Þetta skiptir máli. Þess vegna blysför.

Er það ekki innanflokksmál Samfylkingarinnar hvort Jóhanna Sigurðardóttir tekur að sér að leiða flokkinn eins og ríkisstjórnina? Mitt svar er: Nei. Það er er ekki aðeins innaflokksmál hver leiðir annan af tveimur stærstu flokkum þjóðarinnar, - það kemur allri þjóðinni við.

Nú er það svo að það er svo sannarlega fullt starf að vera í forystu í ríkisstjórn sem glímir við mesta vanda sem þjóðin hefur staðið frammi fyrir síðan í kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar. En þegar litið er til annarra landa sjáum við að það er lang algengast að sú persóna sem leiðir ríkisstjórn leiði líka flokk sinn.

Stóru línurnar í þessum kosningum eru þær að í fyrsta sinn í níutíu ár missi Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur meirihluta sinn. Annars verður hér ekkert lát á þeirr landspjalla- og stóriðjustefnu sem enn er keyrð eins hart áfram og raun ber vitni.

Þessir flokkar þurfa á því að halda að vera utan stjórnar næstu fjögur árin til þess að geta komið aftur inn, reynslunni ríkari og með breytta stefnu sem gefur kjósendum raunhæft val.

En til þess að svo megi verða verður liðsskipan núverandi stjórnarflokka að vera eins sterk og heilsteypt og unnt er.
Steingrímur J. Sigfússon nýtur óumdeilanlega mests trausts hjá VG svo að liðskipanin þar er í góðu lagi.

En nú stendur Samfylkingin frammi fyrir vali á nýjum formanni. Að sjálfsögðu er ekkert sem mælir á móti því að kosið verði um formannsefni á komandi landsfundi Samfylkingarinnar.

En þá verður líka að vera hægt að velja á milli þeirra sem mest trausts njóta. Það verður hins vegar ekki mögulegt ef Jóhanna gefur ekki kost á sér. Þess vegna tek ég undir áskorun Jóns Baldvins og ótal annarra til hennar um að hún skorist ekki undan.

Nú er verið að skipuleggja blysför til hennar í kvöld til að efla þessa bón.
Það er þörf á því.
Þetta skiptir máli.


mbl.is Beðið eftir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju ekki Róbert Marshall?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 11:55

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Farið varlega með eldinn.

Og ekki spyrja Jóku að því hvað hún vill sjálf.

Það borgar sig ekki.

Þorsteinn Briem, 11.3.2009 kl. 12:01

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Á nú dramatíkin á bjarga fylginu?

Emil Örn Kristjánsson, 11.3.2009 kl. 13:00

4 identicon

Ómar minn, nú er ég algjörlega búinn að missa allt álit á þér, því miður. Þetta er bara lélegt augýsingartrykk hjá samfylkingunni til að plata þá heimsku.

Þór (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 15:38

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Aumingja Jóhanna?...og þó!

Hún verður að sjálfsögðu að velja sjálf og það mun hún gera, ekki spurning!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.3.2009 kl. 16:07

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það vill svo til að ég þekki vel þá sem standa að blysförinni og veit að þeir gera þetta af sannfæringu sinni og ekki sem "auglýsingatrikk".

Ef það virkar þannig á einhverja þá verður bara að vera svo. Ég minni á að síðustu ár hefur Jóhanna haft fádæma yfirburði yfir aðra stjórnmálamenn hér á landi hvað varðar traust. Ég sé ekkert óeðlilegt við það að með tilliti til þess sé eftir kröftum hennar kallað.

Blysförin nú er ekki nema örlítið brot af þeim stórbrotnu og rándýru hátíðarhöldum með flugeldasýningu og hverju einu sem haldin voru til heiðurs Davíðs Oddssyni í Perlunni þegar hann varð fimmtugur.

Ómar Ragnarsson, 11.3.2009 kl. 22:35

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég vil bæta því við að ég tell það lýðræðinu til framdráttar að fólk eigi úr eins góðu úrvali að velja og hægt er í vali á forystusveit í félagasamtökum.

Ég var því andvígur því sjónarmiði að Davíð Oddsson hefði ekki átt að bjóða sig fram á móti Þorsteini Pálssyni 1991. Var þó ekki í Sjálfstæðisflokknum.

Ef ég hefði verið Framsóknarmaður hefði ég kosið Sigmund Davíð Gunnlaugsson í nauðsynlegu formannsvali í Framsóknarflokknum.

Mér er annt um að allir flokkar spjari sig sem best til að gefa kjósendum góða kosti.

Ég hefði talið nauðsynlegt að auk Bjarna Benediktssonar hefðu þau Þorgerður Katrín og Illugi Gunnarsson boðið sig fram til formanns í Sjálfstæðisflokknum nú.

Mér finnst of mikil viðkvæmni ríkja gagnvart því hver úrslit verða. Í þessu á að gilda æðruleysið sem felst í enska orðtakinu "you win some, you lose some."

Þannig fæst mesti styrkleikinn þegar til lengri tíma er litið.

Ómar Ragnarsson, 11.3.2009 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband