Hvað um HB Granda ?

Í því forysturíki kapítalismans, Bandaríkjunum, virðist sem hugtakið "samfélagsleg ábyrgð" geti þó virkað ef marka má fréttir af viðbrögðum við bónusgreiðslum til stjórnenda AIG. Hér á landi hafa verið nefnd dæmi um hið gagnstæða eins og til dæmis greiðslurnar í HB Granda.

Ráðamenn þjóðarinnar segja að þá skorti úrræði til að beita sér í því máli beint og kann það vel að vera. Svipað sögðu raunar reiðir ráðamenn vestra í fyrstu en virðast ekki ætla að láta við það sitja. Því vaknar spurningin: Hvað um HB Granda og önnur svipuð tilfelli á Íslandi ?


mbl.is AIG látið skila risabónusum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar,

 Það er eðlismunur á þessum málum. AIG fékk milljarða dollara í ríkisstyrk vegna þess hve illa fyrirtækið stóð. HB Grandi fékk engan ríkisstyrk, það voru hinsvegar verkalýðsfélög fólksins sem vinnur hjá HB Granda sem stóð fyrir því að verkafólkið lét af kröfu um launahækkun. Ef ekki hefði til þess komið þá var viðbúið að það hefði þurft að grípa til uppsagna hjá fyrirtækinu. HB Grandi er ekki góðgerðastofnun hlutafélag fjárfesta og fólkið sem á hlutabréf í fyrirtækinu hefur einnig tapað gríðarlegum fjármunum í kringum banka hrunið. Hvers á þetta fólk að gjalda, að fá ekki að njóta ávaxta af fjárfestingu sinni með arðgreiðslum? HBG er að skapa störf fyrir fjölda fólks og hefur ekki gripið til uppsagna. Fólk ætti að vera þakklátt fyrir það að halda vinnunni. Það eru ekki allir svo heppnir.

Kv,

Umhugsun.

Umhugsun (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 08:56

2 identicon

Hvað um Byr?  Varla fá þeir sína milljarða nema skila "arðgreiðslunum" af tapinu.

Einar (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 08:57

3 identicon

HB Grandi hefur ekki enn heimtað ríkisaðstoð
svo mun nærtækari  dæmi er krafan frá BYR um miljarðatuga aðstoð frá ríkinu 
ég segi krafa því þeir segjast hafa rétt á þessari aðstoð?
en þeir greiddu tugi miljarða í arð í fyrra mun hærri upphæð en hagnaðurinn var

Grímur (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 09:02

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ef Grandi fengi 20% af lánum sínum felld niður yrði arðgreiðslan þá 10% í stað 8%? 

Andri Geir Arinbjarnarson, 18.3.2009 kl. 09:06

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Kjaraskerðing fólksins á gólfinu hjá HB Granda er tilfinnanleg fyrir marga og jafngildir í sumum tilfellum að fólk, sem hefur verið á mörkum þess að komast af, lendir í stórfelldum vandræðum án þess að hafa átt nokkurn þátt í því sem skóp efnahagshrunið.

Líklega eru kjör þeirra sem fá arðgreiðslur líka mismunandi en þó líklega mun betri.

Í mörgum fyrirtækjum var borgaður himinhár arður í "gróðærinu" með þeim rökum að vegna áhættunnar ættu þeir sem arðinn fengu borgaðan, rétt á ríkulegri umbun.

En úr því að þeir græddu á áhættunni þá ættu þeir að sama skapi að geta tekið á sig áhættuna þegar hrunið blasir við, þótt fyrirtækið sjálft hafi ekki farið yfir um.

Hér til hliðar á síðunni er hægt að spila lagið "Styðjum hvert annað." Í því er sá boðskapur að í okkar litla þjóðfélagi myndi það skipta miklu um heill og hamingju þjóðarinnar að sýna samfélagslega ábyrgð og hjálpsemi þegar á móti blæs.

Það eflir okkur öll, hvað sem fjármunum líður.

Ómar Ragnarsson, 18.3.2009 kl. 09:31

6 Smámynd: Jóhanna Garðarsdóttir

Til umhugsunar

HB Grandi mætti vera þakklátari fyrir að starfsfólk HBG skuli vilja vinna fyrir þá. Þakklátir fyrir að vilja hýrast hjá þeim á sultarlaunum. Undanfarin tugi ára hefur metnaður landsmanna ekki legið í störfum við aflaverðmætin, svo reyndin hefur verið sú að erlent vinnuafl hefur starfað við fiskiðnaðinn á launum sem jafnast á við atvinnuleysisbætur.

Sem betur fer er þjóðin farin að sjá í gegnum spillingarvef og græðgi sumra landsmanna sinna og er farin að gera greinarmun á hvað er rétt og rangt eða siðlegt og ósiðlegt.

Það er ekki siðferðislega réttt að nokkrir kóngar á svimandi launum láti borga sér út arðgreiðslur í ár (hafa fengið nóg s.l. ár e.t.v.). Það væri nær að þær arðgreiðslur sem eru í vændum fari beint í að byggja upp atvinnustarfsemi í landinu. Eigendur HB Granda ættu að vera þakklátir fyrir að geta látið eitthvað af hendi rakna til uppbyggingar atvimmuvegga hér á landi. Því ekki mun verða arðbært að reka fyrirtæki í landi sem þjóðin hefur yfirgefið.

HB Grandi veri þakklátur fyrir að starfsmenn skuli ekki yfirgefa fyrirtækið og fari til síns heimalands.

Jóhanna Garðarsdóttir, 18.3.2009 kl. 09:37

7 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

HB Grandi hefur ekki hlotið RÍKISSTYRK....., þessi skoðun hlýtur að koma frá sjálfstæðismanni sem er orðinn svo vanur þvi að fá "úthlutað gjöfum frá RÁNFUGLINUM að hann skilur ekki KVÓTAKERFIÐ og hversu miklum fjármunum er úthlutaði ÓKEYPIS"  til aðila eins og HB Granda, fyrir utan "aðrar aðgerðir ríkisstjórnarninnar í þágu fiskvinnslufyrirtækja hérlendis, mér skilst að Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður hafi í dag komið inn á að HB Grandi hafi fengið LÆKKUÐ ríkissútgjöld sem nemur ca. 60 milljónum.....  En þessar úthlutanir eru EFLAUST ekki AÐSTOÐ frá ríkinu.  Þetta kvótakerfið hefur ítrekað skilað eftirfarandi til samfélagsins:  A) Þorskkvótinn bara minnkar & minnkar, ár frá ári; & B) Skuldir sjávarútvegsins hafa aukist gríðarlega, þannig að eflaust eru 85% af þeim tæknilega gjaldþrota.  Þetta kalla "sjálfstæðismenn & framsóknarmenn arðbært kerfi" - þetta eru sömu aðilarnir og gáfu okkur "Ísland sem fjármálamiðstöð alheimsins - þetta eru bara FÁBJÁNAR - ekkert flókið við það - svo augljóst að það hálfa væri nóg...

Hannes Hólmsteinn og fjöldi fæðinga hálfvita sem talar röddu "frelsis, græðgisvæðingar & rányrkju" er alltaf með út úr snúning þegar verið er að fjalla um þessi mál.  Er t.d. bara í lagi að ég "misnoti mitt frelsi til að valda öðrum skaða & rústa lífi annara einstaklinga & einnig rústa heilu samfélögunum.  Er það bara eðlilegt frelsi?  Mafían notar allt það frelsi sem hún fær til að "auðgast" skiptir þá engu máli hvernig sá auður verður til...!  Ég sé lítinn munn á starfsemi MAFÍUNAR og starfsemi forstjóra AIG og annara fyrirtækja sem fá t.d. "ríkisstyrk til að lifa af & svo vilja þeir fá BÓNUS fyrir að RÚSTA fyrirtækjunum...."  Þetta lið er allt að reyna að ná til sín pening og það reynir að réttlæta gjörðir sýnar, sem er ekki hægt nema viðkomandi aðili sé "siðblindur & heimskur".  Því miður er augljóst að 30% af íslenskum kjósendum virðist brendur því marki.  Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn fundið arftaka Hannesar Hólmsteinnar, það er Tryggi Herbertsson.  Ég hélt ég myndi aldrei segja það, en "ég er á því að vont hafi versnað" - ekki bjóðandi upp á þessa út úr snúninga sem þetta hámenntaða lið missbeitir í sínum rökfærslum.  Ávalt er fjallað um bara eina hlið á hverju máli.  Þegar rætt erum t.d. FRELSIÐ þá er frelsið "ávalt fegrað út í það óendalega" - frelsi er gott mikilvægt og allt það - síðan kemur það þeim alltaf jafn skemmtilega á óvart þegar þetta frelsi er misnotað.  Ekki ORÐ um hinar hliðarnar sem tengjast frelsi.  Ekki til staðar heimspekileg hugsun - ekki til staðar heilbrigð skynsemi...

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 18.3.2009 kl. 12:53

8 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Umhugsun, þú gleymdir að launafólkið ætti líka að bugta sig og beygja fyrir yfirmönnunum, sem af góðsemi sinni og einskærri hjartahlýju skapar vinnu fyrir fólk. Ég á ekki orð!

Rut Sumarliðadóttir, 18.3.2009 kl. 13:14

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fyrirtækjarekstur er ekki sérlega burðugur þessi misserin og síst af öllu í útgerðinni. Að þessu sinni brást loðnuvertíðin en um 20-35% tekna Granda hefur verið tengt loðnuvertíðinni.

Á bloggsíðu minni kem eg með hugmynd sem gengur út á það að í stað launahækkana eignist starfsmenn hlutabréf í fyrirtækinu. Hugmyndin á bak við það er að víða um heim eiga starfsmenn hlut í því fyrirtæki sem það starfar í. Til verður allt annað viðhorf til fyrirtækisins, rétt eins og þekkist í Japan: Eg er Sony maður eða Toyota maður. Starfsmenn eru stoltir af því að vera starfsmenn viðkomandi fyrirtækis. Þetta viðhorf hefur ekki fallið í kramið hjá Íslendingum, þeir vilja sín laun og ekkert röfl!

Sjálfur á eg smáhlut í fyrirtækinu og 8% arður nemur um 0.75% ársvöxtun sem verður að teljast ákaflega hófsamt. Arður er reiknaður af rekstri undanfarins árs miðað við afkomu þess. Eftir 1. jan. er nýtt rekstrarár og þá áttu upphaflega laun að hækka.

Að eiga hlutafé kallar á mikla aðhaldsemi og gjörbreyttan hugsunarhátt. Þá fer maður að hugsa meir út frá hag fyrirtækisins og þar með samfélagsins. Auðvitað er skítt að ekki séu forsendur góðar að hækka kaup sem stendur. Kauphækkanir án tillits til afkomu leiðir til rekstrartaps sem gæti endað með rekstrarstöðvun. Það er engum til hags nema e.t.v. einhverjum hrægömmum.

Aðalfundir Granda eru með þeim athyglisverðustu: Meðal hluthafa eru nokkrir skipsstjórnarmenn og gamlir vinnuþjarkar jafnvel frá dögum Ísbjarnarins og jafnvel gömlu Bæjarútgerðarinnar. Þarna er Árni Vilhjálmsson fyrrum prófessor í Viðskiptadeild Háskóla Íslands. Nokkrir fyrrum nemenda hans eru meðal hluthafa og er þeim ætíð mikil ánægja að heyra fyrrum kennara sinn útlista ársreikninginn hverju sinni. Svo er þarna oftast Kristján Loftsson sem öllu þekktari er sem forstjóri Hvals h.f. Gjarnan ræði eg við hann og spyr hann alltaf hvort ekki væri athugandi að breyta einum hvalbátnum til að hann gæti tekið þátt í hvalaskoðunarbransanum sem er mjög gjöfulur um þessar mundir. Venjulega hafa þessi viðhorf þau áhrif á Kristján að hann fer hamförum, rétt eins og nefnd sé snara í hengds manns húsi. Sjálfsagt væri hann sjálfkjörinn leikari ef skáldsaga Hermanns Melvills Moby Dick, yrði kvikmynduð við Ísland. Krisján þyrfti ekki að leika neinn,hann leikur sig sjálfur!

Annars get eg mælt með að fylgjast gjörla með þessu Grandamáli. Þar verður sjálfsagt mörgum steinum velt áður en yfir lýkur.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 18.3.2009 kl. 15:29

10 identicon

Ég held að Mosi (Guðjón S. Jensson) hafi hitt naglan beint á höfuðið hér. Það er staðreynd að 8% arðgreiðsla er mjög hófleg svo ekki sé meira sagt. Hvað myndi fólk segja ef vextir af lífeyrissjóðseign væri einungis 0.75% á ári? Folk myndi sennilega fara hamförum hér á blogginu í það minnsta og berja svo potta, pönnur og bumbur út um allar tryssur þar til sjóðunum yrði lokað.

Það sem vantar í uppeldi Íslendinga (aldna sem unga) er fjármálalegur skilningur. Innlegg hennar Rutar ber vott um viðhorf liðina tíma þar sem verkafólk og fjármagnseigendur voru andstæðingar.

Rut: Ég skil gremju þína, og mér þykir það leitt að þú skulir misskilja meiningu mína. Með fullri virðingu fyrir þér þá vil ég benda á það að hér er ekki verið fara fram á það að setja einn eða neinn á stall eða að aðrir eigi að lúta höfði fyrir þeim sem skapa störfin.

Málið er það að HBG sem hlutafélag hefur ákveðnar skyldur og væntingar sem þarf að uppfylla til handa eigenda sinna til þess að fyrirtækið haldi áfram að vera álitlegur fjárfestingakostur. Þetta þýðir það að fólkið sem lagði peninga í félagið fái eitthvað fyrir sinn snúð eins og hann Mosi nefnir hér að ofan. Í því árferði sem nú ríkir er sá arður mjög hóflegur. Hitt er svo annað mál að verkalýðsfélögin og ASÍ hafa gert samning við Samtök atvinnulífsins um að frysta launahækkanir um sinn. Í því ljósi væri það samningsrof af hálfu HBG að fara eitt fyrirtækja að hækka laun hjá sér í trássi við þetta samkomulag. slíkt myndi setja samfélagið á hliðina þar sem aðrir hópar launafólks myndu telja sig verða útundan.

Hvar er samfélagið statt án stöndugra fyrirtækja svo fólkið í landinu geti haft atvinnu til þess að fæða sig og klæða? Við getum ekki leyft okkur að fara í skotgrafir komma og kapitalista. Fyrirtækin eru forsenda þess að hér sé samfélag.

Kv,

Umhugsun.

Umhugsun (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 20:36

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Til Umhugsunar.

Að sjálfsögðu mega fyrirtæki, til dæmis
Grandi, hækka laun verkamanna sinna núna, ef fyrirtækin geta það, og áður umsamin launahækkun er mun minni en þessi 8% arðgreiðsla, eins og fram kom í fréttum.

Verkafólk í frystihúsum er með lægstu launin í þjóðfélaginu og því veitir að sjálfsögðu ekki af þessari launahækkun, þar sem langstærsti hluti launa þeirra fer í lífsnauðsynjar sem hafa hækkað mikið í verði undanfarna mánuði.

Og verkafólk í frystihúsum á yfirleitt ekki hlutabréf í fyrirtækjum vegna þess að það á ekkert afgangs af launum sínum til að kaupa hlutabréf og verðbréf. Ástæðan er ekki sú að það hafi ekki "haft vit á slíku".

Þeir sem hafa haft ráð á hlutabréfakaupum hafa aftur á móti efni á að fá minni arðgreiðslur í ár en 8%, fyrst þeir eiga ennþá hlutabréfin. Þeir sem kaupa hlutabréf geta ekki gert ráð fyrir árlegum arðgreiðslum af þeim.

En þeir verða á hinn bóginn að gera ráð fyrir að fólk með lægstu launin í þjóðfélaginu verði að fá umsamdar launahækkanir til að geta lifað, greitt fyrir mat, fatnað, ferðir, síma, húsgögn, menntun barna sinna og húsaskjól.

Þorsteinn Briem, 18.3.2009 kl. 23:12

12 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Umhugsun, það er mikill munur á gremju og réttlætiskennd. Þú mætti þér að skaðlausu kynna þér hugtökin.

Rut Sumarliðadóttir, 19.3.2009 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband