Hvort eð er ekki lengur SAAB.

Volvo og SAAB voru flaggskip sænskra fyrirtækja, hugvits og tækni. Einkum kom SAAB með byltingarkenndar hugmyndir inn í bílaframleiðsluna með framhjóladrifnu gerðinni sem var straumlínulagaðisti smábíll síns tíma og hlaut síðar frægð um alla Evrópu með Carlsson rallbílstjóra undir stýri.

Næsta gerð, sem kom fram seint á sjötta áratugnum var líka frábærlega vel hannaður bíll en þá strax fóru að koma í ljós þau vandræði, sem það hafði að hafa ekki góða vél til að setja í bílinn. 

Fyrsta vélin var því frá Triumph verksmiðjunum í Bretlandi en fyrsta vélin hafði verið eftirlíking af DKW tvígengisvélinni og næst kom V4 vél frá Ford í Þýskalandi. 

Á síðustu árin hafa Volvo og SAAB orðið að lúta lögmálum hagræðingarinnar og aðeins orðið að einni af bílgerðunum sem Ford og GM framleiða og í raun hætt að verða Volvo eða SAAB.

Nú er spurningin hvort það verður ofviða fyrir þjóðarstolt Svía að láta Volvo róa líka. 


mbl.is Svíar ætla ekki að bjarga Saab
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ragnarsson

Ég er alin upp í 96 og 900... hef alltaf verið veikur fyrir þeim síðan. Væri til í að að eiga svartan 900 turbo með þríhyrndu felgunum... svona safngripur.

Jón Ragnarsson, 18.2.2009 kl. 12:56

2 Smámynd: MacGyver

Annars er það skondið að sjá socialista-land eins og Svíþjóð ákveða að láta óhagkvæm fyrirtæki fjúka í nafni capitalisma og svo sjá kapitalista-ríkið Bandaríkin gera algjörlega hinsegin.

MacGyver, 18.2.2009 kl. 12:56

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Var ekki hönnun franska Citroën einnig framarlega í hönnun straumlínulagaðra framhjóladrifs bíla?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 18.2.2009 kl. 13:21

4 identicon

Það hafa allir skoðanir á SAAB:

http://blogg.visir.is/gb/2009/02/18/saab-96/

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 13:24

5 identicon

"Annars er það skondið að sjá socialista-land eins og Svíþjóð ákveða að láta óhagkvæm fyrirtæki fjúka í nafni capitalisma og svo sjá kapitalista-ríkið Bandaríkin gera algjörlega hinsegin."

 Hægri-menn eru við völd í Svíþjóð.

Svíinn (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 15:03

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

SAAB mun lifa góðu lífi.. bara ekki sem fólksbílaframleiðandi heldur vörubíla og flugvélaframleiðandi. Þær greinar fóru aldrei frá svíþjóð og eru með sterka markaðsstöðu..

Volvo er aftur á móti stolt sænsks fólksbílaiðnaðar og mun verða haldið á lífi eitthvað.. en það lítur út fyrir að volvo verði kínverskur fyrir páska... 

Óskar Þorkelsson, 18.2.2009 kl. 16:28

7 Smámynd: MacGyver

" Hægri-menn eru við völd í Svíþjóð."

Sænskir "hægrimenn" eru nú meira til vinstri heldur en öfgavinstrimenn Demokrataflokksins. 

MacGyver, 18.2.2009 kl. 17:53

8 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Sæll Ómar!

Ég get nú ekki sagt að það réttlæti þessa ákvörðun sænskra yfirvalda að Saab sé hvort eð er ekki Saab lengur. Mörg þúsund manns missa vinnuna og efnahagur fjölskyldna þeirra er í hættu. Á tímum sem þessum ber stjórnvöldum að styðja við atvinnulíf í löndum sínum.

Guðmundur Sverrir Þór, 18.2.2009 kl. 19:13

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Bestu bitar SAAB eru fyrir löngu horfnir frá Svíþjóð Guðmundur.. undirvagninn smíðaður í þýskalandi, mótorinn að ég held líka.. bílarnir hannaðir hjá OPEL og svo framvegis.. það er fátt eftir í Trollhattan en samsetningarverksmiðja.. ef GM mundi bjóða svíum að kaupa hræið á sanngjörnu verði er ég viss um a ðsæsnk stjórnvöld mundu taka því.. en þeim finnst óþarfi að mylja undir rekstur sem er á ölusum frá bandaríkjunum hvort sem er...

Óskar Þorkelsson, 18.2.2009 kl. 19:53

10 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Þó ekki væri nema bara að lyklarnir væru smíðaðir í Trollhättan ... Ég er að tala um fólk. Þessi ákvörðun á eftir að hafa mikil áhrif á líf nokkur þúsund sálna og auk þess hafa Saab og Volvo, hvort sem fólksbílaframleiðslan hefur verið í eigu útlendinga eða ekki, verið mikilvægar stoðir í sænsku efnahagslífi. Fall þeirra mun auka óvissuna í sænskum iðnaði til muna.

Guðmundur Sverrir Þór, 18.2.2009 kl. 20:04

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þá komum við að því sem ég tel að sé hnífurinn í kúnni.. vill GM selja svíum SAAB aftur fyrir sanngjarna upphæð ?  eða munu svíar strykja þennan rekstur með sænsku skattfé einungis til þess að sjá ða GM selur þetta úr landi ?  Ef fyrri kosturinn er valinn þá vinnur fólkið störfin sín aftur.. en með þeirri seinni á tapa svíar fénu og störfunum... hvað mundir þú gera Guðmundur ?

Óskar Þorkelsson, 18.2.2009 kl. 20:09

12 Smámynd: Offari

Saabinn minn heiti Saab Scania Delta 112. Hann er 12 metra langur og hálf Finnskur. Nágrannarnir kvarta stundum þegar ég legg honum fyrir framan húsið mitt segja að hann taki of mikið pláss og reyki alltof mikið.  Þetta er allt saman misskilnigur það eru nágrannarnir sem hafa vonlausan bílasmekk.

Offari, 18.2.2009 kl. 20:24

13 Smámynd: Óskar Þorkelsson

http://www.vg.no/bil-og-motor/artikkel.php?artid=537039

Það var sem mig grunaði.. svíar vilja fá verksmiðjuna í sænska eigu sem fyrst.. 

Það vinna einungis 4000 manns í verksmiðjunum í dag... 

Óskar Þorkelsson, 18.2.2009 kl. 20:28

14 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Ég myndi gera allt sem í mínu valdi stæði til þess að tryggja að þetta fólk haldi vinnunni. Svíum er í lófa lagið að leggja rekstrinum til fé og fá í staðinn hlut í honum eða setja einhver skilyrði fyrir stuðningnum. Vilji GM leggja Saab niður getur sænska ríkið tekið yfir verksmiðjuna í Trollhättan og byggt áfram á þeim grunni.

Guðmundur Sverrir Þór, 18.2.2009 kl. 20:33

15 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Óskar, ég var að svara spurningu þinni þegar þú lagðir tengilinn inn. Þetta er gott dæmi um hvernig sænska ríkið getur haft milligöngu um að bjarga þessum störfum.

Saab er alltof mikilvægt fyrir sænskt efnahagslíf og sænska þjóðarvitund til þess að hægt sé að láta fyrirtækið falla. Svo einfalt er það. Stærð verksmiðjunnar skiptir ekki öllu máli því það eru fleiri fyrirtæki sem byggja afkomu sína á tilvist hennar.

Guðmundur Sverrir Þór, 18.2.2009 kl. 20:43

16 Smámynd: Offari

Cordinn var framhjóladrifinn um 1930. Ég veit ekki hver var fyrstur með framdrifsbíla en Citroen DS var bylting á sínum tíma. Volvo gerði byltingu í örygginu og ég tel Austin 7 hafa verið bylting í smábílaflokknum hans Ómars.

Offari, 18.2.2009 kl. 21:45

17 Smámynd: Óskar Þorkelsson

og nú er SAAB komið í þrot.. hlutirnir gerast hratt á eyrinni í dag...

http://e24.no/boers-og-finans/article2935117.ece

Óskar Þorkelsson, 18.2.2009 kl. 21:47

18 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Er ekki SAAB orðin kínverskur eins og lopahúfurnar frá "hlæjandi húfur"?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.2.2009 kl. 21:48

19 Smámynd: Óskar Þorkelsson

volvo gæti orðið kínverskur Anna..

Óskar Þorkelsson, 18.2.2009 kl. 21:59

20 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Það sem mér finnst skemmtilegast við SAABinn er hálfsjálfskiptingin. Minn fyrsti var árgerð 1964 og þegar ég ætlaði að taka lykilinn úr honum eftir að hafa lagt í stæði gat ég það ekki. Það þurfti að setja hann í bakkgír til þess af því að hann hélt ekki við í öðrum gírum. En þetta lærðist með tímanum.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 18.2.2009 kl. 22:12

21 Smámynd: Hrappur Ófeigsson

"Ben.Ax."  þú finnur ekki betri bíl heldur en bíl með sál og carburetor !!! :)

Hrappur Ófeigsson, 19.2.2009 kl. 00:07

22 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Citroen "Traction avant" var ekki smábíll. Citroen DS ekki heldur, - hann var 4,81 m á lengd.

DKW-bílarnir upp úr 1930 voru ekki straumlínulagaðir og Austin Mini kom ekki fram fyrr en 1959 og var ekki straumlínulagaður. 

SAAB 92 var hannaður á stríðsárunum og kom á markaðinn 1947. Hann var því fyrstur í röð staumlínulagaðra framhjóladrifinna smábíla. 

Ómar Ragnarsson, 19.2.2009 kl. 00:58

23 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þar sem ég kann ekki að setja inn myndir á bloggsvör.. þá kemur linkur með nokkrum myndum af SAAB í gegnum árin :)

http://www.dagbladet.no/2009/02/18/magasinet/bil/historie/saab/4914242/

Óskar Þorkelsson, 19.2.2009 kl. 01:18

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

SAAB fær trúlega níu mánaða greiðslustöðvun í fyrramálið til að endurskipuleggja reksturinn.

Þorsteinn Briem, 19.2.2009 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband