22.3.2009 | 21:31
Fall úr úrvalsdeild=endurnýjun stefnu og liðs.
Þegar knattspyrnulið stendur sig ekki í úrvalsdeild, fellur það niður í 1. deild. Reynslan sýnir að það þarf ekki að tákna endalok alls fyrir liðið heldur hefur það þvert á móti sýnt sig að þetta var best fyrir liðið sjálft til þess að það gæti endurmetið alla hluti og sótt síðan fram á ný með nýjan þjálfara, leikaðferðir, menn og hugarfar.
Félagið mitt, Fram, var ekki ótrúlega heppið þegar það lafði í úrvalsdeild árum saman með því að hanga inni á atburðum, sem gerðust á síðustu mínútum Íslandsmótsins. Þvert á móti var þetta í raun mikil óheppni því það skemmdi fyrir möguleikunum á því að breyta því sem mest þurfti að breyta; - hugarfarinu.
Í ljós kom að þegar liðið féll loksins átti það fyrst möguleika á að bæta sig svo mikið meðan það var deild neðar, að næsta keppnistímabíl var það í toppbaráttu.
Í stjórnmálum heitir keppnistímabilið kjörtímabil. Ef nokkur stjórnmálaflokkur íslenskur hefur klúðrð sínum málum og fallið niður úr úrvaldsdeild er það Sjálfstæðisflokkurinn nú. Þjóðinni og honum er fyrir bestu að hann spili næsta keppnistímabil / kjörtímabil í 1. deild, endurnýi forystu sína, mannskap og stefnu og eignist þannig möguleika á að vinna sig upp eftir fjögur ár, - orðið raunhæfur valkostur sem veiti öðrum samkeppni og aðhald.
Ákveðin krafa um endurnýjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið var að maður gat verið sammála Ómari!!!!Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 22.3.2009 kl. 21:46
Ég er nú nokkuð samála þér Ómar minn og leit að vita að þú sért kominn í Fylkinguna og ert ekki með í uppbyggingunni...
Pétur Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 22:02
Held að það sé nú alveg ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn verði í sjórnarandstöðu eftir kosningar. Þú klúðraðir nú líka þínu tækifæri með Íslandshreyfingunni, sennilega hefðir þú ekki átt að taka að þér fyrirliðabandið, heldur að vera í senternum. Dómgreindarleysi. Þar sem þú ert nú orðinn Samfylkingarmaður, og búinn að ná 17 þúsúnd manna markinu í atvinnuleysinu, þá hefði ég áhuga að heyra hugmyndir þínar um atvinnuuppbyggingu, aðrar en álversframkvæmdir!.
Sigurður Þorsteinsson, 22.3.2009 kl. 23:17
Ég óska fyrst eftir útskýringu á því af hverju ég er "búinn að ná 17 þúsund manna markinu í atvinnuleysinu." Hvað hef ég gert til að verðskulda að bera ábyrgð á því?
Ómar Ragnarsson, 23.3.2009 kl. 00:22
Nú er tekin ríkisstjórn og í stað þess að taka á vandanum, er hún öll í því að hanna atburðarrás. Til þess að verðlauna hana hefur þú gengist henni á hönd og berð því þína ábyrgð á ástandinu. Ekki hef ég séð stafkrók frá þér hvernig bæta má ástandið. Það er þín ábyrgð. Auðviðtað getur þú sagt af þér í stuðningnum við ríkisstjórnina. Róbert Wessmann vill skapa 300 störf á Reykjarnesi, en það þykir viðurustyggð í aumum þinnar ríkistjórnar. E.t.v. stafar af því að þá þarf ekki að virkja neinar ár, eða skaða náttúruna. Nú bíð ég eftir tillögum þínum.
Sigurður Þorsteinsson, 23.3.2009 kl. 01:00
Sigurður Þorsteinsson. Það er nú ekki vandi að toppa þetta. Geðdeild Landsspítalans verði stækkuð all svakalega og fluttir inn þrjú þúsund erlendir geðsjúklingar árlega.
Ég hef hvergi lesið eða heyrt að einhver stjórnmálaflokkur sé á móti því að Róbert Wessmann flytji inn sjúklinga og vonandi fyllist Reykjanesið af sjúklingum en ekki ferðamönnum, því við græðum ekkert á þeim.
Þorsteinn Briem, 23.3.2009 kl. 08:00
Stefna íslandshreyfingarinnar er langtímastefna til handa þeim efnahagslega fíkniefnasjúklingi sem íslenskt efnahagslíf hefur verið. Þú myndir segja við aðstandanda alkans sem hefur verið eina klukkustund inni á Vogi að vegna þess að hann mælti með því að alkinn færi inn á Vog, bæri hann ábyrgð á því hörmulega ástandi alkans sem hann er í.
Ég er á fullu við að fara í krefjandi verkefni úti á landi í dag og skal svara þér betur þegar ég kem til baka. Bendi þér á stefnu Íslandshreyfingarinnar eins og hún birtist á heimasíðu hennar, í áylktunum stjórnar og aðalfundar, málflutningi fyrir síðustu kosningar og bloggpistlum mínum.
Þetta getur verið byrjunarlesefni fyrir þig. Ég er búinn að vera tvo daga og er því ekki búinn að koma miklu þar til leiðar. Landsfundur er framundan og svo er að sjá hvernig gengur.
Ómar Ragnarsson, 23.3.2009 kl. 09:32
Ég bæði vona og spái því að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandsöðu næstu tvö-þrjú kjörtímabil. Tel að neyðarstyrkir frá Neyðarlínunni muni ekki einu sinni duga flokknum til.
Stefán (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 10:04
Steini Briem
Ekki held ég að geðdeild Landspítalans geti tekið á móti þrjú þúsund sjúklingum. Væri það hægt bæði húsnæðislega og faglega, þá er hugmyndin góð. Heilbrigðisráðherra tók hugmynd um sjúkrahúsrekstur á Reykjanesi með fyrirvörum, í stað þess að fagna hugmyndinni og skoða síðan þær hindranir sem í veginum gætu verið.
Sigurður Þorsteinsson, 25.3.2009 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.