"Ríkir almannahagsmunir..."eftir á.

Í upphafi einkavæðingar bankanna taldi Davíð Oddsson það réttilega vera ríka almannahagsmuni að eignarhald yrði sem dreifðast á bönkunum. Í fréttaskýringum Morgunblaðsins nú og verðlaunaumfjöllun Sigríðar Daggar á Fréttablaðinu á sínum tíma hefur afhjúpast hvernig þetta fór á þveröfugan veg.

Á sínum tíma taldi ég mig knúinn af ríkum almannahagsmunum að gera myndirnar "Á meðan lands byggist" og "In memoriam?" og skrifa bókina "Kárahnjúkar - með og á móti."

Þessi verk voru unnin allt of seint en nú stefni ég að því í krafti ríkra almannahagsmuna að klára einar sex kvikmyndir sem eru í vinnslu hjá mér, hvort sem það mun verða að gagni eða ekki.

Nú eru skjöl um einkavæðingu bankanna birt seint og um síðir og sagt að það sé í þágu "ríkra almannahagsmuna." Því miður munu þeir "ríku almannahagsmunir engu breyta eftir á um það sem gert hefur verið fremur en svo margt annað sem uppgötvast ekki eða fólk vill ekki sjá fyrr en um seinan.

Enn má þó halda í vonina um að einhver lærdómur fáist sem komi í veg fyrir endanlaus mistök og ófarir, þótt síðar verði.


mbl.is Pólitísk tengsl áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta kemur þessu ekki beint við en ég varð að segja frá þessu. ég sótti um fjárhagsaðstoð frá reykjavíkurborg og var tjáð það að ég fengi rúmlega 78.000kr í aðstoð..er þetta í lagi að borgin sé að borga minna í fjárhagsaðstoð en það sem t.d atvinnumiðlun er að borga í atvinnuleysisbætur eða þá tr til öryrkja. Sá spyr sem ekki veit

steini (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband