Margfalt hneyksli ?

Ólafur Guðmundsson flutti fróðlegt erindi fyrir einu ári á Vetrrhátíð í Reykjavík um það að íslenska malarefnið, sem notað er í malbik á götum Reykjavíkur standist ekki kröfur ESB, sem Íslendingar hafa ekki lögleitt í gegnum EES.

Íslenska efnið sé margfalt lélegra en lægstu kröfur í Evrópu leyfa og valdi margfalt hraðara og meira sliti og þar af leiðandi svifryki, vatnsrásum og viðgerðarkostnaði.

Ofan á þetta er lítið lát á óþarfa nagladekkjanotkun og skefjalausum austri salts, sem ég hef heyrt sögur um að sé blandað ólöglegum fosfórefnum til að auka bræðinguna en auka jafnframt tæringu í bílum, þar á meðal í hemlakerfum og öðrum nauðsynlegum öryggisbúnaði.

Það er hlálegt að Reykjavík, "borgin með hreinasta lofti í heimi" skuli vera með loft, sem stenst ekki kröfur Kaliforníu í 40 daga á ári vegna brennisteinsmengunar frá Hellisheiðarvirkjun og hefur farið yfir heilsuverndarmörk af sömu ástæðum.

Auk þess fer loftið niður fyrir heilsuverndarmörk marga daga á vetri hverjum vegna svifryks af völdum margfalds hneykslis varðandi efnanotkun og naglatrú.


mbl.is Helstu götur rykbundnar í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það eru eðlilegar skýringar á því að ekki sé notað jafngott efni og í Evrópu og til þess að bæta úr því þarf að flytja efnið inn og það er varla raunhæft.

Ég er sammála því að Reykvíkingar nota að óþörfu nagladekk, einmitt vegna góðrar þjónustu með "salt-austri". Vegagerðin á Austurlandi notar 10% salt á móti 90% sandi í hálkuvarnir. Þetta er að mestu innflutt salt, svokallað vegasalt, en einnig er notað töluvert af ódýru notuðu salti frá saltfiskverkunarstöðvum. Einn af tæknifræðingum Vegagerðarinn hér á Reyðarfirði sagði mér áðan að hann hefði aldrei heyrt um að ólöglegum efnum væri blandað í saltið og hann dró þessa fullyrðingu þína Ómar í efa. Hann tók það þó fram að sjálfsagt væri að rannsaka þetta enda mjög alvarlegar ásakanir hjá þér.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.3.2009 kl. 12:34

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fosfórefnið sem heimildarmaður minn sagði mér frá var notað lengi vel og víða en að lokum bannað vegna óæsklegra tæringaráhrifa. Ég velti spurningunni um fosfórinn upp í tengslum við það að við förum ekki eftir stöðlum nágrannalandanna nema þar sem okkur hentar.

Ég vona að Gatnamálastjórinn í Reykjavík fylgist vel með því hvernig verktakarnir vinna verk sín í þessu efni og er svo sem ekki að saka einn eða neinn um neitt, heldur aðeins að kalla á virkari meðvitund og eftirlit.

Ómar Ragnarsson, 6.3.2009 kl. 13:36

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gott hjá þér Ómar

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.3.2009 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband