Var vitað allan tímann.

Stærð bankakerfisins fór ekki hátt í fjölmiðlum í "gróðærinu". Hannes Hólmsteinn Gissurarson minntist að vísu eitthvað á hana í grein sem fór hljótt og þá í mjög jákvæðum tón, - óskaði eftir því að bankakerfið margfaldaðist enn frekar.

Ég hygg að ég fari rétt með að í fyrsta skiptið sem fjölmiðill minntist á stærð bankakerfisins hafi verið þremur vikum fyrir hrunið og það var ekki fyrsta frétt í þeim fréttatíma.

Margfaldaðar skuldir heimila og fyrirtækja voru hins vegar á almanna vitorði allan tímann sem gróðærissápukúlan blés út. En fólki lét sér fátt um finnast, því allir þeir sem eitthvað máttu sín voru á fullu að græða á lánaframboðinu.

Mig minnir að þessu hafi til dæmis verið gerð frábær skil í Áramótaskaupi 2005 þar sem sýnt er í svart-hvítu hvernig fólk kom út frá bankastjórnum niðurlútt og niðurlægt hér fyrr á tíð og síðan var sýnt í lit hvernig bankastjórarnir næstum því báru fólk inn til sín til að þvinga það til að taka lán.

Þeir sem vöruðu við þessu voru nöldrarar. Ég var einn af þeim í lýsingu á efnahagsfylleíinu í bókinni Kárahnjúkar - með og á móti, - efnahagsfíkniefnapartíi sem enda myndi með því að allt yrði brotið og bramlað.

Ef allt hefði verið með felldu hefðu skuldir átt að minnka í góðæri en ekki að vaxa, - þegar fólk hafði að lokum efni á því að losa sig við dýr lán. Hið þveröfuga gerðist. Strax árið 2002 varð hér þensla án þess að nokkrar framkvæmdir hefðu hafist við Kárahnjúka.

Þenslan hófst 19. júlí þegar samningar náðust við Alcoa og stóð samfellt fram að hruni. Glöggskyggn hagfræðingur í Seðlabankanum fann það út að mestöll þenslan fólst í auknum yfirdrætti á greiðslukortum, dýrustu lánum í heimi.


mbl.is 15.685 milljarða skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hannes Hólmsteinn er holdgerfingur hugmyndakerfis ( ranghugmyndakerfis ), sem gat ekki gengið upp. Í raun er hann jafn aumkunarverður og hlægilegur í senn og Stalínisti.

Stefán (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 10:50

2 identicon

Það kemur æ betur í ljós með hverjum deginum sem liður að
Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur landráðamanna sem er skítsama um Íslenska fólkið.
Í hruni Íslenska hagkerfisins eru sjálfstæðismenn í öllum aðalhlutverkunum,
í bönkunum, fjármáleftirliti, ríkisstjórn og æðstu stjórn fjármála í Seðlabankanum.
Þeirra menn eru arkitektar og hugmyndfræðingar að gjaldþroti íslensku
þjóðarinnar.
Þessir landráðamenn hafe ekki aðeins látið sér nægja að eyðileggla efnahag
Íslands heldur halda þér áfram eins og rottur að naga burtu það litla sem er eftir af stoðum Íslenska hagkerfisins.
 
Þetta má aldrei gleymast!
 
Kostnaður þjóðarinnar vegna stjórnar Davíðs Oddsonar og hyski hans er
óheyrilega mikill.
Skuld ríkisins er núna varlega áætluð 3000 milljarðar ISK eftir 17 ára
stjórn Sjálfstæðisflokksins
 
3000 milljarðar ISK /(17 ár x 365 dagar) = 484 milljónir ISK á dag.
 
Niðurstaða:
 
Hver dagur sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd síðustu 17 ár
hefur kostað almenning hálfan milljarð ISK í beint tap!

Það ætti að banna Sjálfstæðisflokkinn með lögum eins og gert var með nasistaflokkinn i Þýskalandi.
Það er móðgun við Íslensku þjóðina að þessi landráðaflokkur sé vaðandi um á skítugum skónum inn á virðulegu löggjafarþingi Íslenska lýðveldisins.

Jón (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 11:01

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Förum varlega í beinum samlíkingum svo sem varðandi nasistaflokkinn sem stefndi meðvitað að útrýmingu átta milljóna manna og tókst að drepa sex milljónir Gyðinga með villimannlegustu stefnu sem mannkynssagan kann frá að greina. 

Bloggpistill minn hér að ofan fjallar um hugarfar meirihluta þjóðarinnar í dansinum kringum gullkálfinn og nú er nauðsynlegt að það verði hugarfarsbreyting, byggð á lærdómi af óförunum sem græðgin olli.

Á sínum tíma fylgdu margir og vörðu Stalín lengi vel í góðri trú og sama á við marga þá sem trúðu á Thatcher, Reagan og Bush. 

Þegar "gróðærið" stóð sem hæst fylgdu allt að 60% þjóðarinnar stjórninni sem þá sat í góðri trú í þægindum andvaraleysisins og kæruleysisins. 

En fyrst minnst var á nasistaflokkinn má geta þess að í stríðslok voru uppi hugmyndir um algera "denazification", það er, að allir embættismenn og starfsmenn sem höfðu átt störf sín nasistum að þakka yrðu gerðir útlægir frá því að starfa fyrir landinu. 

Þetta reyndist útilokað því þjóðfélagið hefði hrunið ef þetta hefði verið reynt.

Farinn var millivegur. Þeir sem voru sannanlega brotlegir við lög voru lögsóttir en aðrir héldu störfum sínum.

Þýska þjóðin lærði af þessu og í landin varð einstæð hugarfarsbreyting.

Ómar Ragnarsson, 18.3.2009 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband