11.3.2009 | 15:28
Í rétta átt.
Atvikin höguðu því þannig til að fráfarandi formaður VR varð einn af tákngervingum hrunsins. Ég held að hann hafi hvorki skorað vel í sjónvarpsviðtölum né á fjölmennum borgarafundi í Háskólabíói.
Ýmsir höfðu sagt mér að félag hans væri svo lokað í raun og menn þar innmúraðir og innvígðir að engu yrði haggað.
Annað hefur komið á daginn og er það vel.
Kristinn kosinn formaður VR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þér Ómar, það hefði verið hneyksli ef Gunnar Páll hefði verið kosinn. Nú skulum við bara vona að fólk verði ekki svo heimskt að kjósa spillingaröfl Sjálfstæðisflokksins í komandi alþingiskosningum.
Stefán (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 15:49
Mikið rétt hjá þér. Það þarf að taka til víða í stéttafélögum, sömu menn setið við stjórnvöl í áratugi og ekki með áhuga á öðru en eigin launagreiðslum.
Elías Stefáns., 11.3.2009 kl. 16:09
Þær hafa ekki verið margar stundirnar sem veita manni von í brjósti undanfarið. Þetta er þó ein þeirra. Til hamingju Kristinn Örn.
Guðgeir (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.