Þeir minnstu troðast fyrst undir.

Í haust líkti ég íslenska þjóðarbúskapnum við brennandi smáhýsi sem stæði við hliðina á nokkrum háhýsum, þar sem eldur geysaði á neðstu hæðum. Í öllum húsunum færi fram áhættustarfsemi þar sem notað væri mikið af eldfimum efnum og því algert skilyrði að haga brunavörnum í samræmi við það.

Þeir sem stundað hefðu þessa starfsemi í smáhýsinu hefðu verið svo óforsjálir að hafa brunavarnir aðeins í samræmi við eðliega stærð eldfimrar starfsemi miðað við stærð hússins, en ekki í samæmi við eldsmatinn, sem væri langt umfram það sem tíðkaðist í svo smáum húsum. 

Þeir hefðu ekki, smæðar sinnar vegna og vanmáttar, látið setja upp brunavarnir sem gætu komið í veg fyrir að smáhýsið yrði alelda.  Fífldjarfir ofurhugar hefðu efnt til flugeldasýningar þar sem neistaflóðið braut glugga.

Stærð taps Skotlandsbanka sýnir hrikaleik eldvoðans sem leikur um fjármálakerfi heimsins. Tap bankans síðastliðið ár nemur þrefaldri þjóðarframleiðslu Íslendinga. 

Ég tók líka þá samlíkingu að þegar fólk flýði brennandi hús træðust oft margir undir. Og þá eru það oftast þeir minnstu sem troðast fyrst undir. 


mbl.is Mesta tap bresks fyrirtækis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA

Og þarna voru engir Íslendingar að verki, eða hvað ?  

Maður veit svo sem aldrei hvað gerist á bak við tjöldin, þegar dregið hefur fyrir alla glugga í húsinu !

Skyldi Gordon Brown beita hryðjuverkalögum í þetta sinn ?

TARA, 26.2.2009 kl. 09:58

2 Smámynd: Eirikur

Skyldi Gordon Brown beita hryðjuverkalögum í þetta sinn ?

What a silly question ????.....Why should he? The UK Government is helping out this bank.... Funds have not been moved from the Bank in large scale laundering.........He has no reason to freeze any assets.......The UK Government took over the "Toxic" (Bad) debts. This Bank went under because of bad management, and that management was fired. If anybody tried to move anything in large scale now, each transaction would be looked at. If there was any suspect of "funny business " going on....the riot squad would be in immediately........

Eirikur , 26.2.2009 kl. 10:18

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skollinn er á skallann með glans,
Skotlandsbanki Andskotans,
og ódýr verður útförin hans,
afþökkuð rándýr blóm og krans.

Þorsteinn Briem, 26.2.2009 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband