há uppstillingarnefndum með öllum þeim göllum sem því fylgja.
Oft er mikið vesen að ná sátt um röðina, sumir gera kröfur um ákveðin sæti og aðrir vilja helst ekki vera ofarlega.
Kostirnir við persónukjör felast í beinasta lýðræði sem til er í einrúmi kjörklefans þar sem beinn atbeini hvers kjósenda ræður öllu um gengi þeirra sem eru á listanum.
Gallarnir er líka til. Sumir óttast að falla niður í slíkri röðun og að þátttaka í uppröðuninni verði of lítil svo að hinn raunverulegi vilji kjósenda framboðsins ráði í raun ekki sem skyldi. Ótti hinna óröðuðu frambjóðenda getur bæði falist í því að þeir lendi neðar en þeir vildu eða jafnvel að þeir lendi ofar en þeir vildu.
Ef röðunin á listanum er í stafrófsröð kann það að verða til hagsbóta fyrir þá sem eru fremst í stafrófsröðinni. Og það skiptir mjög miklu máli að alliar kjósendur listans kynni sér vel hið nýja fyrirkomulag og að sem allra flestir nýti sér hinn nýja rétt eins vel og kostur er.
Og nú er bara að treysta á að þessar umbætur nái fram að ganga fjótt og vel þannig að þetta taki gildi strax í næstu kosningum. Enn er ekki útséð um það.
Persónukjör í kosningunum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Lög um alþingiskosningar nr. 24/2000:
82. grein. Kjósandi greiðir atkvæði á þann hátt að hann markar með ritblýi kross í ferning fyrir framan bókstaf þess lista á kjörseðlinum sem hann vill kjósa.
Vilji kjósandi breyta nafnaröð á lista þeim er hann kýs setur hann tölustafinn 1 fyrir framan það nafn er hann vill hafa efst, töluna 2 fyrir framan það nafn sem hann vill hafa annað í röðinni, töluna 3 fyrir framan það nafn sem hann vill hafa það þriðja o.s.frv., að svo miklu leyti sem hann vill breyta til.
Ef kjósandi vill hafna frambjóðanda á þeim lista sem hann kýs strikar hann yfir nafn hans.
83. grein. Kjósandi má ekki hagga neitt við listum sem hann kýs ekki, hvorki strika yfir nöfn á þeim né breyta á þeim nafnaröð."
Þorsteinn Briem, 17.2.2009 kl. 17:40
Í hverju er þá breytingin eiginlega fólgin?
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 17:47
fjölmiðla stunt. ég þori að veðja við Ómar að hjá opnum listum munu verða óvenju mikið um ógilda atkvæðaseðla.
Fannar frá Rifi, 17.2.2009 kl. 18:00
Eva. Ég hef ekki séð neina tillögu ennþá um breytingu á núgildandi lögum um kosningar til Alþingis. (Sjá 82. grein laganna.)
Kjósendur ættu að geta kosið frambjóðendur í sínu kjördæmi, sem væru ekki á listum stjórnmálaflokkanna, en þyrftu þó að hafa varamenn, sem tækju sæti á Alþingi í forföllum þeirra.
Hins vegar er eðlilegt að mínu mati að stjórnmálaflokkarnir ákveði röð frambjóðenda á sínum listum á kjörseðlunum. Margir kjósendur breyta ekki röð frambjóðenda á listunum og því væri ótækt að hafa þá til að mynda í stafrófsröð á listunum.
Hægt væri til dæmis að banna opin prófkjör og frambjóðendum í prófkjörum að taka við fjárframlögum vegna þeirra.
Þorsteinn Briem, 17.2.2009 kl. 18:21
Eva, breytingin er sú, að ef enginn kjósandi raðar á listann eða strikar út, gildir listinn sem flokkurinn raðar upp á seðlinum. Til þess að breyta þeirri röð þarf svo marga kjósendur að í praxis hefur aðeins einu sinni tekist að færa mann það langt niður að hann datt af þingi.
Það var í kosingunum 1946 ef ég man rétt.
Ef tiltekið er á kjörseðlinum að listinn sé óraðaður, gildir aðeins sú röð sem þeir, sem vilja raða, setja upp, en röðun flokksins hefur ekkert gildi.
Núna gildir röð flokksins nema nógu margir breyti henni.
Við breytinguna gildir aðeins röðin sem kjósendurnir búa til, líkt og í prófkjöri en vilji flokksins skiptir engu.
Ómar Ragnarsson, 17.2.2009 kl. 20:35
Takk fyrir upplýsingarnar.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 20:42
Ómar. meirihluti kjósenda vildi ekki færa Björn Bjarnason niður listann. er þeirra val að strika ekki yfir hann enskis virði? þú virðist telja atkvæði þeirra fáu vera veiga meiri en atkvæði mikils meirihluta.
ef meirihluti kjósenda vill breyta lista flokks, nú þá geta þeir breytt listanum undir því kerfi sem er í dag. það þarf engar breytingar til á þeim lögum. menn eru bara að mikla sig í fréttum yfir einhverju sem myndi gera atkvæði þeirra sem vilja breyta lista og eru kannski í miklum minnihluta, atkvæðameiri en atkvæði meirihlutans.
Fannar frá Rifi, 17.2.2009 kl. 23:34
Þótt þetta sé ekki stór breyting er nokkuð til í því að fólk hefur tilhneigingu til að taka bara við pakka sem aðrir hafa sett saman. En mér finnst þetta ekki nærri nógu langt gengið.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 11:29
fyrir þá sem hafa áhuga á pólitík og eru pólitísk villidýr eins og flestir hérna í bloggheimum, þá er það ekki meirihluti þjóðarinnar. mun betra er að hafa prófkjör hjá flokkunum, þeirr leggja síðan þann lista til kjósenda sem geta hafnað honum eða breytt ef þeir svo kjósa.
Fannar frá Rifi, 18.2.2009 kl. 12:19
Það kemur aldrei til að minni hluti af kjósendum lista felli frambjóðanda af listanum.
Það sem kjósandi segir með yfirstrikun á nafni er að viðkomandi frambjóðandi fái ekki sitt atkvæði. Fyrir hans tilverknað fær þá frambjóðandinn einu atkvæði færra en flokkurinn og aðrir frambjóðendur á listanum. Kjósandinn hefur eðlilega heimild til að segja með þessum hætti: Þessum manni vil ég ekki veita hlutdeild í mínu atkvæði.
Ef nægjanlega margir strika yfir sama frambjóðandann er möguleiki á því að viðkomandi frambjóðandi fái færri atkvæði en sá sem næstur honum er á listanum, og þá fellur hann niður fyrir þann sem næstur var. Þetta hefur gerst í örfáum tilfellum á síðustu árum, en neðar hafa menn ekki fallið vegna yfirstrikana.
Jökull A. Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 14:43
Pælið annars í fyrirsögninni á þessum pistli: flokkarnir fái að ráða lýðræðinu... Athyglisvert lýðræði það.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.