Ekki mesta áhyggjuefnið.

Andstaða Bandaríkjamanna við hvalveiðarnar eru ekki mesta áhyggjuefnið þótt hún sé svo sem nógu bölvuð og komi úr hörðustu átt. Aðal áhyggjuefnið er það hvort íslensk fyrirtæki tapi jafnvel margfalt meira fé en hvalveiðisinnar telja sig geta haft upp úr þessum veiðum.

Tekin er mikil áhætta á að fórna meiri hagsmunum fyrir minni og það finnst mér óskynsamlegt.

Útrýmingartal Bandaríkjamanna byggist svo sem ekki á sterkum rökum, en það gera rök þeirra Íslendinga heldur ekki sem telja að hvalurinn sé að éta fiskstofna út á gaddinn.

Ef svo væri væri þessum fiskstofnun löngu útrýmt vegna þess að hvalirnir höfðu 11 þúsund ár til að gera þetta þann tíma sem maðurinn veiddi þá ekki.

Þegar ég spurði einn af þekktustu hvalasérfræðingum okkar fyrir 15 árum hvort fjölgun hvala myndi á endanum hafa þær afleiðingar að hann útrýmdi keppinautum síðum um fæðuna svaraði hann: Nei, það gerist líklega ekki, því að lífríkið myndi leita nýs jafnvægis.

Þegar hvalastofninn yrði kominn í ákveðna stærð myndi stækkun hans stöðvast vegna þess að minni fæða yrði fyrir hvern hval.

Þetta eru álíka rök og þau að refurinn sé að útrýma fuglalífi á Hornströndum. Væri svo myndi hann auðvitað hafa gert það þau þúsundir ára sem hann var í friði fyrir mönnum áður en landnám hófst.

Á nýlegri ráðstefnu kom í ljós að mjög veik rök, ef nokkur, eru fyrir því að hrefnan sé með samkeppni um fæðuframboðið að éta þorskinn út á gaddinn.

Þau rök að hægt sé að hafa einhver afgerandi áhrif með hvalveiðum standast heldur ekki vegna þess að ekki er hægt að hafa nein afgerandi áhrif á stofnana nema með því að veiða þúsundir hvala.

Eina dýrið á jörðinni sem hefur ítrekað tekist að útrýma öðrum dýrategundum er maðurinn í krafti máttar síns, getu til útrýmingar og skammtímagræðgi.


mbl.is Bandaríkin fordæma hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Hvalveiðar voru stundaðar á Íslandsmiðum að mestu í 80 ár af tuttugustu öldinni . Fyrrihlutann svo að lá við hruni hvalastofna. Hvalafriðun var sett á uppúr 1980. Alla tuttugustu öldina - allt fram að kvóta voru veidd hér 600- 700 þús. tonn af þorski að meðaltali /ári. Bæði erlend og íslensk veiðiskip. Þegar kvóti er settur á erum við að veiða um 350 þús þorsktonn/ári og friðun hvala hefst.  Núna 2009 erum við að veiða 130 þús.þorsktonn/ári og hvalir hafa margfaldast á þessum tíma.  Er samhengi þarna á milli-ekki veit ég það. Talið er að núverandi hvalafjöldi éti 2 milljónir tonn af fiski /ári auk þess að éta fæðu fiskanna... Það hlýtur að muna um minna. Einnig má benda á gamla annála sem segja frá algjöru fiskleysi á vertíðum og hvalir fylltu alla firði á sumrin...

Sævar Helgason, 27.2.2009 kl. 20:37

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sævar Helgason. Miðað við hvalatalningar Hafrannsóknastofnunar eru 100 hrefnur og 150 langreyðar um 0,002% af þessum stofnum og það er ekki markaður fyrir meira hvalkjöt í heiminum, enda er innflutningur á því bannaður víðast hvar.

Hvað ætlarðu að gera við hin 99,998 prósentin, elsku kallinn minn?

Banna þeim að éta fisk?

Einn kom reyndar með þá hugmynd að íslenskar hænur ætu alla hvalina (eftir að þeir hafa verið veiddir).

Þorsteinn Briem, 27.2.2009 kl. 21:01

3 Smámynd: Sævar Helgason

Steini Briem !

Ef ég mætti ráða - þá myndi ég nýta Landhelgisgæsluna til að halda stofninum í hagstæðu horfi fyrir fiskveiðiþjóðina Ísland.  Eitt fallbyssuskot/hval er ekki mikill kostnaður. Hræin yrðu síðan góð fæða fyrir fiskinn og kvótinn færi í hæstu hæðir....á ný.

En auðvitað yrði Ameríkaninn viti sínu fjær ef við gerðum svona.  En er það nokkuð meira en þeir eru að gera við mannfólkið í Íraq og Afganistan ? 

Sævar Helgason, 27.2.2009 kl. 21:24

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Klárlega verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.

hilmar jónsson, 27.2.2009 kl. 21:24

5 identicon

Orð í tíma töluð, velkominn í hópinn...gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 21:29

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sævar minn. Langreyðar eru ekki nema hluta af árinu hér við Ísland og eingöngu hægt að veiða þær hér á sumrin.

Langreyðar eru því fardýr en ekki séreign okkar Íslendinga og þær heyra undir alþjóðlega sáttmála, sem okkur ber að virða.

Hér er stöðugt verið að gapa um að okkur beri að virða alþjóðlega samninga og taka þannig tillit til niðurstöðu Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um fiskveiðar hér við land.

Þorsteinn Briem, 27.2.2009 kl. 21:45

7 Smámynd: Sævar Helgason

Steini minn !

Að sjálfsögðu yrði að reka svona mál sem hernað og öllum hernaði fylgja hernaðarleyndamál...þó nú væri.  Hver færi svo sem að kafa niður á 200 faðmana og kyngreina skepnuna (ar) ? 

Sævar Helgason, 27.2.2009 kl. 22:31

8 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

En hérna...

 Það er staðreynd að Hrefnur éta fisk og annað lítið dót (svif, rækjur, skeldýr. dót sem fiskar éta líka). 

Talið að það séu 100 þúsund hrefnur í norðursjó ( ~650 þúsund í suðurhöfum þar sem Japanir eru að veiða).   100 þúsund hrefnur éta 3.6Milljón tonn af fæðu á ári, og það skiptist í ca  ~1.8Milljón tonn af fiski og ~1.8Milljón tonn af litla dótinu.

Til samanburðar þá er heildarkvóti Íslendinga á öllu sjávarfangi um 1.4Milljón tonn.

Þótt þetta séu fá dýr sem við ætlum að veiða, þá éta þær samt rúmlega 5400 Tonn af mat sem þær éta,  þar af 2700 Tonn af fiski sem við gætum verið að veiða í staðinn.

Og hérna það er ekki alveg hægt að segja að Hvalirnir hefðu útrýmt þessum stofnum á þessum 11 þúsund árum, náttúran sér nokkurnveginn sjálf um að halda jafnvægi í öllu (þannig séð er mannskepnan ekki inní náttúrulegri jöfnun í þessu samhengi).  Segir sig nokkurnveginn sjálf .. ef Hvalirnir éta of mikið og drepa einhverja fæðutegundina sína þá hafa þeir sjálfir minna að éta og þá hlýtur að fækka í stofninum. Svo ef við ætlum að reyna að viðhalda náttúrulegu jafnvægi þá megum við ekki auka við okkar veiðar,  en með efnahagskerfi heimsins einsog það er þá er ekki óeðlilegt að margar þjóðir kjósi að auka aflaheimildir, og þar með erum við að raska jafnvæginu.

Persónulega er mér skítsama þótt það sé verið að veiða Hrefnur,  með stofn sem telur 100 þúsund dýr þá þolir hann mjög vel veiðar á 150 stykkjum. Langreyðirnir eru hinsvegar annað mál,  þeir eru í miklu meiri hættu en sjávarbeljan svo það að tala um að vernda hvali og tala svo um hrefnuna er ekkert nema hræsni.

Ef við ætlum virkilega að reyna að vernda hvalina, þá væri málið að hætta að veiða matinn þeirra,   meðan við erum í samkeppni við þá um fæðuna þá er nú svoldið hallærislegt að vera að halda því fram að við séum að reyna að vernda þá.

Jóhannes H. Laxdal, 27.2.2009 kl. 22:32

9 identicon

Ómar Ragnarsson....Hefur þú samanburð á fuglalífi á Hornströndum ..fyrir og eftir friðun Tófunnar?  ertu hér að segja að tófan sé yfir allan vafa hafin fyrir fækkunn á bjargfugli og mófugli á Hornströndum og annarstaðar hér á Vestfjarðar kjálkanum?  Held þú hafir ekki mikið til þíns máls..vegna vanþekkingar .....eftir að þessi vágestur fugla var friðaður..urðu hér miklar breytingar á fuglalífi ...bæði á Hornströndum og víðar hér þar sem bjargful verpti í björgum á Vestfjörðum....allt  eins og sviðin jörð...göngufólk og ferðalangar sem hafa  gengið árlega um Vestfirsk fjöll og friðlýst svæði tala um þetta...mófuglinn sést ekki...bjargfugl sem verpti á brúnum og í efstu sillum fjalla er farin eða dauður...hvers vegna?  jú aldrei meiri tófu mergð en nú...svo og ágengni minks...þessi aðfluttu rándýr eru farin að verða uppáhald þeirra sem hafa verið að telja sig meðal þeirra hæfustu og mestu umhverfissinna...sem hafa sig alltaf í frammi þegar rætt er um umhverfis vermd....það má ekki velta við steini vegna vegaframkvæmda  eða mannvirkja gerðar án þess að það þurfi að koma til  árekstra framkvæmdar aðila...svo sem vegagerðar og verktaka....vegna afstöðu  öfgva fullra hópa sem eru styrktir af erlendum  skúffu fyrirtækjum sem lítt hafa vegið og metið nauðsinn þess að leggja örugga vegi sem allir vilja hafa....framkvæmdir við lífsnauðsinlegar  atvinnu uppbyggingu sem víðast á þessu klaka hólma....nei það skal með lögum þessa öfgva fólks byggja þetta land....það skal friða hvalin í sjónum....ættleiða hann.....hann raskar ekki lífríkinu  frekar en tófan og mínkurinn....mér fynns vera ámælisvert að vera að vitna í frétt frá ólesinni og ólæsis þjóð... eins og Ameríku mönnum....sem enginn  umhverfis synni eða aðrir sem láta sig umhverfismál varða....gera neina athugasemd við hvað þeir í krafti sýns yfirgangs drepa af fólki bæði frá sjálfum sér og öðrum á ári hverju.....ásamt því að drepa hundruð smáhvala  sem meðafla  á sýnum Túnfiskveiðum....nei þetta er svo þversagnar kennt að vera að vitna í einhverja Ameríkana sem nafla alheims-manngæsku og fyrirmyndar....að manni verður hálf illt til þess að hugsa að fólk sem hefur haft viðurværi sitt og framfærslu hér á Fróni af landsins gagni og auðlyndum...skuli berja hausnum við steininn og  segja það má ekki gera þetta og hitt...bara vegna erlendra áróðurs meistara sem hafa aldrei þurft að hafa fyrir því að draga fram lífið nema með styrkja-pólitík og fjársöfnun frá fólki sem er með skerta greynd.   Ómar....nafli alheimsins er ekki í hjarta Reykjavíkur....ekki á kaffihúsum og krám....naflin er hjá fólkinu sem byggir þetta land....hvar sem það er búsett....ég get ekki séð....miðað við það sem er á undan gengið að....ráðdeild og hyggja  hafi einkennt  okkar þjóð....vegna hvers? jú stjórn laus  óráðsía á öllum sviðum....ég man vel eftir stórskemmtilegum þáttum þínum í sjónvarpinu..."Stikklum"  þar var farið um víðan völl....við frumstæðar aðstæður...vegleysur og klungur....þar kanski helst af öllu kristallaðist vilji þinna viðmælenda ....hvers þeir væntu og hvað vantaði....samgöngur...voru no 1   að fá að lifa af því sem landið gefur ...eða öllu heldur gaf....fiskveiðar...nú skal stoppa upp í þessa ósk með því að leggjast á sveif með  öfgvahópunum sem vilja gefa Hvalnum forgang að auðlyndinni...fiskistofnunum...þannig þjónum við víst best dægur-spekúlöntum og miðborgar menningu Sódomu Íslands....mætti halda að fólk á efri árum væri ennþá blautt á bak við eyrun hvað þetta snertir....ótrúleg  þessi áróðurs maskína ....um fyrirmynd frá erlendum aðilum...sem stunda slátrun á fólki og hvölum....flá skinnið af lifandi dýrum.....ykkur væri nær að huga að þessum hlutum..... þessum svokölluðu umhverfisinnum ....heldur en að fetta fingur út í hvort hval eða tófu er haldi í skefjum...með ósk um að þú hugsir um rökræðu bæði um...rétt manna til að veiða og lifa....líka um rétt þeirra sem vilja halda jafnvægi í lífríkinu....án þess að einhver tegund sé þurkuð út.

Kv. geiri mar

geiri mar (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 22:44

10 Smámynd: Baldvin Jónsson

Fréttatilkynning:

Samstaða - bandalaga grasrótarhópa mun standa fyrir Lýðveldisgöngu frá Hlemmi niður að Austurvelli þar sem ræðuhöld taka við hjá Herði Torfa.

Mætum öll!

Tökum með okkur potta, pönnur, slagverk og þeytilúðra!

Byltingin er bara rétt að byrja !
Gangan fer af stað frá Hlemmi klukkan 14:00

Baldvin Jónsson, 27.2.2009 kl. 22:46

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Strákar mínir.

Hundrað hrefnur eru um 0,002% af hrefnustofninum hér og 150 langreyðar um 0,004% af langreyðarstofninum. Þar að auki er langreyðurin einungis hluta af árinu hér við Ísland.

Hrefnur og langreyðar éta mjög lítið af verðmætasta fiskinum og enda þótt hér yrðu veiddar 100 hrefnur og 150 langreyðar á ári skiptir það NÁNAST ENGU MÁLI fyrir lífríkið í hafinu hér.


Hrefnukjöt kemur Í STAÐ kjöts frá íslenskum bændum og Einar K. Guðfinnsson var BÆÐI landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra.

Af fæðu hrefnunnar er ljósáta 35% fæðunnar, loðna 23%, síli 33% og þorskfiskar 6%. Og langreyðar éta svifkrabbadýr (ljósátu), loðnu og sílategundir, samkvæmt rannsóknum Hafrannsóknastofnunar.

Hrefnuveiðarnar í fyrra voru stundaðar af litlum báti frá Kópavogi og hrefnukjötið var unnið af fyrirtæki í Reykjavík. Og mikið af kjötinu var á borðum borgarstarfsmanna hér í fyrrasumar. Þessar hrefnuveiðar komu því fyrst og fremst höfuðborgarsvæðinu til góða og þær koma niður á íslenskum bændum.

Íslendingar og Norðmenn hafa étið hrefnukjöt en Norðmenn hafa sjálfir veitt töluvert af hrefnu, þannig að ekki seljum við hrefnukjötið til Noregs.

Og við gætum eingöngu selt langreyðarkjöt til Japans en Japanir veiða sjálfir stórhveli og mjög erfiðlega hefur gengið að fá leyfi til innflutnings á hvalkjöti í Japan. Þar að auki myndi verð á hvalkjöti þar væntanlega lækka töluvert með stórauknum innflutningi.

Langreyðurin heldur sig á djúpslóð og er fardýr, líkt og flestir aðrir hvalir hér við land. Hún kemur hingað snemma á vorin og fer seint á haustin suður í höf, þar sem hún makast og ber. Og langreyðurin er venjulega horfin úr íslenskri efnahagslögsögu í nóvember.

Samkvæmt talningum Hafrannsóknastofnunar eru um 16 þúsund langreyðar á hafsvæðinu milli Íslands og Austur-Grænlands en tæplega 19 þúsund á milli Austur-Grænlands, Íslands og Jan Mayen (norðan 50. breiddargráðu).

Á Mið-Atlantshafssvæðinu eru um 72 þúsund hrefnur og þar af eru um 56 þúsund dýr á íslenska landgrunninu.

Þorsteinn Briem, 27.2.2009 kl. 22:50

12 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Steini.

Fyrst þetta er svona oggópínupons hlutfall af stofninum,  af hverju er þá verið að gera svona mikið stórmál útúr þessu,   af hverju megum við þá ekki veiða þessi dýr ?  tilfinningasemi? Eigum við semsagt bara að veiða ljótu dýrin en ekki fallegu hvalina?

og Þessar tölur um stærð Langreyðarstofnsins eru miklu hærri en þær sem ég fann  og ef sannar þá er ekkert því til fyrirstöðu heldur að veiða þessa langreyða.

Jóhannes H. Laxdal, 27.2.2009 kl. 23:33

13 identicon

Ég verð að benda á að það er rétt að við gætum tapað túristum með því að hefja hvalveiðar, enn einnig að einu túristarnir sem taka veiðunum svo nærri sér að sleppa að koma til Íslands séu þessir týpísku hippar. 

Sem hjóla um landið, með nesti að heiman, skoða náttúrúna sem mest uppá eigin spítur og sofa í tjaldi.   Við græðum ekki nóg af slíkum túristum, við viljum fitubollur á bílaleigubílum sem borða á veitingahúsum og gista á hótelum. 

Arngrímur Stefánsson (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 00:26

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jóhannes. Þú getur fundið þessar hvalatalningar á vef Hafrannsóknastofnunar, www.hafro.is.

Í fyrsta lagi eru veiðar á langreyði hér við Ísland ekki okkar einkamál, því þær eru fardýr sem eru einungis hluta af árinu hér við land. Um þær gilda alþjóðlegir sáttmálar sem okkur Íslendingum ber að virða.

Við getum því ekki veitt hér langreyðar eins og okkur sýnist og að minnsta kosti verður að vera markaður fyrir langreyðarkjötið. Hins vegar hefur nú engan veginn gengið vel undanfarið að koma langreyðarkjötinu á markað í Japan, sem er eini markaður okkar fyrir slíkt kjöt. Ekki étum við það sjálfir og því getum við ekki ætlast til að aðrir éti það.

Þar að auki veiða Japanir sjálfir langreyði og verð á langreyðarkjöti í Japan myndi að öllum líkindum lækka töluvert með auknu framboði af slíku kjöti héðan. Japanskir hvalveiðimenn yrðu nú ekki hrifnir af því og veiðar á langreyði, bæði japanskar og íslenskar, verða að standa undir sér.

Japanskir hvalveiðimenn gætu því reynt að koma í veg fyrir að íslenskt langreyðarkjöt verði selt í Japan og að öllum líkindum hafa þeir gert það undanfarið.

Þorsteinn Briem, 28.2.2009 kl. 00:39

15 identicon

Steini Briem, mér þætti gaman að vita hvar þú lærðir að reikna. Maður sem er að verja hvali sem skipta hundruðum þúsunda ætti að kunna einfalt deilingar dæmi.. 150/72.000 er ekki  0,002% heldur 0,2%... Og það á að drepa þessa hvali bara í stórum stíl, ekki bara til að hlýfa fiskistofnunum heldur líka til að hafa eitthvað til að éta á meðan við friðum fiskinn í smá stund. Allir þessir hvalir eru grindhoraðir og það væri bara mannúðarlegt að skjóta einu skoti í hausinn á honum í staðinn fyrir að láta þá svelta í fleiri ár. Svo skipta þessir hvalir ekki miklu máli.. smá fyrir ferðaþjónustu, annars væri allt í lagi ef þeim myndi fækka, þá gætum við stóraukið fiskikvótann.

Svo er líka gaman að benda á það, að það ukust komur ferðamanna eftir að við byrjuðum að veiða hvali. Þetta var bara fín auglýsing. Ég meina, hver tekur eftir smá skeri á miðju Atlantshafi? og langar að fara þangað að auki..

Örn (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 01:00

16 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég geri mikinn mun á mink og tófu. Tófan hefur verið hér um aldir og árþúsund en mennirnir fluttu minkinn inn og verða því að skrifast á röskun af mannavöldum.

Það er líklega rétt að fækkað hafi fugli á Hornströndum eftir að hætt var að skjóta refinn, en mann skilst að hvarf sandsílis hafi verið aðalástæðan fyrir fækkun fugls við strendur landsins.

