9.3.2009 | 22:56
Frönsk Þuríður formaður.
Sú var tíð að Íslendingar eignuðust fyrirrennara Sherlock Holmes. Þessi fyrirrennari var raunar raunverulegur en ekki skáldskapur. Þuríður formaður er í mínum huga einhver merkilegasta persóna Íslandssögunnar, - var formaður á báti sem reri frá Stokkseyri á þeim tíma sem útræði frá þeim stað var iðkað við sérlega hættulegar og erfiðar aðstæður.
Þuríður var einstök í hörðum heimi karlaveldis og karlrembu.
Merkilegust var hún þó fyrir það að upplýsa eitt stærsta afbrot 19. aldarinnar, Kambsránið svonefnda um 1930, þegar grímuklætt glæpagengi rændi bæinn Kamb í Flóa að næturþeli og yfirvöld og almenningur stóðu ráðþrota við að upplýsa málið.
Þuríður formaður sýndi þá rannsóknarlögregluhæfileika og glöggskyggni sem valdsmenn og yfirvöld skorti.
Þetta snilldarverk Þuríðar kom úr óvæntri átt og þess vegna ætti enginn að skammast sín fyrir það þótt frönsk Þuríður formaður komi nú með tillögur í snúnu rannsóknarverkefni sem kunna að koma að gagni.
Karlaveldissamfélag 19. aldar þáði hjálp Þuríðar formanns. Í upphafi 21. aldar á auðvitað að þiggja hjálp franskrar konu, hvað annað?
Eva Joly ráðleggur ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ábending - til Ómars: Þú skrifar: .... Kambsránið svonefnda um 1930... ert væntanlega að meina 1830.
Jón Magnússon (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.