Fyrir landnám sá náttúran sjálf um að viðhalda eðlilegu jafnvægi og augljóslega var mikið af fugli í björgunum þá og dýralíf blómlegt án refaveiða - annars hefði hinn ættgöfugi Geirmundur heljarskinn varla numið þar land.

Utan friðlandsins kvarta bændur og fleiri undan ásókn refs sem leiti út frá friðlandinu á Hornströndum. Nú, þá er bara að skjóta þá refi á þeim svæðum sem það er leyft, -ekki satt, og reyna að hamla gegn minknum sem af mannavöldum veldur usla.

Ég hef persónulega meiri áhuga á dýra- og fuglalífi á Hornströndum eins og þær voru áður en menn komu og námu þar land heldur en af friðlandi þar sem refaskyttur eru plaffandi út um allt.

Mér finnst hinar blómlegu Hornstrandir sem Geirmundur heljarskinn hreifst af áhugaverðari en tilbúið "jafnvægi" sem er auðvitað ekkert náttúrulegt jafnvægi.

Á ferðum mínum um Hornstrandir hreif lífsbarátta refsins og tilvist hans mig ekkert síður en fuglalífið.

Ómar Ragnarsson, 28.2.2009 kl. 01:04

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Kemur ekki á óvart.  Bara það sem við var að búast.

Og viðbrögð sumra íslendinga einnig eins og við var að búast.

Eg held að hvalveiðar séu past.  Held það.

Maður veit auðvitað ekki hvenig mál þróast eftir nokkra tugi ára - en að ætla að veiða hvaðli til útflutnings núna er mega rugl.

Í samb. við að hvalur sé að "éta okkur útá gaddinn" o.s.frv - þá var viðtal við Hilmar Malmquist lífræðing á rás 2 í vikunni þar sem hann var með kennslustund í hve arfavitlaus röksemd það er að ísl. verði að veiða hvali vegna þess að þeir "éti frá okkur fiskinn"

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.2.2009 kl. 01:06

18 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Hefurðu komið á Hornstrandir?" er spurt. Svar mitt er "já, oftar en tölu verður á komið og þær heimsóknir dreifast yfir rúmlega þrjátíu ár.

Ómar Ragnarsson, 28.2.2009 kl. 01:07

19 identicon

Mig minnir að hafa lesið að USA séu mesta hvalveiðiþjóð í heimi af því að þeir leyfa frumbyggjum að veiða hvali. Það gerir þá að miklum hræsnurum ef svo er.

Ari (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 01:17

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Örn. Rétt hjá þér, 0,2%, en það hlutfall breytir nánast engu um þessa hvalastofna, elsku kallinn minn.

Hvalveiðar hér eru hins vegar trúarbrögð fyrir suma, þannig að fyrir þá skiptir engu máli hvert þetta hlutfall er. Þeir myndu samt halda því fram að þessar hvalveiðar hér skipti einhverju máli fyrir hvalastofnana. Og trúarbrögðin eru engu minni hjá hvalveiðisinnum en þeim sem eru á móti hvalveiðum.

Þar af leiðandi er hægt að þvarga um þetta mál endalaust, fram og aftur, aftur og fram, án nokkurrar niðurstöðu, því trúarbrögðum annarra verður ekki breytt með rökum.

Þorsteinn Briem, 28.2.2009 kl. 01:51

21 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Sammála Ómari og Steina hér.

Ég hef verið að blogga um hvalveiðar okkar og langar að benda á grein sem heitir:

Bjartur tröllríður til heljar og er að finna á helgafell.blog.is

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 28.2.2009 kl. 02:03

22 identicon

Ég átta mig ekki á því hvaðan þessi tala, 11 þúsund ár, er komin.

Lárus Viðar (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 02:08

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég er líka sammála Ölmu, enda er ég nánast alltaf sammála kvenfólkinu, því það er miklu gáfaðra en karlpeningurinn.

Enda er það nánast alltaf sammála mér ...

Þorsteinn Briem, 28.2.2009 kl. 02:21

24 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvalveiðar okkar hafa ekki skaðað okkur hingað til, þrátt fyrir hótanir hvalfriðunarsamtaka og mótmæli Bandaríkjamanna, Ástrala og fl. Hvers vegna ættu þær þá að skaða okkur nú?

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.2.2009 kl. 05:32

25 identicon

Hvalveiðar skaða okkur ekki...þetta er orðin kaffihúsa-menningar trú... fárra útvaldra spekinga....spekinga sem ættu kanski að fara að hugsa um hvað átrúnaðargoðin ...svokallaðir útrásar víkingar voru og eru að gera....hverju útrýmdu þeir? þeir fóru eins og rándýr um  eigur og auðlyndir þegnana sem hafa barist við að komast út úr moldarkofunum í gegn um tíðina....það er ekki verið að mynnast á svoleiðis  hluti..nei betra að láta ljós sitt skýna þar sem auðveldari hluti er um að tala.....eitt sinn var það inn....að ráðast að sauðkyndinni og segja að hún væri að eta landið upp....öll rofabörð voru hennar verk...og því til stuðnings voru vettfangs ransóknir...fréttamanna ...skypulagðar  markvisst....nú heyrir maður talað um að kaupa íslensk matvæli...til að styrkja innvið þjóðarinnar á erfiðum tímum...bara gott um það að segja....hvað vill þá þessi þjóð sem er haldinn   af  umhverfis hagsmunum....þeirri trú að það megi ekki leggja vegi né raska friðhelgi vargdýra....ekki veiða nytjastofna úr sjó nema með undirgefni við  morðóðar þjóðir á borð við  Ameríkana..Breta...Frakka... Þjóðverja...öfgafull samtök á borð við Se-shephard...Græn-friðunga...Vinstri Græna...og svo mætti lengi telja.  Nei nú er komin næg ástæða til að standa í lappirnar...og bera sig eftir björginni en vera ekki vælandi á torgum og kaffihúsum  um einhverskonar umræðu-stjórnmál....það eru nefnilega að koma kosningar og þá mun þessi þjóð sjá hverjir verða valdir til þeirra verka að stýra og bjarga skips-flakinu til hafnar....Ómar Ragnarsson við eflum ekki ferðamanna  atvinnuveginn á  Íslandi með því að láta Tófuna sjá um fuglalífið....frekar en hvalinn éta frá okkur fiskistofna sem við höfum sannarlega haft viðurværið af og skapað þessa svokölluðu útrásar öfl...sem eru nú búnir að koma öllu á haus....ykkur græn-friðingum  væri nær að fara í ransók á þessum böðlum og siðspilltu öflum sem hafa kafsiglt hér öllu....eins að rukka Ameríkanan um upplýsingar um hvað þeir drepi mikið af fólki  og hvölum á hverju ári....væri verðugt verkefni fyrir góðan fréttamann!

geiri mar (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 08:25

26 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Í eitt skipti fyrir öll: Það að "hvalr éti niður fiskinn" og þessvegna verði að veiða etc... er hrein bábilja og hjáfræði og styðst eigi við nein rök.  Þ.e: Bull. 

Hérna er Hilmar Malmquist með hvalalíffæði 101, byrjar er um 1/5 er liðinn af þættinum:

http://dagskra.ruv.is/ras2/4431996/2009/02/25/

Hlusta, fræðast.  Ekki bulla.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.2.2009 kl. 12:01

27 Smámynd: Kjartan Björgvinsson

Ég á erfitt með að taka athugasemdir Bandríkjanna alvarlega þar sem að þeir eru á sama tíma að eyða fleyri miljörðum en ég get talið til að bjarga bílaframleiðendum sem hafa algjörlega neytað að horfast í augu við staðreyndir og haldið áfram að framleiða bíla sem engin þörf er á og eiga eftir að skaða umhverfið mun meira en hvalveiði íslendinga. Sömu sögu má segja um orkunotkun almennt í USA, ég hhef hvergi annar staðar gengið fram hjá búðum með galopnar dyr sem hafa u.þ.b. 18 gráður á celsius innan dyra á meðan að hitinn fyrir utan er yfir 30 gráður á celsius.   Það er ekki oft sem ég vitna í biblíuna en oft er auðvelsara að sjá flísina í auga náungans en bjálkan í augum sjálf sín.

M.b.k.

Kjartan Björgvinsson

Kjartan Björgvinsson, 1.3.2009 kl. 04:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband